Vísbending


Vísbending - 14.03.2003, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.03.2003, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 14. mars 2003 11. tölublað 21. árgangur Frumkvöðlalandið Nýlega gaf Háskólinn í Reykjavík út skýrslu sem er samanburðar- mæling á frumkvöðlavæðingu á íslandi og í öðrum löndum. Skýrslan, sem byggð er á spurningakönnun, gefur örlítið betri innsýn í frumkvöðlahjarta Islendinga en áður hefur fengist. Það kemur ekki á óvart að frumkvöðlahj artað slær ört í Islendingum enda hefur verið fjör á fyrirtækjamarkaðinum. Trúin á árangur ✓ Ispurningakönnun Háskóla Reykja- víkur sögðust sem svarar til 11,3% þjóðarinnar vera virkir þátttakendur í frumkvöðlastarfsemi, þ.e. eru að undir- búa rekstur eða eru eigendur eða stjórn- endur fyrirtækja sem eru yngri en 42 mánaða. I samanburði þjóða þá er Island í 10. sæti fyrir vikið. Þaðerreyndartiltölu- lega auðvelt að reyna að slá á þessa tölu með útreikningum. Síðastliðin þrjú og hálft ár hafa 8.000 fyrirtæki verið nýskráð á íslandi. Ef við gefum okkur að stofn- endur sem geta talist til frumkvöðla, og eru ekki þátttakendur í fleiri en einu verk- efni, séu tveirtil þrír, þ.e. 2,5 að meðaltali, þá eru um 20.000 manns nýbyrjaðir í i'yrirtækjarekstri á Islandi. Það eru um 7% þjóðarinnar. Erfitt er að áætla hve margir eru að undirbúa fy rirtækj arekstur en rúmlega 1.100 manns hafa skráð sig í samkeppni um viðskiptaáætlanir hjá Nýsköpunarsjóði. Litlar upplýsingar eru til um hve margir skrá sig ekki í slíka keppni en ef áætlað er að um þriðjungur þeirra sem eru að huga að fyrirtækja- rekstri skrái sig í keppnina þá eru um 3.300 fyrirtækjahugmyndir í undirbún- ingi. Og ef tveir til þrír eru á bak við hverja slíka hugmynd þá gera það 8.250 manns eða önnur 2,9% af þjóðinni. Þar af leiðandi er ekki ólíklegt að einn af hverjum tíu landsmönnum sé þátttak- andi í frumkvöðlastarfsemi eins og kemur fram í könnuninni. Þessi mikli áhugi og þátttaka í frum- kvöðlastarfsemi vekur athygli þar sem það er aðallega einhvers konar „gulrót“ sem dregur Islendinga út í fyrirtækja- rekstur, svo sem sjálfstæði og betri afkoma, en ekki einhver „vöndur“ sem ýtir þeim af stað eins og atvinnuleysi sem er sterkur áhrifaþáttur víða erlendis. Reyndar fer atvinnuleysi menntamanna vaxandi hér á landi sem gerir það að verkum að fólk fær ekki störf við hæfi og verður því að reyna að skapa þau sjálf með því að standa sjálft að rekstrinum. Þrátt fyrir það er „vöndurinn" ekki mikil svipa sem rekur fólk út í frumkvöðla- starfsemi hér á landi sem gerir mikla frumkvöðlaþátttöku þeim mun athygli- verðari. Fyrirtækjalíf Síðasta ár var að mörgu leyti fjörlegt fyrir frumkvöðlamarkaðinn. Skattar á hagnað fyrirtækja voru lækkaðir niður í 18% sem meðal annars gerði það að verkum að sprenging varð í nýskrán- ingum fyrirtækja á árinu en 3.120 ný fyrirtæki voru sett á laggirnar eða 67% fleiri en árið á undan. Aldrei hafa fleiri fyrirtæki verið skráð á einu ári á Islandi. A sama tíma var annað Islandsmet sett en það fólst í því að 565 fyrirtæki urðu gjaldþrota á árinu eða 57% fleiri en árið 2001. Hlutfallið á milli nýskráðra fyrir- tækja og gjaldþrota fyrirtækja á síðasta ári var því 18,1% sem er þó lægra en árið 2001 þegar það var 19,3%. Búast má við því að mikill hluti aukningarinnar vegna skattalækkunar sé bundinn við síðasta ár, eins og þegar stífla brestur, en engu að síður má ætla að nýskráningar verði mun fleiri eftir sem áður þar sem nú er fýsilegra að stofna fyrirtæki. Einnig er f Nýskráningar og gjaldþrot á íslaudi f frá 1995 til 2002 J 3.500 3.000 2.500 2.000 600 / ff 500 ^Gjaldþrot (hægri ás) ^ JJ 400 X. 300 1.000 500 0 / - 200 Nýskráningar (vinstri ás) 100 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 hætt við því að gjaldþrotatölurnar eigi eftir að verða sv'ipaðar næstu tvö árin þegar tekin eru með í reikninginn nátt- úruleg afföll sem verða af nýjum fyrir- tækjum (sjá 46. tbl. 2002). A meðan nýskráningar og gjaldþrot tákna upphafið og endinn í lífi fyrirtækja þá eru það þó í sjálfu sér ekki mikilvæg- ustu tímapunktarnir. Það er ekki aðal- atriðið að fyrirtæki komist á koppinn heldur að þau vaxi og dafni. Síðasta ár hafði einnig að geyma merkilegar fréttir í þessu samhengi og Islandsmet en þá voru átta íslensk fyrirtæki á lista yfir fimm hundruð framsæknustu fyrirtæki Evrópu. Miðað við stærð hagkerfisins ættu Islendingareinungis að eiga „hálft“ fyrirtæki á listanum. Þegar horft er á Birch- og gróskuvísitöluna, sem tekur mið af störfum sem þessi framsæknustu fyrirtæki skapa, þá bera Islendingar höfuð og herðar yfir aðrar Jtjóðir sern eiga fyrirtæki á listanum. Ut frá þeirri niðurstöðu væri hægt að kalla ísland mesta frumkvöðlaland í heimi (sjá einnig 38.tbl.2002). ✓ Utíheiminn Vandamálið við frumkvöðlalandið ísland er smæð hagkerfisins sem gerir það að verkum að markaðurinn nægir ekki fyrir sumar háfleygar við- skiptahugmyndir. Þess vegna er algengt að íslenskir frumkvöðlar horfi út fyrir landsteinana eftir árangri. Samkvæmt spurningakönnuninni ætlar um helm- ingur íslenskra frumkvöðla að flytja út allt að fjórðung af veltu sinni í saman- burði við 25% frumkvöðla annarra þjóða ogeinn af hverjumsexlslendingum ætlar að flytja út meira en 26% í samanburði við einn af hverjum tuttugu erlendis. Þetta hljómar skynsamlega en oftast vill gleymast í þessari umræðu hér á landi að þetta margfaldar áhættu íslenskra frumkvöðla. Einn helsti styrkleiki frum- kvöðla er þekking á aðstæðum á heima- markaði, útrás og erlendar aðstæður kalla á talsvert annars konar þekkingu. Hvað þennan þátt varðar hafa íslend- ingar alltaf verið bláeygðir. (Framhald á síðu 4) ^ Mikill áhugi erfyrirfrum- I kvöðlavæðingu á íslandi ) 1 ogíslendingarhafatrölla- trú á sjálfum sér. Guðmundur Magnússon prófessor fjallar um nýjar reglur fyrir bflamarkaðinn og áhrif þeirra. 3 Sigurður Jóhannesson hagfræðingur fjallar um áhrif stóriðjuframkvæmda á verðbólgu og peninga- 41egar aðgerðir. Staðan mun reynast mikil prófraun fyrir Seðlabanka íslands og sjálfstæði hans. ^ÖWAI-N/.jjv. '^kOLABOWóií^

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.