Vísbending


Vísbending - 14.11.2003, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.11.2003, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 14. nóvember 2003 46. tölublað 21. árgangur Gjaldþrotaaldan rís enn Allt bendir til þess að gjaldþrot lögaðila muni verða enn fleiri í ár en á síðasta ári, sem var metár. í fyrra urðu 565 fyrirtæki gjaldþrota en fyrstu níu mánuði þessa árs hafa 463 fyrirtæki orðið gjaldþrota sem er 26% meira en á sama tíma í fyrra. Ef fyrstu níu mánuðirnir endurspegla árið í heild má búast við að yfir700 fyrirtæki verði gjald- þrota á þessu ári og gerð verði um 3.300 árangurslaus fjárnám hjá lögaðilum. Að drukkna í öldunni Fyrirtækið Lánstraust tekur saman upplýsingar um gjaldþrot og árang- urslaus fjárnám hér á landi og er ýmis- legt athyglivert þar að finna. Þegar árangurslaus fjárnám eru skoðuð kemur fram að ástandið er öllu verra en upp- lýsingar um gjaldþrotaúrskurði gefa til kynna. Arið 1998 voru gjaldþrot lögaðila 189 fyrstu níu mánuðina þannig að gjaldþrotaúrskurðum hefur fjölgað um 145% á síðustu fimm árum (sjá mynd 1). Á fyrstu níu mánuðum þessa árs voru gerð 2.468 árangurslaus fjárnám hjá lög- aðilum en þau voru 504 árið 1998. Aukn- inginerum390%eða fimmföldun. Hlut- fallið á milli árangurslausra fjárnáma og gjaldþrota fyrstu níu mánuði þessa árs var 19% en var 38% árið 1998. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ekki er gengið eins hart eftir gjaldþrotaúrskurðum nú eins og áður. Það er í sjálfu sér eðlileg þróun, sem felur í sér það viðhorf að Mynd 1. Arangurslaus fjárnám og gjaldþrot lögaðila (9 mán.) 1998 1999 2000 2001 2002 2003 reyna að slaka á klónni og gefa fólki meira svigrúm til þess að bjarga málum fyrir horn. En fyrir vikið eru tölur um gjaldþrot lögaðila ekki alveg saman- burðarhæfar á milli ára og lýsa ekki þró- uninni sem skyldi. Árangurslaus fjámám eru undanfari gjaldþrota og þrátt fyrir að slakað hafi verið á klónni þá vekur mikil fjölgun þeirra í september athygli (sjá mynd 2) og gefur vísbendingar um að enn sé talsverður kraftur í gjaldþrota- öldunni. Samband lífs og dauða Gjaldþrot eru eðlilegur hluti af mark- aðskerfinu, fyrirtæki fæðast og deyja. Þess vegna má yfirleitt sjá sterkt samband á milli nýskráninga fyrirtækja og gjaldþrota. Langflestir þeirra lögaðila sem fara í gegnum þennan feril eru einka- hlutafélög en fyrstu níu mánuði þessa árs voru 96% þeirra sem fóru í gjaldþrot einkahlutafélög en einungis 3,5% hluta- félög. Síðasta ár var metár í nýskrán- ingum en 3.120 fyrirtæki voru þá skráð eða 67% fleiri en árið 2001. Hlutfallið á milli nýskráninga og gjaldþrota hefur hins vegar haldist tiltölulega stöðugt síðustu árin, hefur verið á bilinu 13 til 19% síðustu sex árin og var um 18% á síðasta ári. Hagsveiflan hefur einnig áhrif og það er eðlilegt að fy rirtæki eigi í erfið- leikum með að fóta sig í niðursveiflu, sérstaklega þegar uppsveiflan þar á undan skapaði mikla bjartsýni og fyrir- Mynd 2. Þróun árangurslausra fjárnáma lögaðila eftir mánuðum 1400 1200 1000 800 600 400 200 0 tæki tóku upp á því að hlaða upp lánum í þeirri trú að ekkert gæti skyggt á rekst- urinn. Matið reyndist hins vegar rangt og sum fyrirtæki spenntu bogann um of. Þrátt fyrir að sjá megi ljós við endann á göngunum eru mörg fyrirtæki ekki enn farin að njóta hins nýja góðæris og því má áfram búast við erfiðleikum hjáþeim. Tölur um árangurslaus fjárnám gefa vís- bendingar um það. Einstaklingar í öldunni Það eru ekki einungis lögaðilar sem eru á kafi í þessari gjaldþrotaöldu sem rís hvað hæst nú heldur einnig ein- staklingar. Að einhverju leyti tengist það fyrirtækjarekstri sem verður gjald- þrota en það segir þó ekki alla söguna. Bjartsýnin virðist líka hafa byrgt ein- staklingum sýn enda hafa heimili lands- ins aldrei verið skuldsettari en nú eða um 181 % af ráðstöfunartekjum. Árang- urslaus fjárnám hjá einstaklingum fyrstu níu mánuði þessa árs eru komin í 6.084 sem er 10% meira en í fyrra en 164% meiraenárið 1998 (sjámynd3). Um 302 einstaklingar hafa verið lýstir gjaldþrota fyrstu níu mánuði ársins eða 38% fleiri en í fyrra. Engu að síður er greinilegt að talsvert hefur verið dregið úr kröfunt um gjaldþrotaúrskurði þegar haft er í huga að 323 slíkir úrskurðir voru felldir fyrstu níu mánuði ársins 1998. Þó dylst engum að einstaklingar eiga einnig í erfiðleikum um þessar mundir. Mynd 3. Arangurslaus fjárnám og gjaldþrot einstaklinga (9 mán.) 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 Gjaldþrot (hægnL ás) Fjárnám (vinstri ás) 400 h 350 300 250 200 150 100 50 0 1998 1999 2000 2001 2002 2003 1 Gjaldþrot og árangurs- laus fjámám aukast enn á þessu ári og hafa aldrei veriðfleiri. 2 Eliot Spitzer, spillingarbani markaðarins, hefur nú hafið baráttu gegn Ijárfest- ingarsjóðum. 3 Sigurður Jóhannesson metur hvort landslag sé einhversvirði.Hannreiknar virði þess fyrir eigendur 4 fasteigna í Reykjavík að hafa útsýn til Esjunnar og áætlar markaðsvirði þeirrar dýrmætu myndar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.