Vísbending


Vísbending - 23.01.2004, Blaðsíða 3

Vísbending - 23.01.2004, Blaðsíða 3
ISBENDING Erþað óhagkvæmni smæðarinnar? fSm Ólafur Klemensson i 4 hagfræðingur Ibankakerfinu er veitt þjónusta og afurðir seldar til að mæta fj ármálaþörf fyrirtækja, stofnana, einstaklinga og heimila í landinu. Þannig gegnir banka- kerfið mjög mikilvægu lykilhlutverki í efnahagslífínu. Þýðingarmikið er að þessi þjónusta sé veitt á sem hagkvæm- astan hátt, að virk samkeppni ríki á bankamarkaði, að íjármálastofnanir séu samkeppnishæfar við erlendar fjármála- stofnanir og að viðskiptamenn þurfi ekki að greiða bankaþjónustu hærra verði en annars staðar gerist. Allt eru þetta nauðsynlegar forsendur fyrir því að íslenska efnahagslífíð fái þrifíst og dafnað og sé samkeppnishæft á alþjóð- lega vísu. Þá er ekki síður mikilvægt að fjármálakerfið sé öflugt og bankar og sparisjóðir séu fjárhagslega traustar stofnanir og skili eigendum sínum hæfi- legri arðsemi að teknu tilliti til rekstrar- fyrirkomulags og almennrar arðbærni fyrirtækja í hagkerfinu. Af mörgu má vera ljóst að íslensktbankakerfi fullnægir ekki nema hluta ofangreindra þátta. Norrænn samanburður ér verða raktar nokkrar tölulegar staðreyndir um rekstur íslenska bankakerfisins í þjóðhagslegu tilliti og leitast við að rýna í þær. Til þess að fá markverða greiningu, og bæði megind- legar og eigindlegar niðurstöður, eru nokkrar kennitölur um skilvirkni og þjóhagslegan kostnað bankakerfisins á íslandi bornar saman við tölur fyrir banka og sparisjóði á öðrum Norður- löndum. Tekið skal fram að það orkar alltaf tvímælis þegar slíkur samanburð- ur milli landa er gerður á sviði sem þessu. Aðstæður, landfræðilegar og efnahags- legar, þéttleiki búsetu og íjarlægðir skipta auðvitað máli og hafa áhrif á hag- ræði og skilvirkni. Þá má einnig benda á að söguleg uppbygging bankakerfís- ins getur haft umtalsverð áhrif á grunn- gerð bankakerfa í einstökum löndum. Eignarhald og rekstrarfyrirkomulag banka hefur auk þess sín áhrif. Þar skera íslenskir bankar sig úr í norrænum og alþjóðlegum samanburði að eignarhald tveggja viðskiptabankanna var í hönd- um ríkisins þar til fyrir skömmu. Spari- sjóðirnir búa enn við mjög sérstakt eignarhald og stjórnarfyrirkomulag. Markaðsvæðing hefur engin áhrif haft á sparisjóðina og þurfa þeir því ekki að hlíta stífum arðseniiskröfum eigenda. Þá ráða landshlutabundnir þættir vafa- laust miklu urn reksturinn. Hinn harði húsbóndi sem markaðsvæðing er hefur því enn sem komið er ekki nema að nokkru leyti látið að sér kveða. Þá má einnig segja að forsendur fyrir virkri samkeppni hafi ekki verið fyrir hendi fyrr en á allra seinustu árum hér á landi. Að lokum skal líka nefnt að verulegur hluti lánakerfisins hér á landi er enn í höndum hins opinbera. Þar ber fyrst að nefna Ibúðalánasjóð en útlán eða eignir sjóðsins nema nú um 415 ma.kr. en til samanburðar eru heildareignir banka- kerfisins nú um 950 ma.kr. Þá hefur Byggðastofnun og fleiri opinber lána- íyrirtæki með höndum allviðamikla út- lánastarfsemi að upphæð um 43 ma.kr. A öðruni Norðurlöndum eru íbúðalán að mestu innan bankakerfisins nema í Svíþjóð og að einhverju leyti í Noregi. Þessi sérstaða íslenska lánamarkað- arins hefur því eðlilega nokkur áhrif á þær kennitölur sem hér eru notaðar. Þá má einnig nefna til í þessu sani- hengi að skuldsetning einstaklinga og fyrirtækja hér á landi er verulega meiri að tiltölu við verga landsframleiðslu en á hinum Norðurlöndunum. Skuldir íslenskra heimila og fyrirtækja nema nú rúmlega þrefaldri árlegri vergri lands- framleiðslu en hlutfallið er um 275% af VLF í Danmörku og allt niður í 143% af VLF í Finnlandi. Hátt skuldahlutfall á íslandi veldur því að skuldir einstakl- inga og íyrirtækja við innlánsstofnanir (banka og sparisjóði) eru með því mesta (mælt sem hlutfall af VLF) sem þekkist hjáþróuðum þjóðum. Hafa verður í huga öll þessi atriði þegar samanburður er gerður milli landa. Þessi samanburður er því gerður innan þess ramma og með þeirn fyrirvörum sem um hann er settur. Kennitölur jórar kennitölur eru lagðar til grund- vallar þessari greiningu og saman- burði': 1. Rekstrarkostnadur í heild hjá við- skiptabönkum og sparisjóðum sem hlutfall af vergri landsframleiðslu segir til um hvað viðskiptabankakerfið tekur til sín stóran hlut af heildartekjum í þjóðarbúinu. Kennitalan segir til um hversu dýr rekstur viðskiptaþankakerf- isins er miðað við VLF og gagnast því vel til samanburðar og greiningar yfir tíma og milli landa. 2. HlutfaJl bankastarfsmanna af heild- armannfjölda. Á grundvelli þessarar kennitölu má sjá hversu mannaflsfrek bankastarfsemin er í hverju landi og þannig má leiða líkur að því hversu skilvirk hún er með því að gera saman- burð milli landa. Þá má einnig meta hvernig skilvirkni og framleiðni vinnu- afls í bönkum breytist milli tíma. 3. Ibúafjöldi á hvern afgreiðslustað banka og sparisjóða sem segir til um fjölda og dreifmgu afgreiðslustaða mið- að við mannljölda. 4. Fjöldi starfsmanna á hvern af- greiðslustað. Þessi kennitala segir hver er meðalstærð hvers afgreiðslustaðar í starfsmönnum talið. Segja má að starfs- mannafjöldi hvers afgreiðslustaðar geti ekki farið undir ákveðið lágmark, þannig að mikill ljöldi afgreiðslustaða hlýtur að leiðatilhlutfallslegamikilsijöldastarfs- fólks og hás kostnaðar. Hér í þessari grein verður fjallað um fyrstu kennitöluna en í framhaldsgrein sem birtist í næsta tölublaði Vísbend- ingar verður fjallað um hinar þrjár. Rekstrarkostnaður ins og fram kemur á meðfylgjandi mynd þá er bankakerfið á íslandi helmingi dýrara en á hinum Norður- löndunum, mælt sem hlutfall rekstrar- kostnaðar afVLF. Á hinumNorðurlönd- (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.