Vísbending


Vísbending - 14.11.2003, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.11.2003, Blaðsíða 3
ISBENDING Er landslag einhvers virði? Sigurður Jóhannesson hagfræðingur Ismásögunni Islenskri fjallsölu hf. eftir Örn Bárð Jónsson segir frá því að Esjan er seld úr landi fyrir stórfé. Söguna á ekki að skilja bókstaflega, en hugmyndin er þó ekki fráleit. Um þessar mundir má sjá allstór skörð - og vaxandi - í fjöll í nágrenni Reykjavíkur (Ingólfs- fjall, Víftlsfell). Vegfarendum gremst mal- arnám þar. Þeir vilja nýta fjöllin á sama hátt og þeir hafa alltaf gert: Með því að horfa á þau. En landeigendur fá ekki borgað fyrir þau afnol. Þeir fá hins vegar peninga fyrir efnistökuna. Svipað efni mætti að vfsu yfirleitl taka af sléttlendi án þess að spilla kennileitum í lands- lagi. En náttúrufegurð sem ekki skapar tekjur vegur létt í huga landeigenda. Þess vegna ræður það úrslitum að þægi- legt er að taka mölina úr fjöllunum, þar sem hún rennur beint í skófluna. Verðmæti umhverfis Þegar stóran kostnaðarlið vantar í útreikninginn er hætt við að niður- staðan verði röng. Umhverfiskostn- aðinn verður að telja með ef ætlunin er að reikna rétt. Spurningin er bara: Hvað er umhverfið mikils virði? Nú eru um- hverfisáhrif skoðuð áður en lagt er í meiriháttarframkvæmdirhérálandi.Það erframförfráþví sent áður var, en gallinn er að niðurstöður umhverfismats eru ekki í sömu einingum og notaðar eru í tekju- og útgjaldaáætlunum þeirra sem hyggjast leggja í framkvæmdirnar. I matskýrslum má sjá margt um fjölda dýra og plantna, stærð gróðurþekju og berg- myndanir, en þetta er ekki þýtt yfir í krónur og aura. Umhverfismatið slær því ekki á karp þeirra sem telja að hvergi eigi að raska náttúrunni og hinna sem líta á náttúruverndartal sem tóman tilfinningavaðal. Þetta er óþarfi því að til eru ágætar aðferðir til þess að meta náttúruna til fjár. Sú aðferð sem er þekktust er nefnd skilyrt verðmœtamat. Þetta er eins konar skoðanakönnun, þar sem svarendur eru fræddir um framkvæmdina sem stendur fyrir dyrum og jarðrask sem leiðir af henni og þeir beðnir að segja hvað þeir gætu hugsað sér að greiða mikið fyrir að ekki verði afraskinu. Meginkosturþess- arar matsaðferðar er að þarna er allur umhverfiskostnaður metinn. Gallinn er að matið er huglægt. Svarendur vilja ekki alltaf reiða fram það fé sem þeir nefna. Aðrar matsaðferðir ná jafnan aðeins yfir hluta umhverfiskostnað- arins, en hafa það fram yfir að þær eru reistar á traustari heimildum. Húsnæðis- verð varpar til dæmis ljósi á verðmæti Esjunnar fyrir Reykvíkinga. NytjarafEsjunni Skoðum fyrst hvaða nytjar hafa má af Esjunni. Not landeigenda eru beit, grjótnám, skógrækt og veiðar. títivist er meðal nytja sem landeigendur fá ekki greitt fyrir. Þeir skipta líklega þúsundum sem ganga á fjallið á ári. I sjálfu sér má vel hugsa sér að eigendur fjallsins rukki göngufólk um aðgangseyri. Þá myndu þeir örugglega líta til útivistarnota áður en þeir ráðstöfuðu því til námavinnslu, svo að dærni sé tekið. Hins vegar er ósennilegt að landeig- endur fái nokkru sinni verulegar tekjur af útsýni til fjallsins þó að þau not séu mikil. Reykvíkingar hafa gaman af því að horfa á Esjuna þegar þeir ferðast urn bæinn og nokkrir eru svo lánsamir að geta horft á hana úr eldhúsglugganum hjá sér. Esjan veitir Reykvíkingum lika skjól fyrir norðanátt og landeigendur munu seint hafa tekjur af þeim notum. Þá er eftir að telja svokallað til vistar- gildi. Menn gleðjast af óspilltri náttúru Mat á virði útsýnis til Esjunnarj Skýrð breyta: Uppsett fermetraverö hæða. raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa í Reykjavík Athuganir 348 Breyta fasti p-gildi Fasti -0,65 0,00 póstnr. 116 -23% 0,00 póstnr. 103 27% 0,00 póstnr. 104 6% 0,31 póstnr. 105 7% 0,34 póstnr. 107 10% 0,13 póstnr. 108 -3% 0,54 póstnr. 109 -20% 0,00 póstnr. 110 -6% 0,39 póstnr. 111 -15% 0,03 póstnr. 112 0% 0,97 póstnr. 113 -25% 0,00 Fermetrar -0,25 0,00 Esja 9% 0,00 Annað markvert útsýni 5% 0,05 Raðhús, parhús -11% 0,00 Einbýlishús -3% 0,32 R* 0,47 Metið með aðferð Whites (þolir misdreifni). Lógariþmískt mat. Stuðlar við póstnúmer þýða verð á fermetra umfram það sem gerist í póstnúmeri 101. Stuðlar við raðhús og cinbýlishús sýna fermetraverð miðað við það scm gerist í hæðum í tví- eða þríbýlishúsum. Stuðull við fcrmetra þýðir að þegar fermetrum fjölgar um 1% lækkar fcrmetraverð um 0,25%. Stuðull við Esju þýðir að þegar hún sést úr (búðinni hækkar vcrð hennar um 9% (miðað við að ekkert annað markvert útsýni sé úr íbúðinni). P-gildi sýna marktækni. Oft cr miðað við að stuðlar séu marktækt frábrugðnir núlli þegar p er undir 0,05. R:-talan þýðir að líkanið skýrir tæpan hclming brcytileika (varíasjónar) í uppsettu húsnæðisverði. (eða mannvirkjum eins og Eiffeltuminum eða pýramídunum), án þess að þeir sjái hana nokkru sinni eða hafi önnur bein not af henni. A rneðan Esjunni er ekki raskað að ráði er bæði hægt að nýta hana sem óspillta náttúru og sem grjót- námu. En ef einu sinni er hreyft verulega við fjallinu er erfitt að búa til úr því óspillta náttúru á ný. Valfrelsið sem við höfum á meðan Esjan er að mestu ósnort- in er nokkurs virði. Hér á eftir er litið á lítinn hluta af þeim nytjum af fjallinu sem landeigendur fá ekki greitt fyrir: títsýni til Esjunnar frá reykvískum heimilunr. Hvers virði er útsýnið? Um miðjan október síðastliðinn var minnst á útsýni í um 20% af ríflega 1.200 íbúðaauglýsingum úr Reykjavík á vefnum hus.is. I 34 auglýsingum, eða 3% þeirra, kemur fram að sjá má Esjuna úr íbúðinni. I sjálfu sér bendir það, að minnst er á útsýni í auglýsingu, til þess að það sé talið auka verðmæti húsnæð- isins. Ahrif útsýnis á verð voru metið með aðfallsgreiningu. Uppsett hús- næðisverð var skoðað sent fall af nokkr- um þátturn (sjá töflu), meðal annars því hvort gott útsýni væri þaðan og þá sérstaklega hvort þaðan sæist til Esj- unnar. Niðurstöðurnar eru tvískiptar. Annars vegar eru það niðurstöður um íbúðir í fjölbýlishúsum (blokkum), sem voru tæplega 900 á vefnunr hus.is. Minna er um að minnst sé á útsýni þaðan (í 16% auglýsinganna) en úröðru íbúðar- húsnæði, þó að útsýni sé oft gott úr þessum húsum. Esjan eða annað útsýni hefur hér ekki mælanleg áhrif á verð. Hins vegar eru niðurstöður um tæp- lega 350 hæðir (flestar í tví- og þríbýlis- húsum), raðhús, parhús og einbýlishús. Minnst er á útsýni í 30% auglýsinganna, þar af kemur fram í 16 auglýsingum, eða tæplega 5%, að Esjan sést úr íbúðinni. Að gefnum öðrum breytum (sjá töflu) kemur fram að uppsett verð hækkar um 9% ef Esjan sést úr íbúðinni að öðru jöfnu, en um 5% ef þaðan er annað umtalsvert útsýni. Stuðull við Esjuna telst marktækt frábrugðinn núlli, þó að athuganir séu ekki margar (p=0,00), en stuðull við annað útsýni er á mörkum þess að teljast marktækur miðað við algeng mörk. Hvers virði er þá útsýni til Esjunnar samkvæmt þessari athugun? Ef ekkert annað umtalsvert sést úr íbúð- inni lyftir útsýni þangað íbúðarverðinu upp urn 9%. Hitt er líkast til algengara, að eitthvað fleira markvert sjáist, þannig að íbúar gætu til dæmis huggað sig við (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.