Vísbending


Vísbending - 12.03.2004, Blaðsíða 2

Vísbending - 12.03.2004, Blaðsíða 2
ISBENDING Endurskoðunamefndin Ein af þeim spurningum sem stjórnir fyrirtækja þurfa að spyrja sig er hvort þörf sé fyrir sérstaka endur- skoðunarnefnd til þess að vinna með stjórninni. Það er einn af þeim þáttum sem nýjar leiðbeiningar Verslunarráðs um stjórnarhætti í íslenskum fyrirtækjum leggja áherslu á. Hingað til hafa slíkar nefndir ekki verið til hér á landi. Umræð- an um endurskoðunarnefndir hefur ver- ið áberandi eftir að Enron og fleiri banda- nsk fyrirtæki gerðu sig sek um sjónhverf- ingar í reikningshaldi sem gáfu þegar upp var staðið talsvert villandi mynd af raunverulegri stöðu fyrirtækjanna. Hér á landi hafa einnig komið upp mál, eins og Nathan & Olsen-málið, þar sem endurskoðunarnefnd hefði hugsanlega orðið til þess að bæta upplýsingaflæði og koma í veg fyrir misskilning. Tilvistin ndurskoðunamefndir eru í sjálfu sér ekki mjög gamaltfyrirbæri í stjórnar- kerfi fyrirtækja. Árið 1978 var fyrst gerð krafa um að fyrirtæki skráð í kauphöl linni í New Y ork ættu að hafa endurskoðunar- nefnd sem væri að fullu skipuð utanað- komandi aði lum, þ.e. ekki starfsmönnum fyrirtækisins. Þó að skipun slíkra nefnda væri fyrst og fremst til þess að uppfylla skilyrði kauphallarinnar er almennt talið að slíkar nefndir hafi aukið talsvert á trúverðugleika fyrirtækja. I því umbóta- starfi sem unnið var á tíunda áratuginum í Bretlandi var lögð áhersla á mikilvægi endurskoðunarnefndar og að meðlimir hennar væru utanaðkomandi aðilar. Kannanir á tilvist endurskoðunarnefnda hafa reyndar sýnt að langflest fyrirtæki í Norður-Ameríku, Ástralíu og Evrópu höfðu endurskoðunarnefndir á tíunda áratuginum.1 Sú staðreynd hefur valdið talsverðum vangaveltum um skilvirkni slíkra nefnda. Stjórn Enron hafði sér- staka endurskoðunarnefnd og einnig öll hin fyrirtækin sem hafa valdið hverju hneykslinu á fætur öðru í Bandaríkjun- um og Evrópu. Síðustu misserin hefur þess vegna mest verið lagt upp úr ábyrgðar- og valdsviði endurskoðunar- nefnda og hvernig þær eru mannaðar. I Sarbanes-Oxley reglunum, sem voru settarfram árið 2002 í Bandaríkjunum, er áhrifasvið endurskoðunarnefndarinnar til dæmis aukið, sérstaklega hvað varðar val á endurskoðendum og eftirlit með þeim. Ennfremur er endurskoðunar- nefndin sjálfstæð gagnvart stjórninni. I bók sinni Take on the Street segir Arthur Levitt, fyrrverandi yfirmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins, að „hæf- ar, áhugasamar, ákveðnar og sjálfstæðar endurskoðunarnefndir séu áreiðanleg- ustu gæsluaðilar almannahagsmuna". Spurningin er hins vegar sú hvort þær séu alltaf hæfar til þess að vera „gæslu- aðilar almannahagsmuna". Adrian Cad- bury, sem fyrsta breska nefndin um stjórnarhætti fyrirtækja er kennd við, og fleiri hafa bent á að mikilvægustu eiginleikar nefndarmanna ættu að vera „heilbrigð skynsemi, almenn þekking og sjálfstæður hugur". Levitt sagði í bók sinni að vanhæfni nefndarmanna hvað varðar skilning á reikningshaldi og lestri ársreikninga og þor til þess að spyrja spurninga hefði komið við sögu í þeim hneykslissögum sem settu svip sinn á byrjun 21. aldarinnar í Bandaríkj- unum. I bandarísku reglunum hefur verið lögð áhersla á mikilvægi þekkingar á reikningshaldi og áhersla verið lögð á að a.m.k. einn nefndarmanna hafi stað- góða þekkingu á reikningshaldi. Niður- staðan virðist þó vera sú að jafnvel þó að endurskoðunarnefndir séu til staðar kemur það ekki alfarið í veg fyrir alvarlega misbresti í reikningshaldi fyrirtækja en þær auka þó líkurnar á því að stjórnir fyrirtækja fái rétta mynd af stöðu mála og traustið í stjórnarstarfinu eykst. Hlutverkið itt mikilvægasta hlutverk endur- skoðunarnefndarinnar er að hún axlar að vissu leyti þá byrði sem felst í því að rýna í reikningana sem hvílir annars á herðum stjórnarmanna. Á sama tíma er hægt að leggj a miklu meiri áherslu á endurskoðun reikninga fyrirtækisins ogfjármálastjórn en ella. Ef stjórnirfyrir- tækja ættu að sinna þessum þætti af nákvæmni þá myndi stjórnarstarfið ekki snúast um neitt annað. Þetta þýðir þó ekki að endurskoðunarnefndir dragi úr ábyrgð stjórnarinnar á reikningum fyrirtækisins heldur er hlutverk hennar að gera stjórninni það auðveldara að skilja reikningana og benda á misbresti sem stjórnarmenn með litla reynslu í lestri ársreikninga myndu að öllum líkindum ekki koma auga á. Hlutverk endurskoðunarnefndar hefur að mestu verið ljóst og flestir hafa verið sammála um það. Nefndin er fyrst og fremst tengiliður stjórnar og endur- skoðenda fyrirtækisins. Hún hefur það hlutverk að yfirfara reikningana áður en þeir eru gefnir upp, velta upp álitaefnum hvað varðar reikningshaldið, miða að því að einfalda og auðvelda lestur árs- reikninga, gera stjórninni grein fyrir um- fangi endurskoðunarinnar, aðstoða við val á endurskoðanda og, það sem er sennilega einna mikilvægast, að gera grein fyrir innra eftirlitskerfi fyrirtækis- ins, sérstaklega hvað varðar fjárhags- eftirlit. Endurskoðunarnefndin á hins vegar ekki að endurskoða ákvarðanir stjórnar eða mæla skilvirkni í stjórn fyrirtækisins. Cadbury hefur einnig bent á að hlutverk endurskoðunarnefndar- innar eigi fyrst og fremst að vera að spyrja spurninga, finna misræmi eða veikleika í endurskoðunarkerfinu og hafa yfirumsjón með endurskoðunarferl- inu en ekki að endurskoða endurskoð- endurna. Það er sennilega þess vegna sem hann hefur aðallega lagt áherslu á heilbrigða skynsemi og sjálfstæði nefndarmanna frekar en að þeir væru sérfræðingar í reikningshaldi fyrirtækja. Það er reyndar spurning hvort hlutverk endurskoðunarnefnda í Bandaríkjun- um, með breyttum áherslum í Sarbanes- Oxley reglunum, sé ekki að einhverju leyti að færast í þá átt að endurskoða endurskoðendurna. Þá er það aftur orðin réttmæt spurning hvert hlutverk endur- skoðenda sé í endurskoðunarferlinu. Vandamálið við endurskoðunarferlið er að vissu leyti fólgið í því að endurskoð- unarfyrirtæki eru að sinna fleiri hlutverk- um, eins og ráðgjöf við fyrirtæki, sem dregur úr sjálfstæði þeirra og hlutleysi. Það væri þá kannski betur gert að tryggja sjálfstæði þeirrafrekaren að aukaeftirlitið með þeim. Sjálfstæðið Endurskoðunarnefndir geta verið mikil bragarbót í stjórnarkerfi fyrir- tækja, sérstaklega þegar stjórnarmenn hafa takmarkaðan skilning á reiknings- haldi og ársreikningum. Þó er hætt við því að oftrú á slíkar nefndir geti leitt til þess að aðrir slaki á eftirlitinu eða óþarfa skriffinnska verði í stjórnarkerfinu. Ekki verður horft fram hjá því að endurskoð- unarnefndir hafa verið til í þeim fyrir- tækjum sem hafa gert sig sek um að blekkja fjárfesta og almenning með fram- setningu reikninga sinna. Svo dæmi sé tekið þá voru það fáeinir fréttamenn sem l'lettu ofan af svikamyllu A1 Dunlaps hjá Sunbeam. HjáEnron varþað uppljóstrari innan fyrirtækisins sem vakti athygli á því hvernig komið var fyrir fyrirtækinu en ekki endurskoðandi eða endurskoð- endanefnd. Þó að þetta séu skemmdu eplin er ekki þar með sagt að endurskoð- unarnefnd sé einhver trygging fyrir trúverðugri upplýsingagjöf fráfyrirtæki. Óvéfengjanlegt sjálfstæði nefndarinn- ar, þegar formaður hennar er hafinn yfir hagsmunatengsl, er þó líklegt til þess að auka traust allra aðila á fyrirtækjum og reikningum þeirra. 1. Sjá t.d. Boards of Directors Global study, Egon Zehndler Intemational og Is Your Board Fit for the Global Challenge? eftir Heidrick og Struggles. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.