Vísbending


Vísbending - 19.03.2004, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.03.2004, Blaðsíða 1
ISBENDING 19. mars 2004 12. tölublað V i k ii r i t um viðskipti og efnahagsmál 22. árgangur Atvinnulaus uppsveifla Mikið er rætt um hina svokölluðu „atvinnulausu uppsveiflu" í Bandaríkjunum um þessar mundir. Atvinnusköpunin í uppsveifl- unni hefur látið bíða eftir sér. Greinilegt er að sitt sýnist hverjum í þessum efnum og það hjálpar ekki til að í ár eru forseta- kosningar í Bandaríkjunum. Menn gera sér grein fyrir þeim pólitísku afleiðingum sem umræðan getur haft. Þetta er þó ekki bara pólitískt dægurþras. Banda- ríski seðlabankinn hefur áhyggjur sem ásamt lágri verðbólgu gerði það að verkum að bankinn hélt stýrivöxtum í 1 % áfundi sínumum miðjan mars síðast- liðinn. Vaxtastigið hefurekki veriðlægra í tæp fimmtíu ár. ✓ Ahyggjuefni Lítill hópur fræðimanna hélt því fram árið 2001 að þrátt fyrir að niðursveifl- an í Bandaríkjunum yrði stutt, en sam- kvæmt The National Bureau of Econ- omic Research þá byrjaði hún í mars 2001 og endaði í nóvember sama ár, þá væri ekki þar með sagt að uppsveiflan yrði eins öflug og gert væri ráð fyrir. Þeir sögðu að líklegt væri að spár um öfluga uppsveiflu strax árið 2002 væru rangar og að hægur vöxtur og vöxtur án atvinnusköpunar myndu einkenna þessa „uppsveiflu". Það hefur komið á daginn. Lengi vel létu fjárfestingarfyrir- tækja á sér standa og atvinnusköpunin Iætur enn bíða eftir sér. Frá því árið 2001, þegar samdráttar- skeiðið átti sér stað, hefur bandaríska hagkerfið tapað um 2,7 milljónum starfa þar til síðastliðið haust. Þrátt fyrir ákveð- inn umsnúning þá hefur atvinnusköp- unin ekki tekið við sér og voru einungis 21 þúsund störf sköpuð í febrúar þegar hagfræðingar voru að spá 125 þúsund nýjum störfum. Endurskoðaðar tölur fyrir janúar hafa svo verið lækkaðar úr 112 í 97 þúsund störf og desembertalan lækkuð um helming í 8 þúsund sköpuð störf. Nettótap starfa frá samdráttar- skeiðinu 2001 er því um 2,4 milljónir starfa. Það sem veldur hagfræðingum áhyggjum er að venjulega þegar hér er komið í uppsveifluna ætti hagkerfið að vera farið að skapa um 200 þúsund störf á mánuði og 275 þúsund störf ef borið er santan við niðursveifluna í byrjun tíunda áratugarins. Tölur yfir atvinnuleysi hafa þó batn- að mikið síðan síðasta haust, þ.e.a.s. atvinnuleysi hefur lækkað úr 6,3% frá því í júní á síðasta ári í 5,6% í febrúar, og gefa þannig allt aðra mynd en tölur um atvinnusköpun. I samanburði við önnur tímabil í sögu Bandaríkjanna eru þetta heldur varla atvinnuleysistölur til þess að valda áhyggjum. Utskýringin er þó sú að atvinnuþátttaka hefur minnkað, margir hafa hætt að leita að vinnu, sem gerir það að verkum að tölur um atvinnu- leysi hafa lækkað. Og ef atvinnuþátt- takan væri sú sama og í mars árið 2001 þá væri atvinnuleysið um 7,4% sem er öllu meira áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld. Framleiðniaukningin essi skortur á atvinnusköpun hefur gefið mönnum færi á að skjóta á stjórn Bush sem demókratar hafa nýtt sér til hins ýtrasta. Hagfræðingurinn og dálkahöfundurinn Paul Krugman hefur farið á kostum með því að tengja saman kostnað við skattalækkanir ríkisstjóm- arinnar og atvinnusköpun og minna þannig fólk á loforð stjórnarinnar um að skattalækkanirnar myndu skapa 1,4 milljónir nýrra starfa á síðasta ári. Stjórnin hefur þó ekki látið ótrúlegar spáskekkjur hingað til stöðva sig í að spá 2,6 milljónum nýrra starfa í ár. Þessi spá þarf hins vegar ekki að vera eins vitlaus og hún hljómar þegar fyrri spár stjórnvalda eru hafðar í huga. Niður- sveiflan 2001 hefur verið borin saman við niðursveifluna 1990-91 en ári eftir þá niðursveiflu hafði atvinnusköpun náð sér á strik og þremur árum eftir hana var atvinnusköpunin komin í 3% á ári. Þó að atvinnusköpunin hafi staðið á sér nú hefur framleiðni fyrirtækja farið í hæstu hæðir og verið um 4,6% á ári í samanburði við 1,8% eftir niðursveifl- una í byrjun tíunda áratugarins. Þetta útskýrir að einhverju leyti skortinn á nýjum störfum, atvinnurekendur hafa leitast við að gera meira með færri starfs- mönnum en áður enda hefur hagnaður fyrirtækja verið mjög mikill síðastliðið ár. Þó er erfitt að kreista fram stöðuga framleiðniaukningu og því líklegt að atvinnurekendur verði á ný að fara að ráða starfsfólk. Spurningin er bara hvenær það verður. Hindranir Ymsar ástæður hafa verið nefndar fyrir því að atvinnusköpun hefur látið standa á sér, l.d. að sú atvinnu- sköpun sem varð á tíunda áratuginum, um 24 milljónir starfa, hafi einfaldlega verið um of og ekki hægt að halda því við, kostnaður við að ráða fólk hefur vaxið mikið og dregur þannig úr áhuga fyrirtækja á að ráða nýtt fólk, pólitísk óvissa gerir það að verkum að fyrirtæki eru ekki eins áhættusækin og oft áður, bandaríska viðskiptaumhverfið hefur tekið breytingum, þar sem sumar atvinnugreinar eru að ganga í gegnum viðvarandi samdrátt og munu ekki koma til með að skapa störf á ný, störfin hafa verið flutt úr landi til Kína og Indlands, nýjar atvinnugreinar og ný tæknibylting hafa Iátið á sér standa þannig að það er enginn sköpunarmáttur í skapandi eyðileggingu Schumpeters og tölur um atvinnusköpun eru einfaldlega rangar þar sem þær taka ekki tillit til þess að fólk hefur í stórauknum mæli farið út í eigin rekstur og mælist þó ekki starfandi. Ymislegt er athyglivert í þessum útskýringum sem gefur betri mynd af því scm hefur gerst. Neikvæðu áhrifin eru þau að Bandaríkjamenn eru farnir að tala eins og hörðustu verndarsinnar þar sem trú á að störfin séu að hverfa til annarra landa er sterk. Sú útskýring er þó að mestu byggð ámisskilningi. Slíkur misskilningur og ntisvísandi útskýring- ar og spár um þróun eiga þó enn unt sinn eftir að vera ráðandi. Hugsanlega á hagkerfið enn einu sinni eftir að koma á óvart. Allar líkur eru þó á að skortur á nýjum störfum sé einungis tímabundin töf. En það getur ráðið úrslitum um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hversu löng hún verður. ^ Mikiðerrættumatvinnu- íslendingar hafa sett sam- ^ Magnús ívar Guðfinnsson t Gúrúamiríviðskiptaheim- I lausa uppsveiflu í Banda- / an leiðbeinandi reglur um -Z tjallarumlykilhæfniogtekur /\ inumerumargirogenginn X ríkjunum og áhrif hennar góða stjórnunarhætti í Landsspítalann-háskóla- T" einn sem ber höfuð og á forsetakosningarnar. fyrirtækjum landsins. sjúkrahús sem dæmi. herðar yfir aðra.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.