Vísbending


Vísbending - 21.05.2004, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.05.2004, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 21. maí 2004 21. tölublað 22. árgangur Enn á ný olíukrísa? Verð á framvirkum samningum á hráolíu hækkaði hratt í byrjun maí og fór yfir 41,15 dollara og hefur verð á olíu aldrei farið hærra. Verð á olíu hefur hækkað um 16 dollara á einungis einu ári en margir héldu að í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna í Irak myndi olíukrísa aldrei aftur verða ógn- valdur við efnahagslíf heimsins. Nú er öldin önnur og skæruhernaður og óeirðir í Irak sýna að Bandaríkjamenn hafa sigrað í orrustunni en ekki í stríðinu og því hefur ekki tekist að byggja olíuiðnaðinn í írak upp á ný (sjá einnig 10. tbl. 2004). Engu að síður leikur ástandið í Irak einungis lítið hlutverk í þeim hækkunum sem hafa orðið á olíu síðustu vikurnar. Olíkt því sem gerðist í fyrri olíukrísum þá eru það ekki hömlur á framboði sem hafa ýtt verðinu upp heldur er það togkraftur eftirspurnar- innar sem leikur aðalhlutverkið. Sögulegt olíuverð Hræðslan við olíukreppu er skilj- anleg. Olíuhækkanirnar á áttunda áratuginum, 1973 og 1979, höfðu veru- leg áhrif á heimshagkerfið. Jafn vel minni olíubólur eins og 1990 og 2000 höfðu einnig samdrátt í för með sér. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hefur þumalfing- ursreglu sem segir að hækkun á olíu um 5 dollara sem er viðvarandi í um ár hafi um 0,3% samdráttaráhrif á heimshag- kerfið. Forsvarsmenn Alþjóðaorku- málastofnunarinnar sögðu nýlega að viðvarandi verð á olíu, 35 dollarar, út árið myndi hefla hálft prósentustig af heimshagvextinum. Því má ætla að viðvarandi verð í 40 dollurum geti leitt til þess að hagvöxtur verði hátt í einu prósentustigi lægri en ella. Þetta er hins vegar minna áhyggjuefni en ætla mætti í ljósi þess að spáð er góðum hagvexti á árinu, um 3,4% í löndum OECD, og þar af leiðandi ekki hundrað í hættunni þó að eitthvað verði skorið af þeim vexti. Hátt olíuverð er heldur ekki eins ógn- vekjandi þegar tekið er tillit til verðbólgu í sögulegum samanburði. Raunverð olíu nú er enn talsvert lægra en það hefur verið í mestu olíuhækkunum sögunnar. Að áliti sérfræðinga þyrfti olíuverð að vera á bilinu 50-55 dollarar til þess að jafnast á við verðhækkanirnar árið 1990, um 60 dollarar til þess að nálgast verðið árið 1973 og hátt í 100 dollarar til þess að jafnast á við verð á olíu árið 1979. Framboð og eftirspurn Aáttunda áratuginum voru það deilur fyrir botni Miðjarðarhafs sem leiddu til þess að það dró úr framboði á olíu á heimsmarkaði. Framboðsskortur hefur yfirleitt einkennt miklar hækkanir á olíu en nú er staðan önnur því að hækkanir undanfarna mánuði hafa fyrst og fremst verið knúnar áfram af aukinni eftirspurn, ekki síst frá Kína og Indlandi, og aukinniþörffyrirolíuíBandaríkjunum vegna ferðalaga almennings. Þess vegna hafa sérfræðingar ekki haft eins miklar áhyggjur af þessum hækkunum og ella. Óeirðimar í Irak hafa einungis haft lítil áhrif á þessar hækkanir og lítil röskun hefur orðið á framboði af olíu. Hagfræðingurinn og dálkahöfundur New York Times, Paul Krugman, sagði hins vegar nýlega að það væri einmitt þess vegna sem taka ætti þessar hækk- anir alvarlega. Svigrúmið fyrir aukið framboð ermjög takmarkað; samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaorkumála- stofnuninni er svigrúm til að auka fram- boðið um 2,5 milljónir tunna á dag, en því er spáð að aukningin í ár, miðað við síðasta ár, verði um 2 milljónir tunna á dag. Með öðrum orðum þá þarf ekki mikið að gerast hvað varðar framboðs- hliðina — t.d. hryðjuverk á olíuauð- lindum í írak eða Sádí-Arabíu eða jarð- umbrot, en flestar olíuauðlindir heimsins eru á þekktum jarðskjálftasvæðum — til þess að olíuverð hækki upp úr öllu valdi og heimsbyggðin standi frammi fyrir raunverulegri olíukrísu. A móti kemur hins vegar að heims- hagkerfið er ekki eins háð olíuframboði og þegar fyrri krísur skullu á. Olíunotkun Bandaríkjamanna miðað við verga landsframleiðslu hefur minnkað um rúm 40% síðan árið 1973. Einnig má benda á að áhrif hækkandi olíuverðs eru mest á verðbólgu sem aftur þrýstir á seðla- banka að hækka vexti og ríkisstjórnir til að draga úr eyðslu. Óðaverðbólga var öllu meira áhyggjuefni á áttunda áratug- inum en hún er nú þannig að olíuhækk- anireru ekki eins mikill skaðræðisvaldur og áður. Hagkerfi heimsins er einnig um 70% stærra en það var í fyrri krísum og þess vegna þarf olíuverð að hækka enn meira en það gerði í fyrri krísum til þess að hafa sömu áhrif og þá. Sálfræði markaðarins Undir miðjan maímánuð dró úr hækk- unarhrinu olíuverðs þegar Sádí- Arabía lofaði að auka framleiðsluna. Þetta eru fyrst og fremst sálfræðileg áhrif á markaðinn en stundum virðast geð- sveiflur ráða meiru um verðið en hag- stærðir. Yfirlýsingar Sádí-Araba eru einungis til málamynda þar sem aukn- ingin hefur í sjálfu sér takmörkuð áhrif til að svara aukinni eftirspurn og aukin framleiðsla núna er ekki líkleg til þess að skila sér inn á markaðinn fyrr en í júlí í fyrsta lagi. Engu að síður er líklegt að verðáolíu verði áfram háttog meiri líkur á að það hækki í 50 dollara en að það lækki í 30 dollara. Þó að olíuverð í 40 dollurum sé ekki undanfari alþjóðlegrar krísu inun það hafa áhrif og þá ekki síst á flutningafyrirtæki og óbein áhrif á önnur fyrirtæki sem þurfa mikið á flutn- ingum að halda. Verslunarrisinn Wal- Mart varaði t.d. nýlega við því að olíu- verð gæti farið að hafa áhrif á vöruverð. Áhrifin verða einnig meiri í fátækum löndum en ríkum, þarsem þau eru háðari olíu og viðkvæmari fyrir áföllum. Aðalhættan sem stafar af hækkandi olíuverði eru hin sálrænu áhrif á markað- inn, þó að olíuverð þurfi að hækka veru- lega til þess að það fari að hafa alvarleg áhrif þá getur viðvarandi hátt nafnverð gert fyrirtæki og fjárfesta svartsýnni en ella. Á bandaríska verðbréfamarkaðin- um mátti merkja slfk áhrif en þar hefur verð hlutabréfa lækkað inikið síðustu vikurnar, m.a. af ótta við að hærra olíu- verð þrýsti á bandaríska seðlabankann að hækka vexti. Sagt er að markaðurinn hafi spáð fyrir um níu af síðustu þremur samdráttarskeiðuin. 1 Olíuverð hel'ur hækkað mikið síðustu vikumar og eru margir farnir að óttast nýja olíukrísu. 2 Björgvin Ingi Ólafsson tjallar um upptöku alþjóð- legra reglna um reiknings- skil á Islandi. 3 Guðmundur Magnússon prófessor skrifar um gjafir og ókeypist gæði og áhrif þeirra á markaðinn. 4 Traustverðugur ráðgjafi er gulls ígildi fyrir stjórn- endur, hann getur þjálfað þá og leiðbeint.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.