Vísbending


Vísbending - 06.02.2004, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.02.2004, Blaðsíða 2
V ISBENDING Að byggja kastala úr kubbum r rið 2003 var eitt það allra versta í sögu danska leikfangafram- leiðandans sem hefur skapað vörumerkið Lego. Hinn 72 ára barna- vinur skilaði 1.400 milljóna króna tapi, í dönskum krónum, á síðasta ári sem gerði það að verkum að framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Poul Plougmann, var sagt upp í janúar á þessu ári og fjölskyldu- faðirinn og aðaleigandi fyrirtækisins, Kjeld Kirk Kristiansen, tók við stjómar- taumunum. Eitt það fyrsta sem Kjeld Kirk sagði sem nýr forstjóri fyrirtækisins var að megináherslan yrði á ný lögð á Lego-kubbana sem voru byggingarefni fyrirtækisins. Skotið yfír markið Sú stefna að einbeita sér aftur að kjarnaafurðinni er merki um að hug- myndafræði og stefnumótun síðustu ára í rekstri Lego hefur beðið afhroð. Stefnumótun fýrirtækisins var lýst hér í Vísbendingu í 24. tölublaði ársins 1999 en þá var Kjeld Kirk Kristiansen við stjórnvölinn og slagorðið var „aðeins það besta er nægilega gott“. Kjeld Kirk var þá einungis þriðji forstjóri fyrirtæk- isins og fulltrúi þriðju kynslóðar fjöl- skyldunnar en hann tók við stjórnar- taumunum árið 1979. Þó að honum sé nú lýst sem bjargvætti fyrirtækisins í dönsku pressunni ferekki ámilli málaað sú stefnumótun sem ætlunin er að hverfa frá núna er runnin undan hans rifjum. Þó að Kjeld Kirk væri hættur að skipta sér af daglegum rekstri vegna veikinda þá var hann enn forstjóri fyrirtækisins og tók þátt í öllum stefnu- mótandi ákvörðunum í fyrirtækinu. Paul Plougmann, titlaður aðstoðar- framkvæmdastjóri, var í raun fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins síðustu misserin og hann hefur sennilega haft mikil áhrifallt fráþví að hann varráðinn Qármálastjóri fyrirtækisins árið 1998. Hann stóð og féll með þeim breytingum sem áttu að gera Lego að enn stærra veldi en það var. Markmiðið árið 1998 var að þrefalda veltu fyrirtækisins til ársins 2005 og gera Lego að vinsælasta vörumerki heimsins í huga barna. Aðferðin sem nota átti var að breyta fyrirtækinu í merkjavörufýrirtæki þarsem Lego-nafnið yrði notað á alls konar vörur og þjónustu, allt frá fötum til skemmtigarða. Vaxtarbroddarnir áttu fyrst og fremst að vera þrír: tæknivörur, skemmtigarðar og sérleyfissala á vöru- merkinu. Til þess að framfylgja þessari stefnu var stjórnunarteymið endur- skipulagt og ungt og ferskt fólk sett inn í staðinn fýrir þá stjórnendur sem þekktu lítið annað en hinn „gamla“ leikfanga- markað. Alls hafa 64 stjórnendur horfið frá störfum af þeim sem voru í 70 manna stjórnunarteymi árið 1997, þ.e. einungis sex sitja eftir. Vafasöm kúvending in nýja hugmyndafræði Lego hljómaði ágætlega og þrátt fyrir „krísu“ fyrirtækisins árið 1998, þegar Lego skilaði tapi í fýrsta skipti á lífs- leiðinni, upp á 194 milljónir danskra króna, voru menn bjartsýnir um að hin nýjastefnamyndi geraLego að stórveldi. Skemmst er frá því að segja að svo varð ekki og þó að fýrirtækið sé ekki á barmi gjaldþrots þá dylst engum að það þolir ekki mörg slík áfoll. Þess vegna er það hin nýja stefna að tryggja undirstöð- urnar sem voru fýrst og fremst byggðar úr Lego-kubbunum víðfrægu. En þar sem reksturinn hefur að mestu leyti snúist um vaxtarbroddana þrjá undan- farin ár hefur undirstöðunum að vissu leyti verið kippt undan kubbunum. Þar munar mestu að nýtt fyrirtæki hefur komið inn á kubba-markaðinn, hið kanadíska Mega Bloks, sem hefur smám saman verið að taka til sín markaðs- hlutdeild á bandaríska markaðinum. Og þrátt fýrir að það sé hugmyndin að snúa vörn í sókn núna þá hefur markaðs- setning á kubbunum verið svelt undan- farin ár og það sem verra er að sérfræð- ingarnir í hinum „gamla“ leikfangamark- aði eru horfnir úr fýrirtækinu. Fyrirtækið hefur aó vissu leyti málað sig út í horn því að þrátt fýrir að nú eigi að leggja minni áherslu á vaxtarbrodd- ana þrjá þá er greinilegt að Kjeld Kirk getur ekki kúvent stefnunni og tapað þannig allri þeirri fjárfestingu sem lögð hefur verið í breytingarnar. Fyrirtækið er búið að brenna allnokkrar brýr að baki sér þannig að það getur orðið erfitt verk að vinna Lego-kubbunum það fýlgi á erlendum mörkuðum sem þeir áður nutu. Eitt stærsta vandamál Lego síð- ustu tíu árin hefur einmitt verið að tíðar kúvendingar í stefnu fýrirtækisins, þar sem virtustu ráðgjafafýrirtæki hafa verið inni á gafli sem hluti af fjölskyldunni, hafa skilið eftir sig áttavillt fýrirtæki í tilvistarkreppu. Enn ein kúvending undir stjórn Kjeld Kirk er ekki líkleg til þess að breyta miklu livað það varðar. Þann 5. febrúar síðastliðinn var svo tilkynnt um samstarf Lego við Ferrari, samning sem á að afla Lego 100 til 500 milljóna dkr. á næstu þremur árum.Við það tækifæri sagði einn af stjómendum Lego að „sérleyfi yrðu stór hluti af frani- tíð [Lego]“. Þar með voru orð Kjeld Kirk í janúarmánuði um áherslu á kjarnaþætti í rekstrinum þegar orðin úrelt. Vitur eftir á? að ergaman að rifja það upp að þegar skrifað var í Vísbendingu um Lego árið 1999 þá var trúin almennt sú að Lego myndi sigra heiminn. Þar sagði í niðurlaginu: „Um leið og Lego hefur endurskilgreint sig sem fyrirtæki sem snýst um vörumerki hefur Lego gert áherslubreytingu sem gæti orðið fýrir- tækinu bæði til happs sem óhapps. Skemmtigarðar getaveriðfallvaltir, eins og Disney-garðurinn í Frakklandi hefur kennt mönnum. Vaxtarstefnan getur verið þess eðlis að hún keyri fýrirtækið í kaf, frekar en upp á stjörnuhimininn ... Sú vaxtarstefna sem Lego hyggur á í gegnum net af samstarfi við önnur fýrirtæki og sérleyfissölu krefst miklu meiri yfirsýnar en menn gera sér almennt grein fyrir. Dýrir samningar við Luca- sfilm og Disney gætu ekki reynst sú lyftistöng fýrir Lego sent vonast er eftir. Þetta gæti þó allt saman heppnast og auk þess stutt hvert við annað, skemmti- garðar við leikfong og merkjavörur og leikföng og merkjavörur við skemmti- (Framhald á síðu 4) Hagnaður/tap af rekstri Lego frá 1998 til 2003 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.