Vísbending


Vísbending - 12.12.2003, Blaðsíða 3

Vísbending - 12.12.2003, Blaðsíða 3
ISBENDING Græðgin og neyðin Guðmundur Magnússon hagfræðingur Hvað er græðgi? Hvað er neyð? Er bilið milli ríkra og fátækra að breikka? Fylgir ójöfnuður hröð- um hagvexti? Hverju viljum við fóma iyrir meiri lífsgæði? Hvað eigum við við með jöfnuði og jafnræði? Hvað er til ráða við að bæta kjör þeirra verst settu? Er hjálpin næst þar sem neyðin er stærst?1 Græðgi Því er lýst sem græðgi þegar bamið þekkir ekki sitt magamál eða for- stjórinn fær milljarða í uppbót fyrir að ástunda iðju sína. Þetta engilsaxneska orð - græðgi, sbr. gráðugur - skýtur upp kollinum í bókmenntum, skopteikningum, veggja- kroti, stjórnmálum, prédikunum og daglegri umræðu. Eg get meira að segja vísað ykkur á ágæta bók sem er tileinkuð græðginni og er eftir mannfræðiprófessorinn A.F. Robertson. Hún heitir einfaldlega Grœðgi og lýsir því hvernig græðgin hefur ætíð fylgt manninum í lífi og starfi. Þar kemur m.a. fram að 61 % Bandaríkja- manna telja að Wall Street stjórnist af græðgi og sérgæsku. Jafnframt álíta 70% aðspurðra að Wall Street þjóni hagsmunum þeirra og Bandaríkjanna allra. Því er dregið samasemmerki milli græðgi og lífsgæða, sbr. Ameríska drauminn hjá Norman Mailer. Neyð Við tölum um nauðþurftir, nauðsynj- ar, hungursneyð o.s.frv. Það að svelta heilu og hálfu hungri er neyð. Og það er neyðarlegt að deyja úr græðgi eins og margir gera nú orðið í vel- megunarríkjum Vesturlanda. Fátæktarmörk eru iðulega við það miðuð að menn hafi í sig og á. Þetta er m.a. mælt með kaupmætti sem dugi fyrir nauðþurftum - fæði, húsnæði og klæð- um á vísitölufjölskylduna. En nauðsynj- arnar breytast í tímans rás. Nú er svo komið hér á landi og víðar að matar- kostnaður vegur minna í neysluvísitöl- unni en farartæki, ferðir og frí og heil- brigðisútgjöld eru þyngri á metunum en kjöt og fiskur. Syndagjöld þjóð- félagsins vegna neyslu áfengis, tóbaks og annarra fíkniefna eru heldur ekkert smáræði. Bilið milli ríkra og fátækra Oftervísaðtil þess aðbilið milli ríkra og fátækra sé að breikka á heims- vísu og það jafnvel innanlands líka. Hvað er hæft í þessu? Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins má halda því frant með 95% likumað l%hagvöxturfækki fátækling- um um 0,5-3,5%. Þetta er vítt bil og gefur til kynna að gífurlegur munur sé milli landa í þessum efnunt. Það er fram- fórum í Kína og á Indlandi að þakka að þessar tölur eru réttu megin við núllið en Afríka dregst aftur úr. Deilt er um hvort hnattvæðingin breikki tekjubilið eðaekki ogeru niðurstöðurekki einhlítar livað það varðar. I dagbókinni minni er tafla frá Sameinuðu þjóðunum yfir fólksfjölda jarðar í 300 ár, þ.m.t. spáeftir heimsálfum fyrir árið 2050. Það þarf ekki annað en líta á tölurnar í þessari töflu til þess að átta sig á því afhverju baráttan um brauð- ið er meiri á sumurn stöðum en öðrum. Frá 1950-2000 (á 50 árum) hefur íbúa- fjöldi Evrópu ogNorður-Ameríku aukist um 50%, íbúatala Asíu um 100%, Suður- og Mið-Ameríku um 150% og Afríku um 200%. Kenning prestsins Malthus- Fólksfjöldi eftir heimsálfum í 300 ár i milljónum íbúa J ar, þess efnis að takmarkaðar auðlindir myndu marka fólksfjölgun skorður, stenst ekki samkvæmt þessu. Fólks- fjölgunin dregur niður hagvöxt á mann og það er umhugsunarvert að þar fjölgar mest í Afríku sem neyðin er stærst. Búist er við að sjúkdómar eins og eyðni muni verða mörgum Afríkubúum að aldurtila í framtíðinni og eflaust má rekja þetta að einhverju leyti til fátæktar. Spá Samein- uðu þjóðanna um fólksfjölgun í Afríku er því sennilega of há. Tekjuskiptingáíslandi Mönnum verður tíðrætt unt fátækt á íslandi fyrir jólin. Vissulega er lífsins gæðum misskipt en lífskjörum og tekjuskiptingu er iðulega blandað saman. Hvað segja tölurnar? I haustskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands árið 2001, sem nefnist Tekjuskipting á Islandi - þróun og áhrifavaldar, er að finna athyglisverðar niðurstöður um aðstæður hér á landi. Þar segir m.a.: „Á íslandi eru ekki sjá- anleg áhrif tæknibreytinga og alþjóða- viðskipta á tekjuskiptinguna nema þá helst að nýja hagkerfið svokallaða (framfarir í tölvuin og fjarskiptum) hafi styrkt höfuðborgarsvæðið á kostnað landsbyggðarinnar sem búsetusvæð- is... Frámiðjum tíundaáratugnum hefur ójöfnuður minnkað úti á landi en aukist á höfuðborgarsvæðinu og meðallaun þar hafa jafnframt vaxið mun hraðar en annars staðar á landinu ... Mestur ójöfn- uður á landinu eftir skatta og tilfærslur á Islandi er á Seltjarnarnesi og þar jókst ójöfnuður einnig mest frá árinu 1990 eða um 25%. Þetta stafar þó ekki af fá- tækt, þvert á móti er orsakirnar að fínna í miklum innflutningi fólks til bæjar- félagsins á síðasta áratug. Mestur jöfn- uðurálandinuvarí VíkíMýrdal... Þessi dæmi sýna að aukinn jöfnuður þarf í sjálfu sér ekki al I taf að vera af hinu góða.“ (Framhald á síóu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.