Vísbending


Vísbending - 21.05.2004, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.05.2004, Blaðsíða 2
V ISBENDING s Alþjóðleg reikningsskil á Islandi ■■ Björgvin Ingi Ólafsson hagfræðingur Stutt þingskjal semdreiftvartilþing- manna seint í síðasta mánuði mun innan tíðar valda hljóðlátri bylt- ingu á umhverfi íslenskra fyrirtækja og fjárfesta. Þessar tíu nýju greinar eru langþráð viðbót við íslensk ársreikn- ingalög og fjalla um beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla í íslenskum lögum. Lykilatriði frumvarpsins, sem væntan- lega verður samþykkt á haustþingi frekar en á síðustu dögum þessa vorþings, þegar umræðan snýst auðheyrilega uni allt annað en reikningsskil, er að með tíð og tíma munu alþjóðleg reikningsskil verða meginstef íslenskra reiknings- skila. Félög með skráð hlutabréf sem gera samstæðuuppgjör eru skyldug til að beita stöðlunum frá og með næsta ári, félög með skráð skuldabréf sem gera samstæðuuppgjör eru skyldug til að beita alþjóðlegu stöðlunum frá og með árinu 2007 en önnur félög hafa frest allt til ársins 2009. Umbylting Upptaka staðlanna á næsta ári felur í sér að félögin skulu í uppgjörum ársins 2005 birtatil samanburðaruppgjör ársins 2004 eftir stöðlunum, stofnefna- hagsreikningur hinna nýju reiknings- skila er samkvæmt þessu 1. janúar 2004. Auk þess má benda á að eitt félag í Kauphöll Islands, Össur hf., hefur nú þegar fengið vottun síns endurskoð- anda um að félagið fylgi alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sem markar tíma- mót í íslenskum reikningsskilum. Segja má að innleiðing alþjóðlegu staðlanna sé nú þegar hafin á Islandi. Óhætt er að segja að íslensk ársreikn- ingalög, og það regluverk sem íslensk fyrirtæki búa við varðandi afkomu- og efnahagsmælingar, séu verulega úr sér gengin og úr takti við þann raunveru- leika sem íslensk fyrirtæki búa við. Þetta hefur leitt til þess að íslensk fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að leita fyrir- myndaviðúrlausnirýmissaveigamikilla þáttaí reikningsskilum út um víðan völl. Sem dæmi um þá hentistefnu sem er víðaríkjandiííslenskumreikningsskilum má nefna að meðferð viðskiptavildar og afskrift hennar er afskaplega mismun- andi milli fyrirtækja. Afskriftir rekstrar- fjármunaeru meðýmsumhætti, samrun- ar fyrirtækja færðir með mismunandi hætti og alls ekki er samhljómur í verð- mati á skráðum hlutabréfum í íslenskum reikningsskilum. Hingaðtil hafa fyrirmyndiríslenskra ársreikninga verið sóttar langt út fyrir landhelgi íslenskra ársreikningalaga og leitað í fyrirmyndir laga í Danmörku, Bret- landi, til alþjóðlegrareikningsskilastaðla og svo framvegis. Við þessu hefur ekki verið amast af hinu opinbera sem gefur ef til vill til kynna að hið opinbera viður- kenni annmarka núgildandi lagaum- hverfis og það að fyrirtæki verði, undir núgildandi regluverki, í raun að bregðast við með þeirri hentistefnu sem ríkt hefur. Auðvitað er þetta ekki heppilegt ástand fyrir fjárfesta eða fyrirtækin sjálf og ekki til þess fallið að auka trúverðugleika markaðarins eða reikningsskilanna yfir- leitt. Innleiðing Ef efasemdir eru um yfirburði alþjóð- legu reikningsskilastaðlanna, og það að þeir veiti fyrirtækjum betri mögu- leika til fullnægjandi afkomu- og efna- hagsmælinga, má benda á að allt núver- andi regluverk íslenskra ársreikninga er um eða yfir 20 síður. Alþjóðlegu staðl- arnir, sem nú eru í þýðingu, eru yfir 2.000 síður. Við samanburð á íslensku ársreikningalögunum og alþjóðlegu stöðlunum verður fljótt ljóst að innleið- ing alþjóðlegra reikningsskila er lykil- forsenda og grundvöllur faglegra vinnubragða við afkomu- og efnahags- mælingar íslenskra fyrirtækja. Islensk fyrirtæki hefur skort heild- stætt regluverk til þess að veita skýra mynd af afkomu og efnahag. Með inn- leiðingu alþjóðlegu staðlanna fæst val- kostur til viðbótar við núverandi reglu- verk sem veitir þá hei ldarmynd sem hefur skort hér á landi. Þessir staðlar eru gerðir til þess að efla fyrirtækin, til að styrkja innviði þeirra og ef farið er eftir þeim í einu og öllu eru þeir mjög eftirsóknar- verður gæðastimpill. Freistandi getur verið að fresta upptöku staðlanna eigi fyrirtæki kost á því í sparnaðarskyni. Slíkt er þó í flestum tilfellum óráðlegt. Líklegt er að ábatinn af því að taka staðlana í notkun vegi mjög fljótt upp þá viðbótarvinnu sem þarf að inna af hendi og þann viðbótar- kostnað sem fellur til í upphafi. Hagur fyrirtækisins er að sinna afkomu- og efnahagsmælingum sem allra best. Það er gert með innleiðingu staðlanna. Það grundvallarsjónarmið ræður einfaldlega þeirri skoðun minni að í langflestum tilvikum séu íslensk fyrirtæki betur stödd með því að innleiða staðlana en án þess. Þeir sem fresta innleiðingu staðlanna í lengstu lög, það er til 2009 þegar öllum verður gert að innleiða þá, eru einungis að pissa í skóinn sinn. Fyrirtæki munu ná samkeppnisforskoti með því að inn- leiða staðlana strax og verða um leið mun samkeppnishæfari í alþjóðlegum samanburði. Heildstætt regluverk Afskaplega mikilvægt ákvæði í lög- unum er að öllum hlutafélögum, skráðum sem óskráðum, er heimilt að beita stöðlunum strax á næsta ári og má alveg búast við því að fjöldi þeirra neyti þess réttar síns í uppgjörum ársins. Eins er hugsanlegt að Kauphöll Islands muni leggja ríkari skyldur á herðar skráðra félaga en lögin kveða á um, til dæmis skylda öll félög með skráð hlutabréf til að beita stöðlunum frá og með næsta ári. Búast má við að mun fleiri félög í Kauphöll Islands en þau sem eru skyld- ug til að taka upp staðlana samkvæmt lögunum, muni taka þá strax upp þó Kauphöllin leggi engar frekari kvaðir á félögin um upptöku staðlanna. Líklegt er að félög taki stöðlunum fagnandi enda um miklar bætur á vinnuumhverfi reikningsskila frá því sem félög eru vön í ársreikningalögunum íslensku. Al- þjóðlegu staðlarnir eru langþráð heild- stætt regluverk sem lengi hefur vantað á Islandi. Frá sjónarhorni markaðarins er af- skaplega mikilvægt að innleiðing alþjóð- legu staðlanna verði sem víðtækust. Staðlarnir eru langþráð tæki fyrir fjár- festa til samanburðar á íslenskum fyrir- tækjum innbyrðisogekki síðurtil saman- burðar íslenskra fyrirtækja og erlendra. Slíkur samanburður hefur krafist um- talsverðrar yfirlegu og þekkingar en reikningsskil hafa í mörgum atriðum verið gjörólik á milli fyrirtækja. Framþróun Breytingarnar sem eru framundan eru einungis smjörþefurinn af því sem koma skal. Þrátt fyrir að nýja frumvarpið geri ráð fyrir því að árið 2009 hafi öll íslensk fyrirtæki tekið upp staðlana kæmi ekki á óvart að almennt hefðu íslensk reikningsskil tekið algjörum stakkaskiptum fyrir þann tíma. Fjárfestar munu fylgjast spenntir með framþróun næstu mánaða. Athygl- isvert verður að fylgjast með því hversu hratt innleiðing staðlanna gengur en með heill fjárfesta og heilbrigði markað- arins að leiðarljósi er ljóst að innleiðing alþjóðlegra reikningsstaðla skiptir öllu um þroska markaðarins á því umbrota- skeiði sem nú ríkir. Það er framþróun framundan - og því bera að fagna. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.