Vísbending


Vísbending - 05.09.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 05.09.2003, Blaðsíða 2
V ISBENDING Ákvörðunartaka egar umræðan um valddreifingu í fyrirtækjum stóð sem hæst var stundum ályktað að „stjórinn" væri orðinn úreltur. Mótrökin gegn því voru hins vegar þau að alltaf yrði ein- hver að taka af skarið að lokum og alltaf yrði einhver að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegt væri að taka. Sú niðurstaða lýsir í sjálfu sér ágætlega starfi þeirra sem gegna stjórnunarstöðum, það eru þeir sem verða að taka ákvarðanirnar og standa og falla með þeim. Sumum ferst þetta vel úr hendi, aðrir virðast misstíga sig í sífellu. Mannlegi þátturinn Upp úr sjötta áratuginum fóru fræði- menn í auknum mæli að glíma við að taka „mannlega þáttinn“ úr skilgrein- ingu á ákvörðunarferlinu. Stærðfræð- ingurinn Richard Bellman er yfirleitt nefndur í sambandi við upphafið á svokallaðri dýnamískri forritun sem gengur út á að reikna saman líkur á niðurstöðum úr ólíkum kostum en það er nú grundvallaratriði í rekstrarfræði. Með tölvubyltingunni urðu svo til kerfi sem höfðu það að markmiði að hjálpa stjórnendum við að taka ákvarðanir sem byggðust á mörgum valkostum. Þrátt fyrir að stuðningskerfi stjórnenda séu í flesta staði orðin mjög þróuð þá hefur engu að síður ekki enn tekist að taka mannlega þáttinn úr ákvörðunarferlinu. Og oftar en ekki virðist „innsæi" stjórn- andans ráða meiru um þær ákvarðanir sem teknar eru en vísindaleg aðferða- fræði. Innsæi erþó í sjálfu sérekki slæmt nema þegar það er á villigötum. Margir þættir í ákvörðunartöku eru einfaldlega þess eðlis að það er erfitt að setja þá inn í stærðfræðilíkön eða önnur líkön. Und- anfarin tíu ár hefur líka rannsóknum á tilfinningaþekkingu (e. emotional intelli- gence) fleygt fram en þær sýna að hið mannlega innsæi getur verið öflugt tæki, m.a. í ákvörðunartöku. Mannlega þætt- inum verður því sennilega aldrei eytt úr ákvörðunarferlinu heldur er líklegra að við smám saman lærum að nýta hann betur með sjálfsþekkingu. Tilfinningaraftengdar Rannsóknir hafa í auknum mæli beinst að því að stjórnendur átti sig á þvf hvernig tilfinningar hafa áhrif á ákvarðanir og finni leiðir til þess að draga úr þeim þætti þegar hann er líklegur til þess að afvegaleiða menn. Þetta er spurning um sjálfsskoðun en það getur verið nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvernigmaður„sér“heiminnútfrásínum eigin hugmyndaramma og hvernig er líklegt að maður bregðist við mismun- andi aðstæðum. Slíkur skilningur myndi líklega hjálpa stjómendum við að skilja betur hvenær þeim væri ráðlegra að fara sér hægt og meta hvernig staðan lítur út í öðru ljósi. í rannsóknum á ákvörðunum hefur ljósi verið beint að mörgum þeim pyttum sem stjórnendur eru líklegir til þess að falla í þegar þeir taka ák varðanir. Nýlegar rannsóknir á gjaldþrotum fyrirtækja í Bandan'kjunum benda til dæmis til þess að stjórnendur séu líklegir til þess að halda illa stöddu fyrirtæki í rekstri mun lengur en æskilegt væri og brenna þann- ig allar brýr að baki sér í þeirri trú að þeir geti reist þau við á ný. Þannig verða gjaldþrotin öllu stærri og alvarlegri en þau þyrftu í raun að vera. Vandamálið er að vissu leyti fólgið í því að stjórnendur hafa ofurtrú á að þeir geti endurlífgað fyrirtæki sem eiga sér einfaldlega ekki viðreisnar von. Annar þáttur sem bent hefur verið á í þessu samhengi er að stjórnendur virðast ganga inn á eins konar öngstræti og leita eftir rökum sem styðja ákvörðunina en horfa fram hjá mótrökum. Einnig mætti nefna það sem stundum er kallað „gildra fjárhættuspil- arans“ þar sem stjórnandi leggur sífellt meira undir í þeirri trú að hann geti að lokum unnið upp tapið þó að hann sé einungis að sökkva sjálfum sér dýpra í skuldafenið. Nafnið Nick Leeson kemur upp í hugann. Leeson-ákvarðanir ✓ Iþessu samhengi er ekki úr vegi að rifja upp söguna af Nick Leeson og hvernig hann setti Barings-bankann á hausinn árið 1995. Ti I að gera langa sögu stutta þá var Leeson ráðinn sem aðstoð- armaður við Barings-bankann árið 1989 en ferill hans innan fyrirtækisins fór á flug þegar það kom í Ijós hve hæfur hann var í að leysa vandamál. Arið 1992 var hann sendur til Jakarta til þess að hreinsa til í fjárreiðum bankans og þar sparaði hann bankanum rúmlega 100 milljónir punda. Eftir það skein stjarna hans skært og hann var settur yfir nýja deild fyrir framvirka samninga í Singa- púr. Sagan segir að upphafið á endinum hafi verið þegar einn af undirmönnum hans í Singapúr hafi selt samninga sem hann átti að kaupa og þannig tapað rúmlega 20 þúsund pundum. Leeson fann leið lil þess að fela mistökin í kerfinu og eftir það varð sá feluleikur hans að daglegu brauði. Það voru þó veðmál hans sjálfs á gjaldeyrismarkaðinum, þar sem tapið var komið í rúmlega milljarð punda, sem mörkuðu endalok viðskipta- ferils hans og Barings-bankans. Þessi dæmisaga hefur verið skoðuð í Whart- on-háskólanum í sambandi við ákvörð- unartöku og þar er eftirfarandi lærdómur dreginn af sögunni. Blindaður af tilfinningum. Stjórn- endum og eftirlitsaðilum Barings líkaði vel við Leeson og voru að mörgu leyti ánægðir með störf hans í bankanum og trúðu sennilega að hann væri gulldreng- ur sem ætti eftir að skapa bankanunt miklar tekjur. Þessar tilfinningar, kyntar með græðgi, gerðu það að verkum að stjómendur bankans virðast hafa horft fram hjá göllum Leesons og ekki fylgst nægilega vel með því sem hann var að gera. Þetta er reyndar klassískt vanda- mál hjá fjármálastofnunum og Michael Milken er annað gott dæmi um samsvar- andi mistök. Ofurtrú á innsœi. Barings kom inn á markaðinn fyrir framvirka santninga með því að búa til eins manns deild þar sem meira og minna var treyst á innsæi stjóm- andans. Þegar deildin stækkaði ört og fór að vega þyngra í heildarstarfsemi fyrirtækisins var ekki tekið tillit til þess að traustið á innsæi var orðið stórhættu- legt skipulagsform. Ahersla á hraða. Þegar menn hafa það sem trúarbrögð að tími sé sama og peningar þá er hætt við að það komi niður á eftirlitinu. Stjómendur Barings virðast hafa horft fram hjá annmörkum Leesons og ekki haft nægilega vitneskju um hvað hann var að gera vegna þess hve mikilvægt var að byggja viðskipta- deildina í Singapúr hratt upp. Vanhæfni til að sjá sviksemi. Bar- ings-stjórnendur virðast, eins og flestir, hafa ofmetið hæfni sfna til þess að koma auga á svik. Þeim virðist aldrei hafakomið í hug að Leeson væri að blekkja þá og gerðu því enga athugun á því. Vanmat á áhœttu. Stjórnendur virð- ast síendurtekið vanmeta áhættu þar sem litlar líkur em á alvarlegum afleið- ingum. Leeson gegndi tveimur stöðum á sama tíma, verslaði með samninga og hafði jafnframt eftirlit með sjálfum sér og gat því auðveldlega falið mistökin án þess að einhver kveikti á perunni. Þegar slíkar aðstæður eru vanmetnar er verið að bjóða hættunni heim. Ónóg aðstoð við ákvörðunartöku. Ekkert kerfi var sett upp innan Barings sem gat gert stjómendum bankans kleift að fylgjast með þeim færslum sem áttu sér stað í Singapúr eða að fylgjast með stöðunni á ólíkum stöðum. Hér var því treyst á mannlega þáttinn þegar tæknin hefði getað komið í veg fyrir að svo fór sem fór. Takmarkaðar reglur. Gjaldþrot Bar- ings varð til þess að reglur voru settar (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.