Vísbending


Vísbending - 30.05.2003, Blaðsíða 1

Vísbending - 30.05.2003, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 30. maí 2003 22. tölublað 21. árgangur Endalaus „framfarasókn' Þriðja kjörtímabilið í röð munu Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur ganga fram fyrir skjöldu sem stjómarflokkarnir á íslandi. Niður- staða kosninganna í maí gaf vilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Sam- starfið er eins og áður nema hvað Fram- sóknarflokkurinn fékk sterkari samn- ingsstöðu. Stefnuyfirlýsing flokkanna fyrir kjörtímabilið ber þess merki. Þó er ekki talað um „framfarasókn" eins og hefð hefur verið fyrir í síðustu tveimur stefnuyfirlýsingum flokkanna. Að öðru leyti er hin nýja stefnuyfirlýsing að mestu endurprentun á fyrri stefnuyfir- lýsingum. Vísbending hefur gefið stjórninni einkunn útfrá þeim markmið- um sem gefin eru í stefnuyfirlýsingum síðustu tveggja kjörtímabila, á því fyrsta fékk stjórnin 6 í einkunn og í endur- upptöku prófsins á síðasta kjörtímabili fékk stjórnin 6,5 í einkunn. Enn á ný er sama prófið þreytt. Útþynnt yfirlýsing Það er áhugavert að renna yfir hina nýju stefnuyfirlýsingu í samanburði við stefnuyfirlýsingu flokkanna frá 1999, sem var meira og minna eins og stefnuyfirlýsingin árið 1995. I megin- atriðum eru efnisliðir stefnuyfirlýsing- anna þeir sömu þó að örlítið hafi verið hrært í einstökum liðum, þeir færðir til og flestir þeirra útþynntir. Það er of langt mál að fjalla um alla þá þætti sem menn taka eftir að horfnir eru úr stefnuyfirlýsingu stjórnarflokk- anna en hér á eftir fara nokkur dænti. Markmiðið unt að auka þjóðhagslegan sparnað er horfið og sérstakur liður þess efnis, þó kernur fram ósk unt að „auka möguleika almennings á skattfrjálsum viðbótarlífeyrissparnaði". Þjóðhags- legur sparnaður hefur hækkað á allra síðustu misserum, úr 14% árið 2000 í rúm 19% miðað við áætlun fyrir 2003, en hefur nú stöðvast. Hlutfallið er mun lægra nú en það var fram á níunda ára- tuginn þegar það var á milli 25 og 35%. Markmiðið um að lækka skuldir ríkis- sjóðs er einnig horfið. Skuldir hins opin- bera hafa þó lækkað mikið sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, úr 59% árið 1995 í 40% árið 2003, en hafa þó einungis lækkað í krónutölu síðustu tvö árin og eru áætlaðar um 325 milljarðar í ár. Enn er minnst á umbætur í ríkisrekstri en klásúlur um hvað það felur í sér eru horfnar. Sömu sögu er að segja um einka- væðingaráform, nú er einungis talað um að selja Landssíma Islands „þegar mark- aðsaðstæður eru hagstæðar". Þó mætti ætla að enn sé á miklu að taka í þeim efnum. Áhersla á meðalstór fyrirtæki og smáfyrirtæki, sprotafyrirtæki og útflutn- ingsfyrhtæki er horfín sem og áhugi fyrir fjölbreyttara atvinnulífi. Þettaer kannski góð vísbending um ruðningsáhrif stór- iðjuframkvæmda. Fátt bendir til þess að stjórnar- flokkamir muni leiða stórfelldar umbætur á þessu nýja kjörtímabili. í efnahags- klásúlunni er nýja orðið „jafnvægi" og lögð er áhersla á lykilhlutverk ríkisfjár- mála í hagstjórn á komandi árum og að horft verði til „lengri tíma en eins árs í senn“. Þar er verið að taka undir ábend- ingar Seðlabankans. I viðskiptaklásúl- unni segir: „Að tryggja að öflug sam- keppni ríki á sem flestum sviðum atvinnulífsins til hagsbóta fyrir neyt- endur.“ Áherslan er lögð á samkeppni í stað þess að „auka íjölbreytni atvinnu- lífs og útflutningsgreina" eins og áður. Ástæðan er kannski sú að það er erfitt við þær aðstæður sem framundan eru. Athygli vekur að um eftirlitsstofnanir markaðarins ersagt: „Sjálfstæði eftirlits- stofnana hins opinbera þarf að vera ótví- rætt og tryggja þarf að starfsemi þeirra verði ekki óþarflega íþyngjandi." Samtök atvinnulífsins fögnuðu þessu þó að það sé erfitt að sjá hvað þetta þýðir þegar „tryggja [á] að öflug sam- keppni ríki“. Hugmyndin er kannski að skipta upp fyrirtækjum? Mestu nýmælin í stefnuyfirlýs- ingunni eru annars vegar loforð um að lækka tekjuskatta einstaklinga unt allt að 4% og að fella niður eignaskatta og hins vegar að „lánshlutfall almennra íbúðalánaverði hækkaðákjörtímabilinu í áföngum í allt að 90% af verðgildi eigna, að ákveðnu hámarki", sem er athyglivert í ljósi þess að skuldir heimil- anna eru í sögulegu hámarki og næstum tvöfaldar ráðstöfunartekjur þeirra. Hvort tveggjahvetur til aukinnar jtenslu. Ymsar orðalagsbreytingar er að finna í öðrum liðum, t.d. bæði í land- búnaðar- og sjávarútvegsklásúlunni, en fátt haldbært. Þó er talað um „neytendur" í fyrsta skipti í landbúnaðarliðnum og að landbúnaðurinn geti séð þeim „ fyrir hollum og öruggum búvörum á hag- stæðurn kjörum“. Hugmyndin virðist einnig vera að efla byggðastefnuna, m.a.með því að „styrkja hagsmuni sjáv- arbyggða", t.d. með því að auka byggða- kvóta. Annað virðist meira orðagjálfur og stefnuyfirlýsingin í heildina er keim- lík þeim fyrri, nema öllu máttlausari. Þversagnir og þjóðarsátt Eini aðilinn sem virðist áberandi ánægður með stefnuyfirlýsinguna eru Samtök atvinnulífsins en kannski komahallelúja-yfirlýsingarúrþeimher- búðum ekki á óvart. Mun fleiri virðast hafa orðið fyrir vonbrigðum. Hinir frjálsu vindar fá ekki blásið lengur. Stærsta þversögnin snýrþó að ríkisfjármálunum. Talað er um ný útgjöld eins og tónlistar- hús í Reykjavík, menningarhús á lands- byggðinni, aukinn beinan stuðning við barnafólk, öryrkja, fatlaða og aldraða og svo að lækka tekjuskatta og fella niður aðra skatta. Tekjuskattslækkunin ein og sér felur í sér allt að 30 milljarða króna tekjumissi, sem er að vissu leyti ágætt til að minnka umfang rfkisins, en hvergi er talað um að skera niður ríkis- útgjöld. Ný útgjöld annars vegar og lækkun tekna hins vegar er ekki beint í samræmi við loforð um jafnvægi og stöðugleika. Það er þvi fátt sem bendir til annars en að fram undan sé hágengis- og jafnvel hávaxtartími í íslensku efna- hagslífi með niðurdrepandi afleiðing- urn fyrir útflutningsgreinarnar. í inn- gangi stefnuyfirlýsingarinnar er talað um „samheldni þjóðarinnar" og „víð- tækt samráð við aðila vinnumarkað- arins" sem bendir til þess að reyna eigi að leysa þensluna á komandi árunt með nýjum þjóðarsáttum. Þetta er ný l’ram- farasókn. 1 Stefnuyfírlýsing stjómar- flokkanna þykirum margt líkjast fyiri yfirlýsingum flokkanna, bara útþynnt. 2 Sjólfur Ólafsson prófessor fjallar um innleiðingu á stefnumiðuðu árangurs- mati hjá fyrirtækjum. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur fjallar um íslenskar bólur á hluta- ^nark^i- Hann rekur 3 4 sögu OZ og DeCode sem dæmi um nýlegar íslenskar bólur sem hafi vaxið og spmngið.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.