Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vísbending

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vísbending

						D
ISBENDING
Að leika sér með þjóðaratkvæði
Þorsteinn Siglaugsson
haafræðineur
Sú staða sem upp kom með ákvörð-
un forseta um að vísa fjölmiðla-
lögunum umdeildu til þjóðar-
atkvæðis er áhugaverð. Sérstaklega
hefur verið athyglivert að fylgjast með
viðbrögðum stjórnmálamanna við þess-
ari óvæntu stöðu og má með sanni segja
að þau hafi um margt verið fálmkennd.
Það er skiljanlegt.
Jafnvel þótt við föllumst á að synj-
unarvaldforsetahafiávalltveriðtilstað-
ar hljótum við líka að samþykkja að með
beitingu þess nú hefur hann breytt leik-
reglunum og um leið valdið því að setja
þarf enn frekari reglur. Um þær verður
deilt á næstu vikum.
Leikjafræðileg greining
Leikjafræðin leitast við að skýra
ákvarðanatöku einstaklinga og
fyrirtækja með því að skoða tilteknar
aðstæður og líkleg viðbrögð eins og
leik. I leiknum gilda ákveðnar reglur og
líkur á ákvörðunum leikenda eru metnar
á grunni þeirra. Það svið þar sem leikja-
fræðin hefur mest verið notuð er grein-
ing á ákvarðanatöku fyrirtækja á fá-
keppnismarkaði. Leikjafræðileg greining
er gjarna notuð til að skýra og einnig til
að styðja við ákvarðanir, til dæmis um
fjárfestingar, verðbreytingar og vöru-
þróun þar sem samkeppnisaðilar eru
nægilega fáir og nægilega þekktir til að
tiltölulega auðvelt sé að spá fyrir um
hegðun þeirra. En leikjafræði er notuð á
mörgum öðrum sviðum og meðal annars
hafa margir fræðimenn rannsakað
ákvarðanatöku í stjórnmálum með að-
stoð hennar.
Sú pólitíska staða sem nú er komin
upp er áhugavert viðfangsefni leikja-
fræði. Hér verður ekki sett fram nein
heildstæð greining á henni heldur leitast
við að skoða einn þátt undirbúningsins,
þá ákvörðun sem taka þarf um lágmarks-
þátttöku í fyrirhugaðri þjóðaratkvæða-
greiðslu, í ljósi leikjafræðinnar. Fyrst er
skoðaður einfaldur leikur sem felur í sér
eina ákvörðun eins aðila og síðan flókn-
ari leikur þar sem ákvarðanir og ákvörð-
unaraðilar eru fleiri.
Einfaldurleikur
Gerum ráð fyrir að leikendur séu tveir.
Annars vegar ríkisstjórnin, hins
vegar stjórnarandstaðan. Forsetinn er
ekki lengur með í leiknum, hann hefur
Mynd 1. Einfaldur leikur
			Meirihluti með ^^_	
	Mörk of há -------		Fylgismenn sitja heima	------ Lög samþykkt 1, 0
			Meirihluti á  —	
			móti	
Ríkisstjóm setur viðmiöunarmörk			Meirihluti á	
\			móti        ~  -	~~~^_ Lögum hafnað 0, 1
	Mörk	hæfileg ------	Fylgismenn  -"¦—""^ taka þátt     "	'  — Lög samþykkt 1, 0
			Meirihluti með-^^^	
Mynd 1: Sé gert ráð fyrir jafnri skiptingu andstæðinga og fylgismanna frumvarps er
skynsamlegt að setja of há viðmiðunarmörk. Vegin niðurstaða er þá 1,5 fyrir fylgismenn
laganna, en 0 fyrir andstæðinga, annars 0,5 fyrir báða.
leikið eina leiknum sem honum stóð til
boða.
Nokkrir stjórnarþingmenn og ráð-
herrar hafa sett fram þá hugmynd að
krefjast beri í það minnsta 75% þátttöku
í kosningunni, jafnvel meira. Þessu hafa
stjórnarandstöðuþingmenn tekið illa, að
minnsta kosti eftir að þeim gafst ráðrúm
til að íhuga málið. Ástæðan er vitanlega
sú að þeir óttast að stjórnarflokkar hvetji
stuðningsmenn sína til að sitja heima.
Stillum upp reglum fyrir þennan leik:
1. Leikendur eru ríkisstjórnin og stjórn-
arandstaðan.
2. Ríkisstjómin tekur ákvörðun um hlut-
fallið.
3. Fullkomin óvissa er um afstöðu kjós-
enda til laganna.
4. Sé hlutfallið of hátt nægir að stuðn-
ingsmenn laganna sitji heima til að
þau verði samþykkt.
Á mynd 1 sjást mögulegar niður-
stöður, annars vegar ef viðmiðunar-
mörkin eru of há og hins vegar séu þau
hæfileg. Niðurstaðan getur annars veg-
ar verið sú að lögin verði samþykkt og
þá fær ríkisstjórnin eitt stig, en stjórn-
arandstaðan núll. Hins vegar gæti hún
verið öfug og þá er niðurstaðan 0,1.
Vegin niðurstaða er meðaltal mögulegra
niðurstaðna. Þannig fær ríkisstjórnin til
dæmis hálft stig séu sett hæfileg mörk
og stjórnarandstaðan hálft. Niðurstað-
an í þessum leik er sú að skynsamlegra
sé fyrir ríkisstjórnina að setja of há
(Framhald á síðu 4)
Mynd 2. Flóknari leikur
Taka þátt
Mörkhæfileg-
Ríkisstjóm viröist
bjóða samráð
Ekki taka þátt-
/
- Lög samþykkt 1,0  —
— LÖg samþykkt 1, 0
^ Lög felld 0,1
------Lög samþykkt 1, 0
Stjórn stendur 1, 0
------ Stjórn stendur 1, 0
------ Stjórn stendur 1, 0
Mörk hæfileg -
Lög samþykkt 1, 0
Lög felld 0,1
Stjóm fellur 0,1
Stjórn stendur 1, 0
Stjórn stendur 1, 0
Rfkissijórn virðist  ___ Mótmæla
ekki bjóða samráð
Mörkofhá---------Lögsamþykkt 1,0  ---------- Stjórntellur0, 1
Mörk hæfileg--------- Lög samþykkt 1, 0
^ LögfelldO, 1
Stjórn stendur 1, 0
Stjórn fellur 0, 1
Mynd 2: Ríkisstjórn hefur val um að bjóða stjórnarandstöðu samráð. Stjórnarandstaða hefur val um að taka
þátt í samráði. Ef hún gerir það er besti kostur stjórnarinnar að setja of há viðmiðunarmörk og niðurstaðan er
2,0 fyrir ríkisstjórninni. Hafni stjórnarandstaðan samráði og setji stjórnin of há mörk er niðurstaðan 1,1 en setji
hún hæfileg mörk er niðurstaðan 3 fyrir stjórn, en 1 fyrir stjórnarandstöðu. Ef stjórnin virðist ekki bjóða
samráð, en setur hæfileg mörk fæst sama niðurstaða. Þvi er Ijóst að stjórnarandstaðan hlýtur alltaf að hafna
samráði, því þannig hámarkar hún líkur sínar. Fyrir stjórnina er skynsamlegast að bjóða eða virðast bjóða
samráð og setja hæfileg mörk.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4