Vísbending


Vísbending - 28.03.2003, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.03.2003, Blaðsíða 3
V ISBENDING Evrópski mótorinn ann 14. mars síðastliðinn steig Schröder, kanslari Þýskalands, á stokk og lýsti áætlunum sínum um að reyna að hressa við efnahags- ástandið í landinu. Það leikur lítill vafi á að verulegu máli skiptir fyrir Evrópu, og ekki hvað síst Evrópubandalagið, að Þýskaland geti náð sér upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í undanfarin misseri. Þýskaland, sem er þriðja stærsta hagkerfi í heimi, er að mörgu leyti mikil- vægasti mótorinn í evrópska hagkerfinu og ef ekki tekst að koma honum í gang á ný er erfitt að sjá að það komist á einhverja siglingu á næstunni. Útlitiðdapurt Efnahagsástandið er ekki glæsilegt í Þýskalandi um þessar mundir. Hag- vöxtur á síðasta ári var 0,6% og rann- sóknarstofnanir eins og EIU hafa spáð 0,2% hagvexti á þessu ári, sumir hafa spáð samdrætti. Þýska undrið, eins og efnahagsvöxtur Þýskalands eftir stríð varkallaður, erhvergi sjáanlegt. Vopnin úr smiðju Keynes (eitthvað sem jafnvel Hitler gat notað þó að Keynes sjálfur vildi ekki kannast við það) eru einnig skotlaus þegar vaxtaákvarðanir eru í höndum evrópska seðlabankans sem hefur það að markmiði að skapa traust hjá fjárfestum og verður að taka tillit til efnahagssvæðisins í heild og hefur því ekki verið mjög viljugur t i I að lækka vexti eins og læknirinn hefði kannski fyrir- skipað í tilviki Þýskalands. Aukin útgjöld ríkisins eru heldur ekki kostur þegarhallinn árrkisútgjöldum erkominn upp fyrir þau þrjú prósent sem eru fyrirskipað hámark landa sem eru þátt- takendur í evrusamstarfinu. Menn í viðskiptalífinu hafa ekki verið svart- sýnni á efnahagsástandið síðan í byrjun tíunda áratugarins, þegar ljóst varð að sameining Vestur og Austur-Þýska- lands reyndist öllu sársaukafyllri og kostnaðarsamari en ætlað var, en nú í mars féll þýska væningarvísitalan úr 88,9 í 88,1 stig. Atvinnuleysi hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú um 10% þó að lítillega hafi dregið úr því á síðustu mánuðum. Ofan á slæmt efnahags- ástand bætist svo viðkvæmt pólitískt ástand á alþjóðavettvangi þar sem ágreiningur við Bandaríkin getur haft slæm efnahagsleg áhrif, hvort sem horft er til erlendra fjárfestinga eða alþjóða- viðskipta. Erfitt er að ímynda sér hversu mikil sárindi hafaskapastámillieinstakra Evrópulanda, þeirra sem studdu Banda- ríkin, eins og Bretland, Spánn og Danmörk, og þeirra sem voru hvað mest á móti stríðshræringum, eins og Frakk- land og Þýskaland. Þó má ætla að slíkur ágreiningur í utanríkispólitík ætti að hafa tiltölulega lítil áhrif á þá efnahagspólitík sem miðar að því að gera Evrópusam- bandið samkeppnishæfasta landsvæði heimsins árið 2010. Umbætur Kanslari Þýskalands hefur viður- kennt að stór hluti ástæðunnar fyrir slælegum vexti þýska hagkerfisins sé fólginn í innviðum hagkerfisins. I mars síðastliðnum kynnti hann aðgerðir til þess að reyna að leysa krafta markaðs- hagkerfisins úr læðingi. I stórum dráttum má segja að aðgerðir Schröders felist í þrenrur þáttum, að losa böndin af vinnu- markaðinum, að draga úr umfangi ríkis- ins og að auka frumkvöðiamenninguna. Umdeildasti þátturinn í efnahagsað- gerðum Schröders er atlagan að vinnu- markaðinum. Aðgerðirnar ganga út á að dregið verði úr vinnuverndinni og atvinnuleysisbætur verði lækkaðar, auðveldara verði fyrir fyrirtæki að losa sig við starfsmenn en áður og þau fái aukið svigrúm til þess að lausráða starfsmenn í stað þess að þurfa að fast- ráða þá. Eins og búast mátti við mættu þessar hugmyndir takmörkuðum skiln- ingi hjá verkalýðsfélögum. Þær eru hins vegar hluti af þeim umbótum á vinnu- markaði sem eru nauðsynlegar til þess að auka samkeppnishæfni Evrópu. Miklar hömlur á vinnumarkaði og sterk verkalýðsfélög eru almennt álitin ein mesta hindrunin á veginum til aukinnar hagsældar á meginlandi Evrópu. Vanda- málið er hins vegar að ekki hefur tekist að fá verkalýðsfélögin í samstarf urn slíkar umbætur á vinnumarkaði og þar sem launahækkunum hefur meira og minna verið haldið niðri undanfarin sex ár er hætt við að stríð muni geisa á vinnu- markaði þegar líður á sumar. Málntiðn- aðarmenn, sem telja unt 2,8 ntilljónir manns, hafa þegar lýst því yfir að þeir hyggi á verkfall á vormánuðum og fari fram á 5-7% launahækkun. Schröder hefur heitið því að draga úr útþenslu þýska ríkisins og koma hlut- falli ríkisins af vergri landsframleiðslu niður í 40%. Hlutfall þýska ríkisins af vergri landsframleiðslu hefur farið stór- unr vaxandi á tíunda áratuginum og var komið upp í 43% árið 2000. Schröder hyggst m.a. gera breytingar á heilbrigð- iskerfinu þannig að sjúklingar taki meiri þátt í kostnaðinum en áður hefur tíðkast, greiði t.d. ákveðið gjald fyrir hverja læknisheimsókn og langtímaveikinda- bætur verði teknar út úr ríkiskerfinu. Þýska heilbrigðiskerfið er eitt það dýr- asta í heimi og kostnaður hefur aukist verulega á allra síðustu árum þannig að framlagið til heilbrigðistrygginga er orðið um 14,4% af heildarlaunum. Þriðji þátturinn, sem var meginatriði í umbótatillögum þýska kanslarans, var að reyna að efla frumkvöðlastarfsemi. Umbætur á vinnumarkaðinum eru til þess fallnaraðauðveldalitlumogmeðal- stórunr fyrirtækjum lífið, sérstaklega þegar þau geta lausráðið starfsmenn. Hugmyndin er einnig að gera fólki auð- veldara að stofna fyrirtæki og draga úr skilyrðum sem það hindra. Til dæmis verður ekki lengur skilyrði fyrir iðnaðar- rnann að hafa meistarapróf til þess að fá að opna eigin fyrirtæki. Einnig felast í tillögunum lægri skattar á smáfyrirtæki, auðveldara aðgengi að lánsfjármagni og einfaldari bókhaldsreglur. Það er von manna að tilkoma nýrra fyrirtækja geti orðið til þess að auka atvinnusköpun í Þýskalandi. Orkuleysi Ljóst er að Þýskaland er í alvarlegri klemmu um þessar mundir sem sum- um finnst minna um margt á leið Japans inn í króníska lægð í lok níunda áratug- (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.