Vísbending


Vísbending - 01.11.2002, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.11.2002, Blaðsíða 3
ISBENDING Auðæfi hafsins # \, M Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur ~W" 'W'afiðumhverfislslandgattilfoma I I ekki orðið vettvangur „land“- _I_náms að þeirrar tíðar skilningi. Takmörkun gæða hafsins var ekki orðin að veruleika, og hugtak sérstaks réttar til þeirra þar með óþekkt, að undanskil- inni aðstöðu útvegsjarða og verstöðva til útróðra og strandjarða almennt til netalagna. Lengi fram eftir öldum var það álitamál, hvort fiskveiðar hefðu merkjanleg áhrif til að draga úr afla, svo að eins veiði væri frá öðrum tekin. Svo seint sem um aldamótin 1900 ræddi Alfred Marshall, hagfræðiprófessor í Cambridge, málið í riti sínu „Principles of Economics“ og taldi óútkljáð. Niður- staða hans hefði þó ef til vill orðið önnur, hefði hann verið í báti með Hannesi Hafstein á togaraslóð við ísland heldur en í bakgarði breskrar útgerðar. Þannig er það ekki fyrr en á síðustu áratugum, að þjóðréttarlegur grundvöllur hefur myndast og dregið þau ytri mörk, sem eru forsenda „haf‘náms. Þar á við tví- skipting milli eðlisólíkra auðlinda, ann- ars vegar lífauðlinda sjávar og hins vegar efna- og orkulinda hafsbotnsins. Sökum þess að einkaeignar- eða -afnota- ■réttur var ekki fyrir hendi, er upphafs- staða beggja hin sama, að ríkisvaldið tekur sér forræði yfir þeim, úthlutar nýtingu og tekur afgjöld, eftir því sem opinber stefna segir til um. Eðlismunur þeirra í líffræðilegu og sögulegu tilliti getur þó bent fram til mismunandi leiða til úthlutunar réttinda, það er landnáms eða „hafnáms“ í afleiddum skilningi. Lífauðlindimar Lífverur sjávar, jafnvel hinar botn- lægu,eruflestarásvamlimillisvæða, klekjast út á einu, alast á öðru og verða kynþroska, gj aman á samfelldu hringsóli um landið, og loka hringnum með hry gn- ingu á hinu fyrstgreinda. Verður því að tryggjaframgang þeirra um öll mið kring- um landið og ákvarða afla með hliðsjón af hámarks- eða hagkvæmasta afrakstri á heildina og líftímann litið. Svæðamörk eiga því almennt ekki við um slíkt haf- nám, heldur heildarstjórn á lífferli ein- stakra tegunda eða nokkurra, er séu sam- flota um æti, uppvöxt og veiðar. Einstak- ar tegundir, einkum skel- og krabbadýra, geta þó hugsanlega verið svo stað- bundnar, að réttlæti svæðamörk veiði- réttar, en háð því, að ekki hafi umtalsverð áhrif á aðra nytjastofna. Hámarks- árangur á þjóðhagslegan kvarða getur þó tæpast haft óskorað gildi, þar sem hefðaður réttur hefur verið talinn hindra, að útiloka megi fyrri útgerðaraðila að veiðunum, og hefur slíkur réttur verið látinn ráða úrslitum um kvótakerfi og kvótaúthlutun. Slíkur hefðarréttur nær þó ekki lengra en jafnræðisregla um að hlíta líffræðilegum og hagrænum skil- málum segir til um, þar á meðal um að greiða veiðigjald til að stuðla að hóflegu veiðiátaki og nálgast félagslegt réttlæti. Vekur sú gagnkvæmni skilmála, sem í þessu felst, ýmsar spurningar um víð- tækari hefðunarrétt í útvegsbyggðum en til útgerðarmanna einna. Einnig má spyrja, í hverjum mæli fyrra útgerðarátak sé verðlaunavert með þessum hætti, þar sem viðurkennt sé, að það fór löngum verulega fram úr fiskifræðilegum og þjóðhagslegum mörkum. Samkeppnin, sem háð var við útlendinga um lífs- björgina, hlýtur þó að koma til álita til mildunar á þeirri röksemd. Auðlindaskattur Upprunalega hugmyndin um auð- lindaskatt, sem nú gengur undir nafninu veiðigjald, var reist á þeirri for- sendu, að það væri hæft til þess að koma á jafnvægi sjósóknar við æskilegt afla- mark til hámarksafraksturs til frambúð- ar og jafnstöðu rekstrarskilyrða við aðra atvinnuvegi. Við hlið þess yrði almennt einungis þörf fyrir hliðstæðu umferðar- og umgengnisreglna á fiskimiðunum. Með þessu yrði fullnægt almennri jafn- ræðisreglu til sjósóknar, og því engin þörf fyrir að finna upp regluna um for- gang fyrri útgerða, studda svo tvíræðum rökum sem að framan greinir. Engum yrði bægt frá, svo fremi hann fullnægi almennum skilyrðum unt gjald og urn- gengni. Kvótakerfið hefur nú fest svo rækilega rætur, að þessi hugmy nd virðist nærri gleymd, þótt verið hafi til umræðu í fjóra áratugi og komið sterklega til álita, að tæki við eftir reynslutíma kvótakerf- isins. Þessu virðist valda frumstæð tregða til að treysta á virkni markaðskerf- isins og sleppa því lífakkeri, sem margir telja kvótakerfið vera. Fyrir bragðið er alls óraunhæfu sóknarfrelsi stillt upp á móti kvótakerfinu í stað veiðigjaldskerfis án kvótahelsis eftir hæfilega aðlögun í áföngum. Hefðarsinnar hafa, að því er skilja má, farið alveg út á hinn kantinn og haldið fram hafnámi með þeim hætti, að rétthæfir útgerðaraðilar hljóti ígildi var- anlegs og framseljanlegs eignarréttar án auðlindagjalds, og geti á þeim grunni myndað samtök eða hugsanlega eitt stórfyrirtæki urn ákvörðun aflamagns og jafnvel eftirlil með framkvæmd þess. Framsöl kvóta, tímabundin eða varan- leg, gegn umsömdu og markaðsákvörð- uðu gjaldi, rnundi svo tryggja hagkvæm- astan rekstur útgerðar og vinnslu til eflingar almannahags. Höfuðkostur við slikt fyrirkomulag ætti að vera að útiloka pólitísk áhrif á hagrænar ákvarðanir, sem höfða mundu til stundarhags og lýðhylli á kostnað varanlegs þjóðarhags. Slíkt kerfi yrði þó ónotalega náin hliðstæða lénsketfis miðalda. Allurauðlindaarður- inn félli hinum útvöldu rétthöfum í skaut sem umbun fyrir og kostnaður við að bægja ótraustverðum stjómmálamönn- um frá. Einokunarbákn þetta hlyti beint eða óbeint að ráða lagaframkvæmd á miðunum, sem mundi þröngva kosti margra og gæti keppt um völd við ríkið sjálft og væri þó raunar pólitískt með einstefnusniði. Loks gætu kvótahafar flutt fé sitt og umsvif úr landi, nema þvergirt væri fyrir, og gætu þeir efalítið keypt sér völd til að koma í veg fyrir það. Hvorki verður talið, að slíkt hagsmuna- afsal sé réttlætanlegt frá hagrænu við- horfi né þjóðfélagslega framkvæman- legt. A hinn bóginn verður það millistig, sem nú er búið við, heldur varla talið fullnægjandi, en gjaldtaka samkvæmt því miðast fremur við ásættanlega sann- girni en hámörkun þjóðhagslegs afrakst- urs og fullt jafnræði milli atvinnuvega. Þar sem ekki eru sett stjórnarskrárbund- in mörk við veiðigjaldi, getur kerfið þó þróast með ýmsum hætti, sem til jafn- vægis teljist horfa, varla þó með öllu æskilegum. Er menn hafa vanist veiði- gjaldi, gætu menn lært að beita því nánar til jafnvægis um lögákveðið aflamark. Þar sem því sleppir, getur aukinn að- skilnaður kvótaeignar og útgerðar gert kvöð til kvótaleigu almennari og verkað líkt og hækkun veiðigjalds. Að öðrum kosti kann rúmur hagnaður gjaldfrjálsra útgerða að ala nokkuð á sóun og verð kostnaðarþátta í útgerð, sem skekkir tekjuskiptingu og ýtir undir verðbólgu. Æskilegra hefði verið að láta veiðigjald miðast við, að það myndaði jafnvægi um æskilegt sóknarmark, um leið og meintur áunninn eða hefðaður kvóta- réttur hefði verið metinn sérstaklega og greiddur út á tilteknu tímabili af inn- komnu veiðigjaldi. Lífstofnar sjávar eru ekki aðeins háðir afdrifum sínum um æviskeið og allan sjó, heldur og hver öðrum. Sumir þeirra eru bæði étnir af öðrum og veiddir. Geta sprottið af því flóknir valkostir nýtingar hvers þeirra um sig. Skýrasta dæmið um slíkt mun vera afstaðan milli þorsks og loðnu, og annað milli þorsks og rækju. (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.