Vísbending


Vísbending - 23.01.2004, Blaðsíða 1

Vísbending - 23.01.2004, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 23.janúar2004 4. tölublað 22. árgangur ,Ég er Berlínarbolla' John F. Kennedy hélt eina af sínum frægustu ræðum á Rudolf Wilde Platz í Berlín þann 26. júní árið 1963. Hanntalaði urn mikilvægi frelsisins. Boð- skapurinn var svo öflugur að Berlínar- búar stóðu fyrir mótmælaaðgerðum gegn höftum frelsisins í þrjá daga í kjölfarið. Kennedy tókst að ná til hjarta fólksins með þvi að gera Berlin að mið- punkti heimsins, þar sem aðrir ættu að Íæra um mikilvægi frelsisins. Hann gerði baráttu fólksins að baráttu sinni og öfugt með því að þrítaka í stuttri ræðu „Ich bin ein Berliner". Og þá skipti litlu máli þó að strangt til tekið hafi hann sagt: „Eg er Berlínarbolla“, sem er teg- und af bakkelsi sem upprunnið er í Berlín. Allir skildu hvað hann vildi sagt hafa og hann var einn af fjöldanum, sannur leiðtogi. Persónutöfrar Menn sem geta haft jafnmikil áhrif og Kennedy og vakið vonir eru því miður vandfundnir. Yfirleitt er ástæðan sú að þeir sem hafa þó efni og aðstæður til þess ná ekki eyrunt fólksins afþví aðþeirskiljaekki hvernigþeireiga að gera málstaðinn að sameiginlegum málstað og af hverju fólk ætti að hlusta á þá. Persónutöfrar skipta miklu máli, þetta „eitthvað“ sem hrífur fjöldann og er stundum fólgið í sjálfstrausti og brennandi áhuga en getur einnig verið í formi góðrar sögu. Frantbjóðendur demókrata sem berjast um tilnefningu flokksins til að taka slaginn við George W. Bush virðast skilja þetta mætavel. Dick Gephardt, sem dró sig reyndar í hlé eftir kosningarnar í lowa, talaði gjarnan um baráttu sonar síns við krabbamein og hvernig það hefði breytt lífsvið- horfum hans. John Kerry lýsti helför sinni í Víetnam og John Edwards sagði frá því hvernig sonur verkamannsins varð lögfræðingur og tókst á við siðlaus- ar peningamaskínur stórfyrirtækjanna. Persónutöfrar koma þó ekki endilega frarn í upprifjun á fortíð ntanna eða í ræðu og riti, fólk er einnig tilbúið að fylgja leiðtogum sem sýna með fram- ferði sínu, fordæmi og frumkvæði hver málstaðurinn er og hve mikilvægur hann er. Skraddarasaumaðir persónutöfrar geta blekkt til skamnts tíma en tilgang- urinn og eldntóðurinn verða að vera fyrir hendi. Hönnun ímyndarsérfræð- inga stenst sjaldnast tímans tönn. Það sem gerði ræðu Kennedys sennilega jafngóða og raun ber vitni er að hann hunsaði ráð sérfræðinga sinna og skrif- aði ræðu sína sjálfur jafnvel þó að hann færi með eldfiman óð. Það útskýrir af hverju hann hrópaði: „Eg er Berlínar- bolla“ þrisvar sinnum í ræðunni. Hætt er við að gerilsneydd ræðan í höndunt ráðgj afa hefði ekki verið einum eða nein- um eftirminnileg. Að breyta atburðarás Ovæntir atburðir verða oft til þess að breyta heimssögunni en off eru það orð og athafnir manna, hvort sem það eru þögul mótmæli Ghandis, sáttavilji Mandela eða eldmóður Jóns Sigurðs- sonar í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Jafnvel sá smæsti og ólíklegasti getur bjargað heiminum eins og í Hringa- dróttinssögu Tolkiens. En það er ekki alltaf þörf fyrir að breyta heiminum heldur getur það verið hlutverk leiðtoga að breyta atburðarás. Þetta er ekki síst mikilvægt í fyrirtækjarekstri. í fýrirtæki sent er smám saman að leggja upp laup- ana er það stjórnandinn sem á að opna fyrir sólarsýn á ný í stað þess að láta þunglyndið taka völdin og drepa frum- kvæðið. Þetta er eins og í Illionskviðu Hómers þar sem Akkiles situr í þung- lyndi á meðan Grikkirnir voru að tapa stríðinu við Trójubúa. Án hans var stríðið tapað. Með því að rninna Akkiles á fyrri afrek og sigra og hver hetjudáðin og ávinningurinn yrði ef liann rnyndi leiða Grikki til sigurs var Akkiles vakinn til lífs og mætti gallharður í bardagann á ný. Þetta er görnul saga en klassísk. Stjórnendur fyrirtækja átta sig sjaldnast á þeim fítonskrafti sem þeir geta leyst úr læðingi með því að opna augu samstarfsfólks síns fyrir þeint árangri sent það getur náð og nteð því að geia þann árangur eftirsóknarverðan. I staðinn er hent fram einhverjum innan- tómum fleygyrðum sem eiga að lýsa „æðri“ tilgangi fyrirtækis án þess að þau hafí nokkurt gildi eða áhrif. Eða þeir bryðja tölur með svipuðum persónutöfr- um og freðinn makríll og tala unt hámörk- un á virði fyrirtækisins eins og það sé hinn eini sannleikur og guðspjallið sent á að leiða samstarfsfólkið af villu síns vegar. Hvorugt er líklegt til að breyta einhverju í rekstri fýrirtækis þegar at- burðarásin er fyrst og fremst fólgin í hegðun fólks. Frekar en að skapa von og tilgang rembast þeir eins og rjúpan við staurinn. Þetta er í sjálfu sér ótrúleg sóun þegar allt sem til þarf er að hlusta á samstarfsfólkið og finna út hvað skiptir það mestu máli og finna hvar hagsntunir starfsfóiksins og fýrirtækis- ins liggja saman. Kennedy gerði Berlín að miðpunkti baráttunnar fýrir frelsi í heiminum og jafnvel þó að hann talaði í gegnurn túlk og þau fáu orð sent hann sagði á þýsku hefðu verið klaufaleg gerði hann stað og stund að merkilegum atburði í heimssögunni sem hugsanlega breytti atburðarásinni. Ég á mér draum • • Onnur ræða sent hafði ekki síður miki I áhrif og er enn frægari en ræða Kennedys var haldin einungis tveimur mánuðum síðar í Washington, höfuð- borgBandaríkjanna. Ræðumaðurinn var Martin Luther King, jr. sem talaði gegn kynþáttafordómum og sagði svo eftir- minnilega: „Ég á mér draum um að litlu börnin mín ijögur muni einn dag búa í þjóðfélagi þar sent þau verða ekki dæntd eftir litarhafti húðarinnar heldur eftir eiginleikum persónunnar. Ég á mér draum í dag.“ Martin Luther King byrjaði ræðuna frentur stirðlega og las upp af blöðunt en náði sér fljótlega á strik eftir að hann ýtti frá sér pappírunum og talaði út frá hjartanu. Allir skildu hvað hann var að tala um, draunturinn var sameigin- legur. Bæði draumar Kings og Kenned- ys hafa að miklu leyti ræst, kapítalisminn hefur sigrað kommúnismann þar sent fall Berlínarniúrsins var tímanna tákn og aðskilnaður svartra og hvítra heyrir að mestu sögunni til. 1 Það er mikilvægt að leið- togar reyni að ski lj a fólkið, hvetja það og skapa sant- eiginlegan tilgang. 2 Baldur Arnarson, sem stundar nám í Ástralíu, fjallar um hvernig Ástralir fjármagna háskóla sína. 3 Olafur Klemensson hag- fræðingur skrifar unt sóun í bankakerfinu og spyr hvort að hún sé tilkomin 4 vegna óhagkvæntni smæð- arinnar. Þetta er fýrri grein af tveimur um hagkvæmni íslenska bankakerfisins. Á£2tABOI<-Í^A- f) J

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.