Vísbending


Vísbending - 21.11.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.11.2003, Blaðsíða 2
ÍSBENDING Að hugsa... hugsun til enda Stundum segir fólk eitthvað á þá leið að það vilji ekki hugsa ákveðna hugsun til enda. Y firleitt erþá verið að tala um atburði eða aðstæður sem fólk hryllir við og getur ekki hugsað sér að gerist. Þó virðist hitt líka gerast að fólk hugsar ekki hugsun til enda þegar skynsamlegra hefði verið að gera það og þannig koma í veg fyrir að eitthvað hræðilegt gerist. Stundum virðist eins og fólk hugsi einfaldlega lítið og láti frekar kylfu ráða kasti. Þetta á ekki bara við um einhverja einfeldninga heldur virðist það sama eiga við um fólk í efstu stigum þjóðfélagsins og einnig þegar ákvarðanir eru teknar sem skipta alla heimsbyggðina máli, eins og t.d. hvað varðar árásir á fjarlæg lönd. í þessa gildru fallalíka stjómendurfyrirtækja.stundum er eins og þeir reyni ekki einu sinni að hugsa hugsun hvorki frá byrjun né til enda. Upphafið og endirinn Stærsta vandamálið við hugsun er að hún hefst sjaldnast á réttum stað heldur er hugsað út frá einhverjum upp- lýsingum eða hugmyndum. Það er að sjálfsögðu ómögulegt, eða alla vega mjög erfitt, að útrýma forskráðum upp- lýsingum og hugmyndum til þess að finna hugsanlegan byrjunarreit. En skilningur á því að uppeldi og aðstæður, reynsla og lærdómur og jafnvel erfða- fræðileg forskrift hafa skapað manni ákveðinn hugmyndaramma eykur líkur á því að fólk geti með meðvituðum hætti horft út fyrir rammann eða litið heiminn nýjum augum. Fólk gæti þá líka farið að hugsa um hvað það er að hugsa. Hugmyndafræðingurinn Edward de Bono hefur sagt að fyrsta skrefið í hugs- unarferlinu sé að fá hugmyndir. Það er fyrst þegar fólk hefur fullt af hugmynd- um að það getur farið að velja og hafna af einhverri skynsemi. Þetta er ágæt framsetning á upphafi hugsunar þó að það megi vissulega leiða hana út í þver- sögn - en það er önnur saga. Stað- reyndin er sú að oft og tíðum finnst ekki lausn á vandamáli, þó að hún sé sára- einföld, vegna þess að hugsunarferlið hefst á röngum stað, fólk dregur álykt- aniraf þeim upplýsingum sem það heldur að það geti byggt frekari hugsun á sem leiðir það þess í stað í ógöngur. Þó er sennilega algengara að fólk velji alltaf sömu leiðina, út frá sömu gömlu hug- myndunum, einmitt til þess að forðast hugsanlegar ógöngur, og þar af leiðandi forðast það einnig breytingar. Upphaf sem byggist á hugmyndasköpun gefur hins vegar miklu fleiri möguleika en næsta skref felst í að rannsaka og meta. En vandinn er ekki bara sá að fólk hugsar ekki hugsun frá upphafi heldur einnig það að fólk hugsar ekki hugsun til enda. Seinna vandamálið snýr að því að framkvæma það sem hugsað var og ná árangri, að velta því fyrir sér hver líkleg niðurstaða verði og hvernig og hversu líklegt er að sá árangur náist og hvort einhver hætta er á að hlutirnir fari á annan veg. í upphafi skyldi endirinn skoða, segir máltækið, og það á vel við um hugsunarferilinn líka. Frumkvæði og frumleiki egar stefnumótunargúrúinn Henry Mintzberg gerði eina sína fyrstu, og jafnframt eina þekktustu, rannsókn á stjórnendum þá komst hann að því, eftir að hafa fylgst með stjórnendum eins og fluga á vegg, að starf þeirra var fyrst og fremst fólgið í því að „slökkva elda“, þ.e. leysa dagleg vandamál. Þetta á sennilega oft við, stjórnendur eru stöð- ugt á bráðavaktinni eða bakvaktinni eins og Hörður Sigurgestsson, fyrr- verandi forstjóri Eimskipa, orðaði það einu sinni. Stjórnendur hafa ekki alltaf mikinn tíma til þess að hugsa um heild- armynd rekstursins þó að það ætti að vera eitt mikilvægasta verkefni þeirra. Vandamálið er lfka, eins og með flest fólk, að stjórnendur hugsa einungis hugsun að hluta til, oft vantar bæði upphafið og endirinn. Hlutverki stjórnenda er stundum lýst með því að segja að þeirra sé að búa til leikinn og ákveða reglurnar sem á að spila eftir. Það snýst um spurnarorðin hvað á að gera og afhverju. Stundum er talað um að þetta sé fyrri hluti stjórn- unarjöfnunnar, hugmyndafræðilegi hlutinn. í ferðalíkingu stjórnunarfræð- anna þá er þetta ekki bara spurning um að vita hvar maður er heldur einnig h vert maður ætlar sér að fara. Það er á þessum upphafspunkti sem stjórnendur virðast hins vegar ótrúlega oft snuða hugsunar- ferlið með því að styðjast eingöngu við gamlar og úreltar hugmyndir en beita svo vísindalegri tækni til þess að leiða þær hugmyndir til lykta. Að vissu leyti má ímynda sér að þetta sé afleiðing slökkvistarfsins eða baráttunnar við eldana. Stjórnendur eru að bregðast við aðstæðum. De Bono kallar þetta „gagn- virka hugsun" þar sem verið er að bregðast við þeim upplýsingum sem liggja fyrir og þannig er hugmyndasköp- unin í hugsunarferlinu sniðgengin. Þetta er einnig náskylt því sem Peter Drucker hefur talað um sem einn helsta akkilesar- hæl stjórnunar að mestu orkunni er oft varið í að leysa vandamál í stað þess að skapa tækifæri. Stjórnandinn ætti þá miklu frekar að vera að kveikja elda sem lýsa fram veginn í stað þess að slökkva elda og skilja alla eftir í myrkrinu. Gary Hamel hefur bent á að frumkvöðlar í viðskiptum séu ekki menn sem geri smávægilegar breytingar á fyrirliggj- andi viðskiptahugmyndum heldur noti nýjar hugmyndir, sem eru oft í grund- vallaratriðum ólíkar þeim viðskiptahug- myndum sem fyrir eru, og byggi á þeim. Hamel hefur tekið dæmi af tölvufyrir- tækinu Dell, kaffisölunni Starbucks og verslunarkeðjunni Wal-Mart sem eru allt fyrirtæki sem náð hafa miklum árangri með því að skapa sér nýjan markað með nýjum hugmyndum. De Bono hefur lýst þessu sem „frumvirkri hugsun" þar sem upplýsingarnar liggja ekki fyrir heldur verður að finna út hvort hugmyndir eiga sér farveg. Þetta mætti einnig kalla að hugsa það óhugsanlega, það sem getur verið óhugsanlegt út frá þeim hugmynd- um og upplýsingum sem liggja fyrir en ekki ef þeim er sópað út af borðinu og hugsunin er hugsuð frá upphafi. Leiðtoginn Ef fyrri hluti stjórnunarjöfnunnar er hugmyndafræðilegur þá lýtur seinni hlutinn að aðgerðum. I seinni hlutanum felast spurnarorðin hvernig, hver og hvenœr. þ.e. að búa til áætlun sem felur ákveðnum aðilum ábyrgðina á því að koma verkinu af stað. Það er þá ekki nægilegt að vita hver áætluð útkoma verður heldur þarf einnig að vita hvemig aðgerðirnar sjálfar ganga fyrir sig og það þarf að ríkja almennur skilningur á því hvers vegna verið er að fara þessa leið og hvaða hlutverk hver og einn leikur í að leiða verkefnið til lykta. Og það verður að vera skýrt hver leiðar- endinn er og hvert mikilvægi hans er. Oft virðist mesta orka stjórnenda fara í fyrri hluta jöfnunnar, jafnvel þó að þeir sleppi fyrsta skrefinu, og þegar komið er að framkvæmdinni er reynt að fara einhverja ódýra leið þannig að upp- haflega hugmyndin verður aldrei fram- kvæmd heldur má í besta falli sjá skugg- ann af henni í verklokum. Það er hins vegar talað um stjórnunarjöfnu af því að báðir hlutar jöfnunnar verða að vega jafnmikið í ferlinu. Hugmynd eða hug- sjón, sem er ekki hrint í framkvæmd, er lítið annað en draumur og aðgerðir án hugmyndar eða hugsjóna eru þrældóm- urinn einn. í jafnvægi gefa hugmyndir og aðgerðir hverju fyrirtæki von. Fyrir- tæki þarf hvorki á draummóramanni eða verkstjóra að halda í brúna heldur leið- toga sem hefur hugmyndir og hugrekki lil að leiða fyrirtækið, manni sem getur hugsað hugsun frá upphafi til enda. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.