Vísbending


Vísbending - 28.03.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 28.03.2003, Blaðsíða 2
V ISBENDING Að finna framtíðina Moshe Rubinstein, prófessor við UCLA-háskólann, hélt fyrir- lestur hér á landi á dögunum um frumlegar lausnir á vandamálum í fyrirtækjarekstri. Ymislegt í máli hans á brýnt erindi við íslenska stjórnendur og varðar vinnubrögð í fyrirtækjum. Frumkvöðlahugsjónin Hugmyndafræði Rubinsteins er af þeim stefnumótunarskólanum þar sem mikið er lagt upp úr skýrum mark- miðum, fyrirhyggju og aðlögun. Þetta er í sjálfu sér ekki ný hugmyndafræði en hefur notið vaxandi vinsælda á síðustu árum, sérstaklega eftir að áhugi fyrir frumkvöðlastarfsemi tók að aukast. Áherslan á aðlögun í stað áætlana hefur aukist vegna þess að á tíunda áratug- inum varð stjórnendum fyrirtækja smám saman ljóst að framtíðin var ekki beinn og breiður vegur eins og þeir höfðu gert ráð fyrir í áætlunum sínum. Óvissu- og áhættuþættimir gátu gert áætlanir þeirra marklausar í einu vetfangi. Það var ekki einungis leiðin sjálf sem gat reynst ófær heldur vöknuðu spurningar um markið sjálft, hvort það væri á réttum stað. Hug- myndir um nýja hagkerfið og tæknibylt- inguna gerðu frumkvöðla og stjórn- endur fyrirtækja óhóflega bjartsýna og því urðu meginmarkmið þeirra og til- gangur oft draumsýnin ein. Niðursveifla og stríðsæsingar hafa nú bætt enn meiri áhættu og óvissu í dæmið. I áætlanagerð hefur því meira verið lagt upp úr því að búa til landakort og áttavita en að reyna að varða veginn til glæstrar framtíðar. Aðlögun að síbreytilegum aðstæðum verður þá eina lífsvon margra fyrirtækja. Og leiðin sem að lokum er farin út úr eyðimörkinni er allt önnur en upphaf- lega var ætlað og jafnvel endamarkið sjálft á öðrum stað en þangað sem ferð- inni var heitið. Frumkvöðlar sem stofna fyrirtæki þekkja þetta sennilega allra best þar sem „endanlegt" fyrirtæki verður oft allt annað en það fyrirtæki sem þeir lýstu í viðskiptaáætluninni. Þeir verða hins vegar að gera sér grein fyrir að sveigjanleiki er lykilatriði ef fyrirtæki á að geta vaxið og dafnað. Þessi sveigj- anleiki verður alltaf að vera til staðar til þess að fyrirtæki geti brugðist við þeim hættum sem verða á leiðinni og gripið tækifærin. Framtíðin er núna rófessor Rubinstein lagði áherslu á mikilvægi þess að draga framtíðina inn í nútíðina. Hugmyndin er að leysa vandamál framtíðarinnar í nútíðinni, t.d. með því að hafa þá með allt frá upphafi sem eru líklegir til þess að vera með á seinni stigum. Þetta er að vissu leyti gæðastjórnunarhugmyndin en eftirlitið er stöðugt en ekki bara við endann á færibandinu. I upphafi skyldi endirinn skoða, segir í máltækinu, og það er önnur leið til þess að líta á þessa hugmynd. Þá er vitað hver lokaniðurstaðan er og ferlið hugsað aftur á bak til þess að betur sé hægt að gera sér grein fyrir hvar á að byrja. Við lifum í núinu en núið er á stöðugri hreyfingu fram á við eftir tímaásinum. Hugmyndin er sú að með því að velta upp hugsanlegum vandamálum fram- tíðarinnar í nútíðinni sé líklegra að fyrir- tæki verði betur búin undir framtíðina. Maðurinn getur hugsað fram í tímann, með því að spyrja sig „hvað ef “-spurn- inga. Þannig getur fólk meðvitað og ómeðvitað fundið úrræði við aðstæð- um sem hugsanlega geta komið upp. Þannig býr fólk til ólíkar myndir, stund- um kallaðar s viðsmyndir, af framtíðinni. Fólk gerir þetta iðulega þegar það horfir á nánustu framtíð þó ekki sé nema þegar það klæðir sig með tilliti til veðurs á hverjum degi. Fjármálastjórar gera þetta yfirleitt þegar þeir eru að reikna út arð- semi fjárfestingarkosta en þetta er engu að síður sjaldan gert af öðrum starfs- mönnum eða þegar horft er til lengri tíma. Með því að draga upp ólíkar mynd- ir af framtíðinni er líklegra að framtíð- arsýnin verði skýrari. Því ítarlegri og meira lifandi sem þær myndir eru þeim mun líklegra er að núið verði gjöfult. Framtíðarsýn fyrirtækis er þá eins konar samansafn af hugboðum um framtíðar- stöðu þess. Hugmyndin uin að framtíðin sé núna felur í sér möguleikann á að geta brugðist rétt við í tæka tíð eftir þeim aðstæðum sem skapast hverju sinni, eftir því hvernig leikurinn spilast. Hug- myndin hefur þó mikilvægari tilgang. Þegar framtíðin er kortlögð er hægt að hafa áhrif á hana með aðgerðum hér og nú. Breytingar í núinu eru leið til þess að skapa aðra og ól íka framtíð en áður blasti við. Slíkar breytingar á fyrirtækinu eru þvígífurlegamikilvægarfyrirframþróun þess. Framtíðin kallar á breytingar jafn- vel þó að eina óskin sé að halda hlutun- um í horfinu. Það er mikill sannleikur fólginn í orðunum: „Það er nauðsynlegt að breytast til þess að vera eins“. Söng- og leikkonan Cher er reyndar lifandi dæmi um það. Frumlegar lausnir Skynsamlegustu breytingarnar eru oft afrakstur af frumlegum þanka- gangi. Prófessor Rubinstein benti á það í fyrirlestri sínum að einstaklingar og fyrirtæki reyndu allt of sjaldan að leysa vandamál og gera breytingar með frum- legum hætti. I staðinn er reynt að leysa vandamálin eins og alltaf hefur verið gert eða breyta á sama hátt og allir aðrir. Þegar vegurinn inn í framtíðina er hins vegar ekki lengur beinn og breiður og aðlögun og sveigjanleiki eru orðnir mikilvægir þættir í fyrirtækjarekstri er nauðsynlegt að geta brugðist við á frum- legan hátt. Frumleikinn er þó ekki markmið í sj álfu sér heldur er ávinningur fólginn í að finna úrlausnir eða hug- myndir sem lækka kostnað eða auka virði og jafnvel hvort tveggja. Frumleiki getur birst í ólíkum mynd- um hvort sem er í nýrri þekkingu eða nýj u framboði fy rirtækj a. Flest fólk getur hugsað á frumlegan hátt en það þarf oft að skapa réttar aðstæður. Það þarf að vera áhugavert fyrir fólk, mikilvægt og áríðandi. Samræður fólks, þar sem ólík sjónarhom eru kynnt til sögunnar, geta tendrað frumlega hugsun. Afmarkanir og útilokanir á hefðbundnum leiðum kalla einnig á frumlegar lausnir og hug- myndaregn, þar sem krafan er að fá fram sem flestar hugmyndir, gerir það einnig. Til eru mýmörg dæmi um frumlegar lausnir á vandamálum og hugmyndir sem hafa skapast með þessum hætti. Fyrirtæki sem nýtir alla starfsmenn sína í að leita leiða til þess að gera hlutina á hagkvæmari hátt, jafnvel þó að það feli einungis í sér smávægilegar breyt- ingar (það sem í Japan er kallað Gemba Kaizen), á auðveldara með að taka fram- förum og gera róttækar breytingar til hagsbóta. En það er lika nauðsynlegt að fyrirtæki hugsi sjálft sig upp á nýtt reglulega, endurskoði arkitektúr tekju- myndunar og endurmeti framtíðarsýn og tilgang. Hluti af þessu er að draga framtíðina inn í nútíðina og nýta um leið fortíðina. í óreiðu hugmynda að virðist hluti af íslenskri menningu að vaða í hlutina án þess að eyða of miklum tíma í að hugsa um hvert vanda- málið er og hvernig best sé að leysa það. Stundum virðast íslendingar hrein- lega forðast að takast á við vandamálin í upphafi. Prófessor Rubinstein leggur hins vegar áherslu á að það sé oft betra að reyna að leysa sem flest vandamál í upphafi, jafnvel skapa óreiðu og ringul- reið til þess að fá fleiri hliðar á vanda- málinu fram. Þetta er t.d. gert með því að draga framtíðina inn í nútíðina. Hug- myndirnar sem verða til þegar það er gert á að skoða og meta því að í þeim geta falist lausnir til framtíðar og jafnvel eina lífsvon fyrirtækis. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.