Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vísbending

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vísbending

						D
ISBENDING
Að horfa í upphafið
Sagan segir að þegar Jack Welch
var gerður að forstjóra General
Electric á níunda áratuginum, ein-
ungis 44 ára gamall, hafi eitt af hans
fyrstu verkum verið að heimsækja
stefnumótunargúrúinn Peter F. Drucker
sem þá var 71 árs. Hún fylgir ekki sög-
unni öll orðræðan sem þeim fór á milli en
hinn óheflaði Jack Welch varð aðdáandi
Druckers eftir þetta samtal. Ein af þeim
spurningum sem Drucker varpaði fram
var eitthvað á þessa leið: „Ef þií værir
ekki þegar í þeirri starfsemi sem þú ert í
myndirðu kjósa að hefja slíka starfsemi
núna?" Þessi spurning var höfð að
leiðarljósi í miklum breytingum áGeneral
Electric.
Góð spurning
Flestir hefðu sennilega leitt þessa
spurningu hjá sér en Jack Welch fór
í saumana á rekstri GE í leit að rekstri sem
fyrirtækið gæti verið í fararbroddi í, annar
rekstur var seldur eða honum breytt.
Sennilega hafa fá fyrirtæki gengið í
gegnum aðra eins endurskipulagningu
og GE með jafngóðum árangri. Að
sjálfsögðu kom margt annað til en
ráðgjöf Druckers en spurning hans er
góð og gild enn þann dag í dag. Spurning
hans snýst þó ekki einungis um það
hvort fyrirtæki eigi að hoppa út úr
ákveðnum rekstri af því að það sé ekki
sá rekstur sem stjórnendur vildu helst
vera í. En hjá GE reyndist kleift, í krafti
stærðarinnar, að leita í þann rekstur sem
stjórnendum líkaði best. Spurningin
kallar einnig á leit að orsökum, hvað
gerir það að verkum að ekki er lengur
fýsilegtaðveraíákveðinniatvinnugrein
og hvað gerir aðra atvinnugrein fýsi-
lega?
Vaxtarmöguleikar
Það er algengt að frumkvöðlar sem
eru að stofna fyrirtæki velti því fyrir
sér hvers konar atvinnustarfsemi þeir
vilja hefja rekstur í og þá er stundum
skynsamlegt að velja atvinnugrein sem
eríörumvexti.Stórfyrirtækihafareyndar
einnig stundað þennan leik í gegnum
tíðina, að stökkva á vaxtarbrodda mark-
aðarins, sérstaklega á fyrri hluta tuttug-
ustu aldarinnar þegar frumherjinn gat
náð einokunaraðstöðu á mikilvægum
auðlindum. Vaxtarmöguleikar atvinnu-
greinar skipta enn hvað mestu máli
þegar rekstur í atvinnugrein er ákveðinn.
Það var einmitt vonin um endalausa
vaxtarmöguleika sem leiddi til þess að
Internetblaðran blés út. Sú hætta er þó
alltaf til staðar að nýjabrumshugmynd-
um á markaði fatist flugið, sérstaklega
þegar eins konar gullæði rennur á fólk.
Það hefur reynst skynsamlegri leið að
velja atvinnugrein sem er nokkuð ráð-
sett en felur í sér sterkan vöxt svo langt
sem augað eygir. Áhugi manna á lyfja-
geiranum, bæði hér á landi og erlendis,
hefur t.d. tendrast á þessum forsendum.
Sigurmöguleikar
Og spurning Druckers snýst ekki ein-
ungis um vaxtavæntingar atvinnu-
greinar, eins og Jack Welch gerði sér
ljóst, heldur snýst hún um það í hvaða
atvinnugrein fyrirtæki geta raunveru-
lega haslað sér völl og orðið leiðandi á
markaðinum. Welch valdi greinar þar
sem GE gat verið í fyrsta eða öðru sæti
en ákvað að draga fyrirtækið út úr öðrum
rekstri. Segja má að sú nýja „kynslóð"
eigenda og stjórnenda sem hefur verið
að hasla sér völl í íslensku atvinnulífi á
undanförnum misserum hafi beitt slíkri
hugmyndafræði í meira mæli en oft áður.
Ef einhvern lærdóm má draga af við-
skiptasögunni þá er það ekki leið til
árangurs fyrir fyrirtæki að reyna að vera
allt fyrir alla. Jafnvel risafyrirtæki eins
og GE farnast best þegar stjórnendur
eru tilbúnir til þess að svara spurningum
sem kalla á skilning og gagnrýni á rekst-
urinn, finna leik þar sem sigurmögu-
leikarnir eru raunverulegir.
Nýttsjónarhorn
Lítill vafi leikur á Jack Welch fékk
gott vegarnesti hjá Drucker í bar-
áttunni sem gerði hann að virtasta for-
stjóra í Bandaríkjunum um langt skeið.
Spurning Druckers var kannski fyrst og
fremst miðuð við stórfyrirtæki en hún
býður upp á nýtt sjónarhorn fyrir stjórn-
endur flestra fyrirtækja. Spurningin
kallar ekki hvað síst á nýtt upphaf þar
sem horft er á reksturinn og atvinnu-
greinina með augum frumkvöðulsins.
Vísbendingin
Peter F. Drucker sagði nýlega í viðtali
að margt hefði breyst í tilveru
fyrirtækja á undanförnum árum og þ.á.m.
tilgangur fyrirtækja í þekkingarþjóð-
félaginu. Hann sagði: „Fyrirtæki sem
eitt sinn voru byggð til að endast eins
og pýramídarnir eru nú lfkari tjöldum."
Skammtímafyrirtæki eru stundum sett
saman til þess að sinna ákveðnum
verkefnum eða vandamálum þar sem
ólíkir og sjálfstæðir sérfræðingar vinna
saman. Umgjörðinni, sem er nægjanleg,
er þá oft best lýst sem tjaldi.
V___________________________     >
Aðrir sálmar
r                    \
Heimsvæðing og heimska
Heimsvæðing er mörgum mótmæl-
endum hugstæð, enda hefur verið
skortur á alvöru baráttumálum. Þess
vegna hafa þeir einbeitt sér að þessum
andstæðingi. Þar fá þeir oft sterka og
rfka vopnabræður, því að það eru margir,
sem hafa hagsmuni af því að verslun,
þjónusta og menning flytjist ekki milli
landa. Franskir bændur og veitinga-
menn berjast gegn McDonalds og kóki,
vegna þess að eftirspurn minnkar eftir
hefðbundnum frönskum réttum og vín-
um. Vestræn tónlist, sérstaklega rokk
og afkomendur þess, er talin rödd djöf-
ulsins í menningarheimum þar sem stað-
bundin tónlist á í vök að verjast. Þekkt
tískumerki eru fordæmd af klæðskerum
á ákveðnum stöðum. Islendingar vilja
ekki flytja inn erlendar nautasteikur.
Þessi andstaða við heimsverslun er ekki
ný. Hún náði rniklum tökum á stjórnmála-
mönnum á fjórða tug liðinnar aldar og
lögð var áhersla á að setja upp tollmúra
sem erfitt væri að klífa yfir. Afleiðingin
varð sú að kreppan varð miklu dýpri en
annars hefði orðið. Tortryggni óx milli
þjóða, þjóðernishyggjan fór sigurför
um heiminn með alþekktum afleiðingum.
Það var ekki sfst þess vegna sem banda-
lög voru mynduð eftir stríðið. Menn
sameinuðust, t.d. um varnir í N ATO, um
markaði í Evrópubandalaginu og menn-
ingartengsl í Norðurlandaráði. Grund-
vallaratriði er að skapa traust manna og
þjóða í milli og að menn geri það sem
þeir gera best. Þess vegna er það gott
að Frakkar þurfi að flytja inn tæknivörur
á sama tíma og aðrar þjóðir reiða sig á
frönsk vín til þess að fullkomna máltíðir
sínar. Rökin gegn heimsvæðingunni eru
þau að mannlífið verði fátæklegra þegar
við förum úr einu landinu í annað og
sjáum alls staðar sömu skiltin, sömu
bíómyndirnar og heyrum sömu lögin.
En auðvitað er þetta ekki bara svona.
Fæstir njóta sama lúxuss og atvinnu-
mótmælendur, að færa sig milli landa
eftir því hvar næsti toppfundur er hald-
inn. Nú gæðum við okkur á pitsum, súshí
og bjór heima hjá okkur, fæðu sem var
ekki hægt að fá hérlendis fyrir nokkrum
árum.Værumviðhamingjusamariefvið
sætum enn við rokkinn, maulandi slálur
úr aski, kyrjandi rímur daga langa? - bj
V__________________________________.
^Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Eyþór ívar Jónsson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavík.
Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf:  Málvísindastofnun  Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4