Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 30

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 30
F orsætisráðherrar í hundrað ár Stctrfið er margt, en eitt er brœðra bandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: Að elska, byggja og treysta á landið. Hannes Hafstein ■ Úr aldamótaljúðum Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna, Farsœld og manndáð, vek oss endurborna! Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna, hniginnar aldar tárin láttu þorna Dagur er risinn, öld af öld er borin, Aldarsól ný er send að skaþa vorin. Árdegið kallar, áfram liggja sporin. Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn. Aldar á morgni vöknum, til að vinna, Vöknum og tygjumst, nóg er til að sinna. Hátt er að stefna, von við traust að tvinna, takmark og heit og efndir saman þrinna. 30

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.