Vísbending


Vísbending - 11.07.2003, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.07.2003, Blaðsíða 1
ISBENDING 11. júlí 2003 28. tölublað V i k u rit um viðskipti og efnahagsmál 21.árgangur A revkmettuðum markaði Samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar munu reyk- ingamenn vera um 1,2 milljarðar talsins nú og líklegt er að þeir verði orðnir fleiri en 2 milljarðar árið 2030. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur undanfarið lagt aukna áherslu á barátt- una gegn reykingum og 21. maí síðast- liðinn var gert alþjóðlegt samkomulag um bann við auglýsingum á sígarettum og jafnframt um hækkanir á beinum sköttum á sígarettur til þess að reyna að draga úr reykingum. Nýlega voru reyk- ingar bannaðar á veitingastöðum í New Y ork og umræða hefur verið um að banna jafnframt reykingar á almenningsstöð- um úti undirberum himni. Baráttan gegn reykingum hefur því eflst til muna á allra síðustu misserum. Spurningin er hins vegar hvort þessi herferð gegn reyking- um sé réttmæt og samræmist hugmynd- um um frelsi í viðskiptum og frelsi fólks, sem hefur verið eitt helsta keppikefli þjóða á síðustu árum. Alþjóðavæðing Segja má að tóbakið sé eiginlega vafið inn í sögu alþjóðaverslunar. Áætlað er að tóbaksplantan hafi fyrst verið ræktuð í Ameríku um 6000 fyrir Krists burð. Það er hins vegar ekki fyrr en við fæðingu Krists (þó með öllu óskylt) að indíánar í Ameríku gerast svo uppfinningasamir að fara að reykja síga- rettulaufin. Alþjóðavæðing ávanans hefst þó fyrst með siglingum Kólum- busar til Ameríku árið 1492. Það voru svo Evrópubúar sem tókst að kynna tóbak til sögunnar í öðrum heimsálfum á næstu hundrað árum. Ameríka hefur hins vegar alltaf verið miðstöð tóbaks- iðnaðarins. Evrópskir landnemar voru sjálfir farnir að rækta tóbakslaufið í Ameríkuárið 1531 ogárið 1612 varfarið að rækta tóbak sem verslunarvöru. Á síðari hlula 19. aldar hófst svo fjölda- framleiðsla fyrir al vöru með uppfinningu sígarettuvélarinnar og á fæðingarári Morgunblaðsins (þó með öllu óskylt) árið 1913 ky nnir fyrirtækið R J Reynolds „nútímasígarettuna" til sögunnar undir vörumerkinu Camel. RJ Reynolds erenn meðal stærstu framleiðenda sígarettna í heiminum en fyrirtækið Philip Morris með Marlboro vörumerkið er nú stærsti sígarettuframleiðandi heimsins. Iðn- væðinginílok 19.aldar,fjöldaframleiðsl- an í byrjun 20. aldar, neyslumenningin eftir stríð og frjáls alþjóðaviðskipti undir lok 20. aldarinnar eru allt tímabil í við- skiptasögunni sem hafa ýtt undir út- breiðslu sígarettna í heiminum. Um 1880 voru reyktar um 10 milljarðar sígarettna á ári, um aldamótin voru þær orðnar 50 milljarðartalsinsen um 1.000 milljarðar árið 1940(sjámynd l).ílok20.aldarinnar voru framleiddar sígarettur orðnar um 5.500 milljarðar talsins, sem er nálægt því að vera 1.000 sígarettur á ári á hvern íbúa jarðarinnar. Fáar vörur eru alþjóð- legri eða meira neytt að jafnaði en síga- rettur. Plágan Sennilega væri litið á reykingar eins og hverja aðra neyslu, t.d. kaffi- drykkju og súkkulaðiát, ef ekki væri fyrir tengsl þeirra við sjúkdóma eins og lungnakrabba. Þó að menn hafi lengi haft grunsemdir um skaðleg áhrif reyk- inga þá fundust ekki sannanir fyrir því fyrr en um miðja tuttugustu öldina þegar sýnt var fram á tengsl sígarettureykinga við lungakrabba. Allar götur síðan hafa sönnunargögnin hlaðist upp og enn fremur hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á að óbeinar reykingar séu einnig skað- legar, þó að enn komi fram rannsóknir sem sýna að svo sé ekki. Það eru þessi skaðlegu áhrif reykinga sem hafa gert það að verkum að í auknum mæli er horft á reykingar sent heilbrigðisvandamál. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur áætlað að yfir 60 milljónir manna hafi dáiðafvöldumreykingafrá 1950til 2000 og um 5 milljónir manna deyi nú árlega af völdum reykinga og sú tala gæti tvö- faldast á næstu 25 árum. Reykingar eru því mesta einstaka dánarorsök sem hægt er að fyrirbyggja í alþjóðasamfélag- inu nú á tímum. Hér á landi hafa rann- sóknir Hjartaverndar sýnt að um 350- 380 dauðsföl 1 á ári rnegi rekj a til reykinga, þ.e. fimmtahvert dauðsfall. Þannig deyr einn Islendingur á hverjum degi af völd- um reykinga. Það er ekki einungis að fólk dey i af völdum reykinga heldur hafa reykingar almennt áhrif á heilsu fólks. Rannsóknir í Bandaríkjunum benda til þess að fjöldi veikindadaga reykinga- fólks sé um tvöfalt ineiri en þeirra sem ekki reykja. Aukin veikindi vegna reyk- inga kosta heilbrigðiskerfið ntikið en áætlað hefur verið að skerfur reykinga af útgjöldum til heilbrigðismála í Banda- ríkjunum hafi verið um 6% árið 1999. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að hlutfallið geti verið hátt í 15% annars staðar. Ef þetta væri yfirfært á Island þá væri kostn- aðurinn á bilinu 5 til 12 milljarðar á ári. (Framhald á síðu 2) c Mynd 1. Heimsneysla á sígarettum (í milljörðum stk.) 1880 1890 1900 1910 1920 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 Cg Aukinnkrafturhefurverið ^ komulagi. Hins vegar er ^ Sigurður Jóhannesson m hækkun lágmarkslauna'' I settur í hina alþjóðlegu 1 Ijóst aðþað er ábrattan að 2 Ijallar um lágmarkslaun og /| verði eitt af baráttumálum baráttu gegn reykingum jjj sækja í þessari baráttu áhril' þeirra á nokktar þjóð- ^Tverkalýðshreyfingarinnar [ með nýju alþjóðlegu sam- heilbrigðis og frelsis. hagsstærðir. Líklegt er að komandi samningum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.