Vísbending


Vísbending - 07.05.2004, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.05.2004, Blaðsíða 3
ISBENDING Afskriftir fjármálakerfisins Kjartan Broddi Bragason hagfræðingur Japan er næststærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Á síðasta áratug eða svo hefur japanskt efna- hagslíf verið í öldudal og hagvöxtur verið lítill. Þetta hefur gerst á sama tíma og hagstjóm hefur verið með eindæmum þensluhvetjandi. Ríkissjóður (fjárlagapólitík) hefur verið rekinn með halla upp á 3-8% af þjóðarframleiðslu á hverju ári frá 1993- 2001 (uppsafnaður halli hátt í 50%) og stýrivöxtum Seðlabankans (peninga- pólitík) hefur verið haldið einstaklega lágum eða í um 3% í upphafi tímabilsins og nær 0% nú um nokkurra ára skeið. Hagstjórn af þessu tagi yfir svo langt tímabil er mjög sjaldgæf og á aðeins við þegar framleiðslu- og atvinnustigi virð- ist veruleg hætta búin með tilheyrandi fjöldaatvinnuleysi. Rótin að þessum vandamálum er fjölþætt en upphafið má rekja til óhóflegra hækkana á ýmsum eignum (sérstaklega á hlutabréfum, landi og fasteignum) um og upp úr 1989 þegar NIKKEI225 japanska hlutabréfa- vísitalan náði hámarki í um 40.000 stig- um. Til samanburðar var NIKKEI 225 í um 8.000 stigum fyrir um einu ári síðan og stendur í lok apríl 2004 í um 12.000 stigum. Beðið eftir batanum Hvers vegna hefur tekið svo langan tíma að koma hjólum efnahags- lífsins af stað á ný? Margar kenningar hafa litið dagsins ljós um ástæðu þess að hagstjórn síðustu ára hafi ekki haft meiri áhrif en raun ber vitni. Almenna kenningin er sú að ástand- ið á fjármálamarkaði hafi leitt til „credit crunch“ er almennt hafi haft neikvæð áhrif á atvinnustig og fjárfestingar. Aðrar kenningar telja nt.a. að fjármála- geirinn - en höfuðmarkmið fjármála- markaðarins er að dreifa fjármagni frá sparifjáreigendum til lántaka á sem hagkvæmastan og arðbærastan hátt og þar með velja úr þau fjárfestingarverk- efni sem ættu að gefa hæsta væntan hagnað af sér - hafi haldið of lengi lífi í annars gjaldþrota fyrirtækjum (Zontbie- kenningin) og frestað þar með almennri endurnýjun ýmissa atvinnugreina. Hér á eftir verða fy rirkomu lagi á fj ár- málamarkaði gerð skil án þess að kafa sérstaklega ofan í hugsanlegar ástæður þess hvað valdi því að aðstæður eru með þeim hætti sem raun ber vitni. Fjármálakerfið Gróflega má skipta japanska fjármála kerfinu í þrennt; i) bankar og spari- sjóðir, ii) tryggingafélög og iii) ríkis- reknir „bankar/íbúðalánasjóður" og ríkisrekið póstkerfi sem hefur mörg ein- kenni innlánsstofnana. Heildareignir fjármálakerfisins eru um fjórföld þjóðar- framleiðsla og skiptast þannig að bankar og sparisjóðir eiga tæpa þrjá fimmtu, tryggingarfélög tæplega einn fimmta og ríkisreknar stofnanir rúmlega einn fimmta. Hagnaður japanska fjármálakerfis- ins hefur almennt verið lítill sem enginn á síðustu árum og verulegar afskriftir vegna útlána sem veitt voru á árum áður og sem tryggð höfðu verið með hluta- bréfum, landi eða fasteignum, sem hafa lækkað verulega í verði, hafa sett niark sitt á afkomu fjármálafyrirtækja. Sú efna- hagslægð sem einkennt hefur japanskt samfélag á síðustu árum hefur einnig haft sitt að segja þar sem fjármálafyrir- tæki - eins og flest önnur fyrirtæki - þrífast almennt best þegar eftirspurn er stöðugt vaxandi og sýn neytenda á framtíðina er björt með tilheyrandi vissu urn örugga atvinnu. Aðstæður í Japan á síðustu árum hafa ekki verið með þeim hætti og þrátt fyrir mjög lágt vaxtastig yfir tiltölulega langt tímabil hefur eftir- spurn fyrirtækja og almennings eftir vöru og þjónustu mikið til staðið í stað. Bj örgunaraðgerðir Hið opinbera hefur hvað eftir annað á síðustu árum sett í gang björg- unaraðgerðir er koma eiga hjólum efna- hagslífsins í gang, samanber áður- nefndan viðvarandi halla á ríkissjóði. Aðgerðum hins opinbera má skipta í tvennt; A; almennar aðgerðir er lúta að því að auka almenna eftirspurn á hinum ýmsu mörkuðum hagkerfisins og B: sértækar aðgerðir er lúta að því að koma fjármálakerfinu sérstaklega til aðstoðar. Sértæku aðgerðunum hefur annars vegar verið beitt við kaup á útlánum á mun „hærra verði en raunvirði“ og hins vegar við að kaupa nýútgefið hlutafé fjármálafyrirtækjaen andvirði þess hefur síðan verið notað, að hluta til, til að geta sett meira á afskriftarreikning útlána en ella hefði verið hægt og gera þar með fjármálafyrirtæki reiðubúnari en ella til að taka þátt í að koma hagvexti af stað með aukinni útlánastarfsemi. Sértækar aðgerðir hins opinbera koma til af bágri eiginfjárstöðu japanskra fjármálafyrir- tækja en hún hefur verið með þeint hætti að mjög lítið hefur mátt út af bregða til að alþjóðlegir staðlar um eigið fé - svo- kölluð CAD-hlutföll sem sett eru af Basel-nefndinni svokölluðu (undir Bank of International Settlement) - væru ekki uppfylltir og dæmi eru urn að innlendar eftirlitsstofnanir hafi jafnvel látið óátalið að CAD-hlutföll væru undir lögboðnum lágmörkum. Margir álíta að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til dugi ekki til að koma japönsku fjármálakerfi á sjálfbæra fætur og þrátt fyrir að afskriftir kerfisins séu þegar orðnar á milli 5-10% af þjóðar- framleiðslu í Japan megi leiða að því líkur að enn eigi eftir að afskrifa annað eins eða meira. Fyrst þá verða útlána- bækur fjármálafyrirtækja þess eðlis að þær geti talist fela í sér eðlilega útlána- áhættu. Reynist þeir spádómar réttir má gera ráð fyrir að enn sé verulega langt í að japanskt efnahagslíf nái sér á strik með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á alheimsbúskapinn. Samanburður við ísland Heildareignir innlendra banka og sparisjóða, tryggingafélaga og rfk- isrekinna fjármálastofnana á Islandi voru um síðustu áramót u.þ.b. 2.000- 2.500 milljarðar króna eða urn þreföld þjóðarframleiðsla og eigið fé þeirra á sama tíma um 130-150 milljarðar. Heild- areignir fjármálakerfisins eru hlutfalls- lega öllu lægri en í Japan en mun hærri en hjá öðrum stærri iðnríkjum innan OECD. Ef ályktanir svartsýnustu manna reynast réttar munu japönsk fjármála- fyrirtæki enn eiga eftir að afskrifa um 20% af þjóðarframleiðslu úr bókum sínum (og þá er samhliða ekki gert ráð fyrir að lögbundnum eiginfjárkröfum sé framfylgt). Ef innlendur fjármálamark- aður stæði í sömu sporum og sá japanski þyrfti að afskrifa eignir upp á um 150- 200 milljarða króna eða allt eigið fé fjármálakerfisins og jafnvel ríflega það. Til að heimfæra þá mynd sem við blasir í Japan enn frekar upp á innlentfjármálalíf er rétt að taka fram að eignarýrnunin yrði langtum meiri. Markaðsvirði við- skiptabankanna þriggja er um 300 millj- arðar króna og ef ti 1 þess kæmi að viðlíka áföll dyndu yfir innlent fjármálalíf og verið hefur í Japan á síðustu árum má gera ráð fyrir verulegri lækkun (algeru hruni) á hlutabréfaverði viðskiptabank- anna með tilheyrandi eignarýmun ein- staklinga, fyrirtækja og ekki hvað síst lífeyrissjóða. Einnig myndu aðrar atvinnugreinar án vafa finna fyrir slíku ástandi og óvíst hvort hægt yrði að fjármagna mörg arðsöm verkefni með tilheyrandi tekju- og atvinnumissi fyrir (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.