Vísbending


Vísbending - 24.10.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 24.10.2003, Blaðsíða 2
ISBENDING Álitaefni á íslenska hlutabréfamarkaðinum Ágííst Einarsson prófessor Eftirlit og stjómun fyrirtækja á hluta- bréfamarkaði markast m.a. af því hversu samþjöppuð eignaraðildin er. Víða eru fáir stórir hluthafar sem hafa gagnkvæm eignatengsl í mörgum fyrir- tækjum. Slíkeignaraðildhefurmikil áhrif í stjórnun fyrirtækja og hefur einnig áhrif á hlutabréfamarkað eins og t.d. rann- sókn á spænska hlutabréfamarkaðinum hefur sýnt. Slík samþjöppun er víða, m.a. í fyrirtækjum á íslenska hlutabréfa- markaðinum. Fákeppni Þótt íslenski hlutabréfamarkaðurinn sé orðinn hlutfallslega mjög stór í samanburði við önnur lönd eins og áður hefur verið rakið (sjá grein höfundar „Þróun hlutabréfaviðskipta á Islandi“ í Vísbendingu 10. okt. 2003, 41. tbl.) eru tiltölulega fá fyrirtæki á markaðinum hér eða 52 í lok september 2003. í mörgum mikilvægum atvinnugrein- um á fslandi eru mjög fá fyrirtæki starf- andi. Þannig eru einungis þrjú fyrirtæki sem annast nær alla olíu- og bensínsölu, þrjú fyrirtæki sem sjá um nær allar trygg- ingar, tvö fyrirtæki sem annast mest af sjóflutningum til og frá landinu og tvö fyrirtæki sem annast nær allt reglu- bundið farþegaflug til ogfrá íslandi. Ein af ástæðunum fyrir því að svo fá fyrir- tæki eru á markaði sem hefur mikinn kaupmátt er sú að markaðurinn er lítill með aðeins 285.000 manns og hann er langt frá öðrurn löndum. Landsfram- leiðsla á mann hérlendis á árinu 2002 var 28.800 $ á jafnvirðismælikvarða (PPP) ogvaríslandí9. sæti af 30OECD-ríkjum. í lok ágúst 2003 var síöasta olíufél- agið (Skeljungur) tekið út af Kauphöll- inni og stærsta verslunarfyrirtæki lands- ins (Baugur), sem er jafnframt þriðja stærsta fyrirtæki landsins árið 2002, var skráð úr Kauphöllinni í júlí 2003 þar sem eignaraðild var orðin það samþjöppuð. Stærstufyrirtækin Breytingin á stöðu fyrirtækja í Kaup- höll íslands um þessar mundir sést vel ef borin eru saman stærstu fyrirtækin (21 fyrirtæki) undanfarin ár ntiðað við veltu og skoðað hvort þau eru skráð á Kauphöllinni eða ekki. Eins og sést í töflu 1 voru 15 af 21 þessara stærstu fyrirtækja skráð í Kaup- höllinni í árslok 2000,2001 og 2002. í lok september 2003 eru einungis 11 þeirra eftir. Ekki er mikil breyting milli áranna á röð fyrirtækjanna. Nokkrir hástökkvarar eru á meðal þessara fyrirtækja. Þannig var Bakkavör í 55. sæti í árslok 2000, í 37. sæti í árslok 2001 ogí 11.sæti íárslok2002. Kaupþing var í 31. sæti í árslok 2000, í 19. sæti í árslok 2001 og í 14. sæti í árslok 2002. Olíufélögin lækka á listanum. Pharmaco hækkar nokkuð, Kaupás og Landssím- inn lækka, Samherji hækkar og lækkar en flest fyrirtækjanna halda svipaðri stöðu milli ára. Einungis eitt opinbert fyrirtæki er á listanum, Landsvirkjun, og eitt erlent fyrirtæki, Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík. Landspítali Islands er ein stærsta rekstrareining landsins með vel tu upp á 26 millj arða kr. árið 2002 sem hefði skilað 8. sæti í töflu 1 en venja er að flokka spítalann ekki með í þessum samanburði. Það bendir allt til þess að Kauphöll Islands haldi áfram að dafna enda eru mörg fyrirtæki hérlendis mjög öflug. Sjávarútvegskauphöll Sjávarútvegur skiptir miklu máli í íslensku hagkerfi. Framlag sjávar- útvegs til landsframleiðslunnar var 12,5% árið 2001 auk þess sem sjávarút- vegur skilar 40% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. I upphafi hlutabréfavið- skipta á Islandi skipti verslun með hluta- bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum miklu máli. Hlutdeild sjávarútvegs í hluta- bréfaviðskiptum hefur þó minnkað undanfarin ár, sbr. mynd 1. Árið 1997 voru sjávarútvegsfyrir- tæki með 39% af markaðsvirði þeirra félaga sem þá voru skráð í Kauphöll íslands. Árið 2002 var þetta hlutfall 15,5%. Þótt vægi sjávarútvegs hafi minnkað er sjávarútvegur umfangsmikill á íslenska hlutabréfamarkaðinum miðað við önnur lönd. Þess vegna hefur verið rætt um að Kauphöll Islands markaðs- setji sig á alþjóðavettvangi sem sjávar- útvegskauphöll. I febrúar 2003 voru 17 sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöll Islands en 12 fyrirtæki í því landi sem næst kom sem er Japan. Talið er að um 85 fyrirtæki í sjávarút- vegi séu skráð á hlutabréfamörkuðum í heiminum þannig að um 20% þeirra eru skráð á Islandi. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja í sjávarútvegi er hæst í Japan en Island er í öðru sæti. Kauphöll Islands er að kanna áhuga erlendra sjávarút- vegsfyrirtækja á að skrá sig þar og margt bendir til þess að hér sé um að ræða vænlegt viðskiptatækifæri. Hugmynd- inni hefur verið fylgt eftir á Alþingi en höfundur þessarar greinar og Vilhjálmur Egilsson, sem eru báðir fyrrverandi alþingismenn, lögðu fram frumvarp til laga um að setja á stofn alþjóðlega sjáv- arútvegskauphöll á Islandi. Aukin þátt- taka erlendra fjárfesta á íslenskum hluta- bréfamarkaði er vænleg leið til að styrkja markaðinn enn frekar. Vaxtarbroddur / Island hefur allar forsendur til að verða miðstöð fjármálaviðskipta í sjávar- útvegi þar sem hér er umtalsverð sér- þekking í sjávarútvegi og nær sú sér- þekking ekki hvað síst til viðskipta með hlutabréf í þessum geira. Þannig er greining á ársreikningum og mat á Tafla 1. Stœrstu fyrirtœki Islands frá árinu 2000 til 2003 eftir veltu og staða þeirra í Kauphöllinni 2003 (30.9.) 2002 2001 2000 Félag Atvinnugrein Skráð Röð Skráð Röð Skráð Röð Skráð SÍF Sjávarútvegur Já 1 Já 1 Já 1 Já SH Sjávarútvegur Já 2 Já 2 Já 2 Já Baugur Verslun og þjónusta Nei 3 Já 3 Já 5 Já Flugleiðir Samgöngur Já 4 Já 4 Já 3 Já íslandsbanki Fjármál og tryggingar Já 5 Já 5 Já 4 Já Landsbankinn Fjármál og tryggingar Já 6 Já 6 Já 6 Já Alcan Iðnaður og framleiðsla Nei 7 Nei 7 Nei 7 Nei Eimskip Samgöngur Já 8 Já 10 Já 8 Já Búnaðarbankinn Fiármál og tryggingar Já 9 Já 8 Já 13 Já Atlanta Air Samgöngur Nei 10 Nei 9 Nei 11 Nei Bakkavör Iðnaður og framleiðsla Já 11 Já 37 Já 55 Já Pharmaco Lyfjagrein Já 12 Já 14 Já 18 Já Landsíminn Upplýsingatækni Nei 13 Nei 11 Nei 9 Nei Kaupþing Fjármál og tryggingar Já 14 Já 19 Já 31 Já Olíufélagið Olíudreifing Nei 15 Já 13 Já 10 Já Skeljungur Olíudreifíng Nei 16 Já 12 Já 12 Já Samskip Samgöngur Nei 17 Nei 15 Nei 16 Nei Landsvirkjun Iðnaður og framleiðsla Nei 18 Nei 18 Nei 17 Nei Kaupás Verslun og þjónusta Nei 19 Nei 16 Nei 14 Nei Samherji Sjávarútvegur Já 20 Já 17 Já 30 Já Olís Olíudreifing Nei 21 Já 20 Já 15 Já 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.