Vísbending


Vísbending - 14.02.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.02.2003, Blaðsíða 2
ISBENDING Að útrýma fátækt á íslandi Reynir Ragnarsson f MBA-nemi við HÍ Aundanfömum vikum hefur verið tölu verð umræða í fjölmiðlum um fátækt á íslandi og hefur menn greint á um hvort fátækt sé til staðar eða ekki. Það sem vekur athygli í umræðunni um fátækt er þögnin sem hefur rfkt um áhrif staðgreiðslu opinberra gjalda á ráðstöfunartekjur Iáglaunafóiks. Leiðréttingin Arið 1988 var tekin upp staðgreiðsla opinberra gjalda, greiddur er fastur hundraðshluti af brúttótekjum, nú 38,55% að frádreginni greiðslu launþeg- ans í lífeyrissjóð. Frá opinberum gjöld- um er síðan dreginn persónuafsláttur, nú 321.900 kr. fyrir allt árið 2003. Á árinu 2003 eru því mánaðarlaun að fjárhæð 69.585 kr. undanþegin staðgreiðslu skatta. í upphafi var persónuafsláttur- inn 15.552 kr. á mánuði sem tryggði að mánaðarlaun að fjárhæð 44.183 kr. voru íraun skattfrjáls. Persónuafsláttur í stað- greiðslu hefur ekki fylgt breytingum á neysluverðsvísitölu frá því að stað- greiðslukerfið var tekið upp, munar þar u.þ.b. 122.600 kr. sem persónuafsláttur- inn þyrfti að hækka á ársgrundvelli til að skattbyrði yrði sú sama á árinu 2002 og 1988. Skattleysismörkin í árslok 2002 yrðu því að hækka um 318.000 kr. til að halda verðgildi sínu frá árinu 1988. Á meðfylgjandi grafi sést hvernig skatt- leysismörkin hafa þróast frá því stað- greiðslukerfi opinberra gjalda var tekið upp. Efþettamisræmi yrði leiðrétti myndi ríkissjóður verða af skatttekjum að fjár- hæð u.þ.b. 22,9 milljarðar króna. Sú ákvörðun stjórnvalda að láta persónu- afslátt ekki fylgja breytingum á verðlagi hefur aukið skattbyrði þegnanna á þann veg að nú eru greidd opinber gjöld af lágmarksbótum frá Tryggingastofnun ríkisins. Fátæktskilgreind Þegar verið er að fjalla um hvort einhver telst fátækur eða ekki liggur engin skilgreining fyrir á því við hvað skuli miða. Aftur á móti liggur fyrir skilgreining félagsmálaráðuneytisins frá árinu 1996 þar sem fram kemur að: „Allir eigi að geta keypt sér fæði, klæði, hreinlætis- og snyrtivörur, heimilisbún- að, lyf og læknishjálp. Þeir eigi að geta greitt afnotagjald af síma og ríkisútvarpi, hita og rafmagn, dagvistarkostnað fyrir eitt barn, húsaleigu eða eðlilegan hús- næðiskostnað og staðið undir kostnaði af rekstri bifreiðar,... Þá eru ákvæði í 76. gr stjómarskrár íslenska lýðveldis- Mynd 1. Skattleysismörk frá 1988 til 2002 í samanburði við framreiknuð skattleysismörk Tafla 1. Viðmið fyrir skilgreiningu á fátœkt Lágmarks framfærslu- viðmið Ráð- gjafaþj. heimilanna Neyslu- könnun Hag- stofunnar Matur og hreinlætisvörur 27.229 21.163 Póstur og stmi 2.767 3.761 Rafmagn og hiti 4.848 6.211 RÚV - Dagblað 2.856 3.178 Húsnæði 28.319 26.854 Rekstur bitreiðar 22.691 19.083 Strætó 0 0 Tryggingar 4.245 4.622 Lækniskostnaður og lyf 2.546 3.634 Tómstundir og menning 1.328 19.124 Fatakaup / Skór 2.767 9.475 Ýmislegt 1.328 1.618 Hársnyrting 1.738 1.733 Annað, ófyrirséð 6.088 6.355 Heimilisbúnaður / húsg. 2.767 8.817 Áfengi og tóbak 0 7.002 Afborganir af bíl 0 19.829 Ferðir/flutningur 0 3.397 Menntun 0 636 Hótel/kaffihús/veitingar 0 9.747 Ýmsar vörur og þjónusta 0 9.192 Samtals 112.156 185.432 ins þar sem fjallað er um rétt þegnanna vegna elli, örorku og sjúkdóma. Stjórn- völd hafa ekki lagt neitt mat á hverjar þurfi að vera lágmarksbætur til þeirra þjóðfélagsþegna sem til þeirra leita á grundvelli ofanritaðra ákvæða nema ef vera kynni að lágmarksbætur Trygg- ingastofnunar ríkisins eigi að endur- spegla það mat. Til þess að fá einhverja hugmynd um kostnað við að uppfylla þau viðmið sem félagsmálaráðuneytið gefur út hafa þeir þættir sem þar eru tilgreindir verið verðlagðir. I töflu 1 eru tölur fengnar frá Ráðgjafarþjónustu um fjármál heimil- anna og úr neyslukönnun Hagstofunn- ar frá 1995. Þá er einnig stuðst við tölur frá Hörpu Njáls félagsfræðingi úr viðtali sem birtist við hana í Morgunblaðinu 7.júlí2002. Allartölureruuppreiknaðar til verðlags í desember 2002 miðað við vísitölu neysluverðs. Hér er miðað við tölur frá Ráðgjafarþjónustu heimilanna og rauntölur á aðra liði eins og mögulegt er, lágmarkstekjur einstaklings þurfa því að vera 112.000 kr. á mánuði til að hann teljist ekki undir fátæktarmörkum. (Framhald á síðu 4) Tafla 2. Skattgreiðslur öryrkja og ellilífeyrisþega nt.v. núgihlandi skattareglur Laun/bætur skatthlutfall staðgreiðsla Persónuafsl. Gr. staðgreiðsla Ráðst. tekjur Lágmarkslaun 112.000 38,55% 43.176 26.825 16.351 95.649 Öryrki 95.083 38,55% 36.654 26.825 9.829 85.254 Ellilífeyrisþegi 87.015 38,55% 33.544 26.825 6.719 80.296 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.