Vísbending


Vísbending - 07.02.2003, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.02.2003, Blaðsíða 3
ISBENDING Gengi hlutabréfa og hagkerfið I Guðmundur Magnússon hagfræðingur Við fáum daglega fréttir af gengi hlutabréfa, bæði hér á landi og í kauphöllum víðaumheim. Hluta- bréfaeign einstaklinga er orðin víðtæk, auk þess sem flestir eiga aðild að eftir- launasjóðum sem varðveita hluta eigna þeirra í innlendum og erlendum hluta- bréfum. Verðbreytingar á markaðinum hafa því áhrif á hag alls almennings og ákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja um neyslu og fjárfestingu. I hagfræðinni hefur allt frá kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar verið gert ráð fyrir því að eignabreytingar geti haft áhrif á út- gjaldahegðun, enþááttuum5% Banda- ríkjamanna hlutabréf en nú er sú tala sennilega komin yfir 50%. Því er enn meiri ástæða til þess að reyna að átta sig á verðmyndun hlutabréfa og afleiðing- um af breyttu gengi þeirra á hagkerfið. Sú mikla hækkun sem varð á hlutabréfum síðustu tvo áratugi 20. aldar og lækkun á flestum mörkuðum síðan þá hefur valdið sérfræðingum sem öðrum miklum heilabrotum. Hér verður leitað svara við áleitnum spurningum í þessu sambandi: Hvað ræður verði hlutabréfa? Var eitt- hvað nýtt sem gerðist, eins og tilkoma hins svonefnda nýja hagkerfis, eða var um frávik frá langtímaleitni að ræða? Er hægt að skýra þróunina út frá breyt- ingum á hefðbundnum raunstærðum þjóðarbúskaparins? Má rekja þetta að einhverju leyti til breytinga á leikreglum, stofnunum eða skipulagi hagkerfisins? Hvert stefnir? Verðmyndun Afrakstur af hlutabréfaeign í fyrirtæki fer einkum eftir söluhagnaði af þeim m.t.t. vænts ágóða af rekstri þess í fram- tíðinni og hlutfallstölu útborgaðs arðs (að teknu tilliti til skattgreiðslna). Ef meðalávöxtun á föstu verðlagi er 7% umfram ríkisskuldabréf er talið að sölu- hagnaður (verðhækkun) sé 5% hennar og arðgreiðsla 2%. Kenningar um verð- myndun hlutabréfa standa reyndar ekki föstum fótum í fræðunum. Mynd 1. Hlutabréfaverð á föstu verðlagi í löndum OECD (utan Japans) 1870-2002 (log*) Logs *Hver eining í log-skalanum táknar tvöföldun í verði Mynd 2. Hlutdeild fjármagnstekna í iðnaðar- framleiðslu OECD-landa 1885-1995 (%) Athyglisvert er að fræðimenn eru yfirleitt ekki sammála ráðgjöfum á mark- aðinurn um að halda eigi hlutabréfum að mönnum sem langtímafjárfestingu. Fræðimenn telja að breytingar frá meðal- ávöxtun bréfanna sé ráf, þ.e. algerlega handahófskenndar. Því sé jafn álitlegt að eiga hlutabréf til skamms og langs tíma. Ráðgjafarnir rniða sennilega við að raunávöxtun af öruggri fjárfestingu í ríkisskuldabréfum sé 3-4% og sveiflur í gengi þeirra minni. J afnframt má benda á að yfir lengri tíma litið hefur hluta- bréfaeign skilað betri ávöxtun (enda sýnir munurinn á meðaltölunum það!). Hlutabréf ættu samkvæmt framan- sögðu að hækka í hlutfalli við ágóða fyrirtækis. En hækkunin á 8. og 9. ára- tugnum var langt umfram raunverulega hækkun og því hafa væntingar verið óraunhæfar. Þetta varð til þess að hlutfall arðs af kaupverði snarlækkaði en hlutfall inarkaðsvirðis af innra virði fyrirtækis- ins snarhækkaði. Þetta þýddi í raun og veru að það tók orðið miklu fleiri ár að endurheimta fjárfestinguna í bréfunum en áður. Er þá ekki verið að tala urn fyrirtæki sem nær eingöngu seldu vænt- ingar. Að vissu leyti brugðust hagfræð- ingar með því að benda ekki á að verð- myndunin væri úr samhengi við raun- veruleikann og með því að reyna að réttlæta þessa nýju bólu með „nýja hagkerfinu". Arðgreiðslur Talið er að á alþjóðavísu séu 30-40% arðs greidd beint út. Það getur auðvitað verið hagkvæmt fyrir fyrirtæki að nota uppsafnaðan arð sér til eflingar og sóknar. Einnig er oft vísað til þess að skattareglur hvetji til þess að halda ágóðanum inni í fyrirtækjunum. Rétt- mæti þessa hefur þó verið dregið í efa. Aukin áhersla á síðustu árum á hag hlutabréfaeigenda hefur þrýst á um auknar arðgreiðslur. Hvort ástæða er til þess að ætla að fyrirtækið ávaxti betur sitt pund en hluthafarnir fer m.a. eftir virkni markaða. Aberandi munur er á milli Bandaríkjanna og Evrópu í þessum efnum. Evrópskfyrirtæki stundagjarnan eignadreifingu en í Bandríkjunum gera fjárfestar það sjálfir enda er hlutabréfa- markaðurinn þar virkari. Hlutabréf og hagstærðir En hvaða breytingar á hagstærðum kynnu að skýra gengissveifluna á (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.