Vísbending


Vísbending - 05.03.2004, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.03.2004, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 5. mars 2004 10. tölublað 22. árgangur Orrustan sem tapaðist Ibyrjun marsmánaðar var verð á hráolíu komið yfir 33 bandaríkja- dollara. Verð á framvirkum samning- um á hráolíu var komið upp í 37 dollara. Olíuverð hefur ekki verið svo hátt síðan rétt fyrir innrásina í Irak fyrir um ári síðan. Spákaupmönnum hefur verið kennt um að ýkja sveiflur framvirkra samninga en Ijárfestingar í olíu og gulli eru varnir gegn sveiflum á bandaríska dollaranum. Sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að olíuverð geti átt eftir að verða í þessum hæðum næstu tvö árin. Ef stríðið um Irak snérist um olíu þá hafa menn beðið ósigur í því stríði. Samsæriskenningin Þegar Bandaríkjamenn vildu hertaka írak fyrir rúmu ári komu fram sam- særiskenningar um að sú innrás snérist fyrst og fremst um olíu. I ljósi þess að sögur um gereyðingarvopn voru upp- spuninn einn þá hljóma þær kenningar ekki svo vitlausar núna. Einkum voru það tvær kenningar sem voru hvað vinsælastar. Annars vegar sú kenning að Bandaríkjamenn og vinir þeirra ætluðu að leggja undir sig olíu Iraka og hins vegar sú kenning að þegar búið væri að losa Irak og heimsbyggðina við Saddam Hussein þá myndi flæða frá landinu ódýr olía. Það sem gerði þessar kenningar áhugaverðar er að þetta gat verið leið til þess að brjóta á bak framleiðslustjómun OPEC-ríkjanna en það hefur valdið vestrænum ríkjum óendanlega miklum kvölum að þurfa að vera háð arabaríkj- unum um olíu og horfa á þær skrúfa verðið upp og niður að vild. Þegar horft er á mikilvægi olíu og áhrifa olíuverðs á heimshagkerfið þá er þetta heldur ekkeri lítið hagsmunamál. Alla vega tvær alvar- legar kreppur í heimshagkerfinu verða raktar beint til hækkana á olíuverði. Þar sem Irak býr yfir næststærstu olíuauðlindum í heimi á eftir Sádí-Arabíu þá gat innrás í írak verið fýsileg leið til þess að veikja stoðir OPEC-samráðsins, lækka olíuverð til frambúðar og skapa nýja uppsveiflu og vaxandi hagsæld á Vesturlöndum. Rökleysa Vandamálið við hinar annars ágætu samsæriskenningar var að ólíklegt var að Íraksolían gæti haft þessi áhrif á verðlagningu á heimsmarkaði fyrir olíu. Framleiðslugeta íraks er einungis um 3% af heimsframleiðslunni, eða svipuð og framleiðslugeta Nígeríu, og jafnvel þó að áhersla væri lögð á að auka fram- leiðslugetuna tæki það um áratug að tvöfalda hana. A sama tíma væri alger- lega óvíst hvemig ný stjórn í Irak rnyndi vilja spila úr spilunum, hvort hún væri líkleg til þess að vilja reyna að ögra hinum olíuríkjunum. Olíusérfræðingar voru því fljótir að sjá að þessar sam- særiskenningar stóðust ekki; enginn væri svo vitlaus að álpast út í stríð á jafnvafasamri hugmyndafræði. Hin opinbera ástæða fyrir innrás- inni, að uppræta ætti heilu skipsfarmana af gereyðingarvopnum Iraka, reyndist þó öllu vitlausari. Þau vopn var hvergi að finna. Allt bendir reyndar til þess að það hafi hvorki verið olía né gereyðing- arvopn sem hafi verið hvatinn að innrás- inni heldurennþádularfyllri hugmynda- fræði ef marka má uppljóstranir manna eins og fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hvað sent því líður þá hefur það líka komið á daginn að vonir um að yfirráð yfir olíuauðlindum Iraka myndu breyta markaðinum fyrir hráolíu hafa reynst gyllivonirnar einar. OPEC stýrir enn þeim markaði eins og áður. S Afram hátt verð Stjórn OPEC-ríkjanna tilkynnti þann 10. febrúar síðastliðinn að hún hygð- ist draga úr olíuframleiðslunni þann 1. apríl næstkomandi til þess að koma í veg fyrir miklar lækkanir á olíuverði þegar sumarhitarnir á Vesturlöndum draga úr olíunotkun. Síðan þá hefur verð á olíu hækkað um rúm 10%. Olíufurst- arnir hafa þó gefið í skyn að OPEC-ríkin gætu hætt við niðurskurðinn ef olíuverð lækkar ekki í marsmánuði. A sama fundi var tilkynnt að dregið yrði úr framleiðslu umfram settan kvóta sem hefur hingað til að einhverju leyti grafið undan fram- leiðslustjórnun OPEC. Með öðrum orð- um þá bendir það og ýmislegt ileira til þess að OPEC-ráðið sé að styrkjast frekar en að veikjast. Það dy lst engum að OPEC getur haft veruleg áhrif á það hvað verðið er á hráolíu um þessar mundir. Innrásin í írak hefur ekki breytt neinu þar um nema þá helst að hún hafi orðið til þess að þjappa olíuríkjunum meira saman og auka samráðið. Sérfræðingar Morgans Stanleys bentu nýlega á að þó að OPEC-fram- leiðsluráðið sé sterkt um þessar mundir þá eru einnig aðrir þættir sem gera það að verkum að olíuverð á eftir að verða hátt næstu tvö árin. Annars vegar eru Kína og Indland að koma í auknunt mæli inn í heimshagkerfið með vaxandi lands- framleiðslu. Verulega aukin orkuþörf er áætluð í þessum löndum sent mun ýta spurninni eftir olíu upp. A hinn bóginn er lítill vöxtur í olíuframleiðslu. Vöxtur framleiðslu í olíun'kjum fyrir utan araba- löndin hefur rneira og minna stöðvast. Verulegur skortur á fjárfestingum í olíu- iðnaðinum undanfarna áratugi stendur einnig framleiðslunni fyrir dyrum um þessar mundir. Það bendir því flest til þess að verð á olíu eigi enn um sinn eftir að verða hátt. Stríðið heldur áfram Olía hefur leikið gríðarlega mikil vægt hlutverk í heimshagkerfinu alla síðustu öld. Um miðja tuttugustu öldina varolíuframleiðslan að miklu leyti kom- in til Mið-Austurlanda og með tilkomu OPEC árið 1960 færðust völdin yfir olíunni smám saman einnig þangað. Síðustu þrjátíu árin eða allt frá því að olíuríkin fyrst beittu „olíuvopninu", þ.e. drógu verulega úr framleiðslu og settu höft á útflutning á olíu, hafa völdin verið í höndum arabaríkjanna. Síðan þá hefur olía haft ótrúleg áhrif á stjórnmálasögu heimsins. Og allar götur síðan hafa vestrænir stjórnmálamenn verið að leita leiða til að losa það tangarhald sem OPEC hefur á olíuframleiðslunni. Ef inn- rásin í Irak var til þess gerð þá er ljóst að hún hefur mistekist. Orrustan tapaðist en stríðið um olíuna heldur áfram. 1 Verð á olíu er á ný komið í hæstu hæðir þrátt fyrir von um lægra verð í kjölfar innrásarinnar í írak. 2 Evrópsk fyrirtæki hafa ^ Guðjón Rúnarsson, frarn- mörg hver tvær stjómir á 2 kvæmdastjóri samtaka meðan bandarísk og bresk *_/ banka og verðbréfafyrir- fyrirtæki hafa eina stj^ta^-^-^æl<ja fjallar um rekstrar- 4 kostnað íslenska banka. Hann kemst að þeirri nið- urstöðu að bankarnir séu sanngjamir í verðlagninu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.