Vísbending


Vísbending - 16.05.2003, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.05.2003, Blaðsíða 1
V V i k ii ÍSBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 21.árgangur Á fákeppnismarkaði ] Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um hvort stóru lyfja- verslunarkeðjurnar séu á góðri leið með að skipta upp á milli sín markaðinum á Islandi. Áhyggjurnar snúast að vissu leyti um það að þegar lyfjaverslunarkeðjurnar verði búnar að leggja undir sig markaðinn hafi sam- keppnin á markaðinum þar með verið kvödd með kossi. Lítill vafi leikur á að enn einn fákeppnismarkaðurinn er að verða til á Islandi. Spurningin er sú hvort stjórnvöld geti eða eigi að vera að bregð- ast við fákeppni. Fákeppni í fæðingu Um margt hefur það verið athyglivert að fylgjast með umræðunni um lyfjamarkaðinn að undanförnu. Tveir sjálfstæðir apótekarar kvörtuðu yfir því að Lyf & heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar væru að leggja undir sig markaðinn með því að kaupa upp markaðinn eða bola öðrum út af honurn. Talsmenn lyljaverslunarkeðjanna töldu þetta hins vegar úr lausu lofti gripið. Sjálfstæðu apótekararnir héldu því fram að lyfjaverslunarkeðjurnar tvær hótuðu þeim að setja upp verslun í næsta nágrenni ef þeir myndu ekki selja þeim sjoppuna. Þeir héldu því einnig frarn að það væri óeðlilegt að Lyf og heilsa ætlaði að opna apótek í Vestmannaeyjum, fjögur þúsund manna samfélagi, þar sem Ápótek Vestmannaeyja er fyrir. Á hinn bóginn opna lyfjaverslunarkeðjurnar tværekki verslanirí næstanágrenni hvor við aðra sem bendir til þess, að mati sjálfstæðu apótekaranna, að þær hafi skipt markaðinum upp á milli sín. Tals- menn lyfjaverslunarkeðjanna töldu þetta fráleitt. Eðli samkeppninnar? að er erfitt að sjá að hægt sé að koma í veg fyrir að fyrirtæki opni útibú þar sem þau vilja og það hljómar undarlega að tala í aðra röndina um samkeppnis- umhverfi en ætlast svo til að eitt apótek liafi meiri rétt á ákveðnu svæði en önnur apótek. Það var kerfið sem fyrir var, þar sem skipulögð einokun ríkti og sam- keppni þekktist varla, enda muna menn þá tíð þegar apótekarar voru ríkustu menn landsins. Spurningin um hvort stóru keðjumar séu að leggja einstaka apótekara í einelti er í sj álfu sér ekkert ný á samkeppnismarkaði þar sem þeir hæfustu sigra. Þetta er hörð samkeppni og þeir sem leggja mest í leikinn, með því t.d. að bjóða lægsta verðið og stækka dreifingarnetið, enda með því að hafa töluverða samkeppnisyfirburði.Það er hins vegar ólöglegt ef fyrirtæki lækkar verð niður fyrir kostnaðarverð í þeim tilgangi að bola samkeppnisaðilum út af markaðinum. Það ereinnig eðlilegt að tveir stórir aðilar á markaði reyni að forðast það í lengstu lög að fara í stríð hvor við annan þar sem ólíklegt er að þeir hefðu nokkuð upp úr slikri keppni nema aukinn kostnað. Menn hafa spilað þennan leik áður, þannig er eðli sam- keppninnar. Samráð in skilgreining á fákeppni er eitth vað á þá leið að fæð fyrirtækja á mark- aðinum geri það að verkurn að fyrirtæki verði að taka tillit til aðgerða sam- keppnisaðila eða viðbragða þeirra við eigin aðgerðum. I sjálfu sér þarf fákeppni ekki að vera svo slæm, það gleymist oft að þegar færri og stærri fyrirtæki eru á markaðinum þá geta þau boðið lægra verð og betri gæði í krafti stærðar sinnar. Fákeppni getur hins vegar orðið litlu betri en einokun ef hún verður til þess að verð fer að hækka, skilvirkni minnkar, gæði minnka, það dregur úr nýsköpun og vöruúrvali. Tilhneiging fyrirtækja í fákeppni er yfirleitt að fara inn á þá braut vegna þess að það hámarkar hagnað, alla vega til skamms tíma. S tundum gerist þetta með þeim hætti að það er samið um ákveðið verð, sameiginlega er dregið úr framboði eða umfangi eða fyrirtæki skipta upp á milli sín markaðinum. Vandamálið er að það er oft erfitt að greina hvenær þetta hefur gerst, nær ómögulegt að sanna það og finna raun- veruleg úrræði. Einnig er á það að lfta að þetta samkontulag þarf ekki að verða til með þeim hætti að menn haldi fundi í Oskjuhlíðinni og staðfesti samkomu- lagið skriflega eða með handabandi. Samráðið er stundum afleiðing leiksins. Fá úrræði lestir stjórnendur fyrirtækja gera sér grein fyrir því hvernig leikurinn ntun spilast og kjósa yfirleitt ekki að fara inn á brautir sem gera þeim lífið erfiðara og draga úr hagnaðinum. Þetta er stundum kallað „þegjandi samráð“. Utleiðsla á hefðbundnu verðstríði endar yfirleitt með því að hvorugur aðilinn hefur unnið markaðshlutdeild með því að lækka verð heldur einungis dregið úr tekjunum. Þess vegna leiðast fyrirtæki inn á þessa braut. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á neytandanum sem hefur fá úrræði ef allir seljendurnir eru á sama báti. En spurningin er sú hvað hægt er að gera. Flestar þjóðir hafa brugðið á það ráð að reyna að sekta fyrirtæki fyrir ólöglegt samkomulag en það er yfirleitt ómögu- legt fyrir samkeppnisyfirvöld að sýna fram á að slíkt samkomulag sé við lýði. Einnig eru afskaplega fáar reglur til urn fákeppni og samkeppnisyfirvöld skipta sér sjaldan af málum nema þegar fyrir- tæki fáráðandi stöðu með sameiningum. Önnur úrræði, sem beitt hefur verið í slflcum málum eða sett hafa verið fram, eru að skipta upp fyrirtækjum, eins og forsætisráðherra hótaði að gera á mat- vöruverslunarmarkaðinum, að setja upp einhvers konar verðráð eða að frysta verð markaðsaðila í einhvern tíma. Engin þeirra aðferða er góð og flestar kalla á mikið eftirlit og afskipti stjórnvalda af viðskiptalífinu. Stjórnvöld víða urn heim hafa hins vegar mikinn áhuga á að finna leiðir til þess að tryggja að samkeppni ríki á mörkuðum þar sem fá fyrirtæki stjóma leiknum. ✓ Ahrifnýliðans Besta leiðin til þess að sjá hvort fákeppni rflcir með (þegjandi) sam- komulagi er þegar nýr aðili kemur inn á (Framhald á síðu 2) Cg Nokkuð hefur vcrið rætt I að undanförnu um fá- I keppni í lengslunt við lyfjaverslanir hér á landi. 2 Athyglivert er að flestar greinar á Islandi virðast leita í einhvers konar fá- keppnismarkaðsform. 3 BjömG.Ólafsson 1]allarum . Mikilvægt er að horfa t góða stjórnarhætti í sam- /\ upphafið þegar á að endur- bandi við arðsemi á óaftur- | skoða fyrirtækið og urn- kræfum breytingum. hverfi þess.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.