Vísbending


Vísbending - 25.06.2004, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.06.2004, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 25. júní 2004 26. tölublað 22. árgangur „Hinir hæfustu sigra“ Fáar kenningar hafa verið meira misskildar og misnotaðar en sú kenning sem er sennilega frægust allra kenninga en það er þróunarkenning Charles Darwins. Kenningunni er yfir- leitt lýst í einni setningu „survival of the fittest“ sem er ekki komin úr smiðju Darwins heldur Herberts Spencers sem var frægasti Darwinisti Breta á nítjándu öldinni. Á íslensku hefur setningin oft verið þýdd sem „hinir hæfustu sigra“ eða „hinir sterkustu sigra“ sem er þó gróf rangtúlkun á kenningunni. Survival er nær því að þýða að komast afeða lifa afen ekki sigra í kenningu Darwins og fittest snýst um aðlögunarhœfni frekar en að vera sterkastur eða bestur eins og orðið hœfustu gefur til kynna. Þessi rangtúlkun er þó ekki einungis íslenskt fyrirbæri heldur tiltölulega almenn rangtúlkun á kenningum Darwins. Afbökuðkenning Það er ekki með öllu ljóst hvernig hugmyndafræðingum tókst að af- baka kenningar Darwins í tilraunum sín- um til þess að færa þær yfir á samfélagið og sérstaklega samskipti kynþátta. Sennilega er þó mikið til í því að kenn- ingum Darwins hafi verið blandað saman við .tnpernian/i-hugmyndir Friedrich Nietzsche, þar sem frumskógarlögmálið leiðirtilþessaðhiniræðriráðayfírhinum óæðri. Félagsfræðiangi Darwinismans, sem Nietzsche að vissu leyti tilheyrði, túlkaði orðið fittest frjálslega sem einhverskonar hæfi til þess að stjórna, skapa virði og hafa áhrif á annað fólk. En í kenningu Darwins snýst ovðiðfittest um aðlögun að umhverfinu og getu til þess að fjölga sér. Félagsfræðiarmur Darwinismans leiddist fljótt út í öfgafullar vangaveltur um goggunarröðun kynþáttanna og þeirra sem sigra og þeirra sem verða undir í samfélaginu. Slíkar öfgar kyntu undir nasismanum og voru t.d. notaðar til þess að réttlæta þrælahald í Banda- ríkjunum. Herbert Spencer notaði kenn- inguna til þess að mótmæla stuðningi við fátæka og sagði að „barátta náttúr- unnar fælist í því að eyða slíku úr heint- inuni til að skapa pláss fyrir betra“. Spencer var frjálsræðismaður og mein- illa við ríkisafskipti en afbakaðar kenn- ingar Darwins þóttu réttlæta mikilvægi samkeppni og frjáls markaðar, frum- skógarlögmálin áttu að gilda. I félags- fræðiarmi Darwinismans varþó ekki síð- ur að finna menn sem töluðu fyrir ríkis- afskiptum. Það voru menn, eins og t.d. þjóðverjinn Ernst Haeckel, sem voru tengdir uppruna nasismans. Aðlögunarvilji s Ibók sinni Decent ofMan segir Charles Darwin: „Það er að því er virðist mikill sannleikur fólginn í þeirri trú að hinar ánægjulegu framfarir í Bandaríkjunum, og jafnframt karakter fólksins, séu afleiðing náttúruvals; þar sent orkumeiri, órólegri og hugrakkari menn frá öllum hlutum Evrópu hafa flutt á tíma síðustu tíu til tólf kynslóðatil þessa mikla lands, og hafa náð hvað mestum árangri." Það er athyglisvert í þessari setningu að hann notar orðin orkumeiri, órólegri og hugrakkari en ekki t.d. stœrri, sterk- ari og gáfaðri. í einfaldri útskýringu á þróunarkenningunni er stundum sagt að aparnir sem þorðu niður úr trjánum og vildu breytingar hefðu orðið að mönnum en hinir sem eftir sátu sitji þar enn. Þetta er ekki svo vitlaus útskýring með hliðsjón af tilvitnuninni í Darwin. Þá er hugsanlega hægt að túlka fittest sem vilja og hugrekki til að aðlagast nýjum aðstæðum. Ef á annað borð á að reyna að færa kenningar Darwins yfir á samfélagið þá er eðlilegra að túlkunin á fittest verði í samræmi við upprunalegu kenninguna og þýði aðlögunarhæfni frekar en t.d. líkamlegir yftrburðir. Það útskýrir líka mun betur það sent gerist á hinum frjálsa markaði en hugmyndir Spencers og félaga. Fyrirtæki leitast við að finna sér markaðskima, sérhæfa sig eða aðgreina sig frá öðrurn og náþannig árangri miklu frekar en að þau lifi af í samkeppni þar sem slegist er um það hver sé æðstur allra. Fyrirtæki sem fara út í slíka baráttu verða yfirleitt ekki langlíf. En vissulega eru til þeirstjórnendur sem leiðafyrirtæki sín út á slíka braut og kann það einmitt að vera vegna þess að þeir hafa í huga einhverja afbakaða útgáfu af þróunar- kenningunni. Viðskiptasaga Afbökun kenninga Darwins hefur tiaft ótrúlega skaðleg áhrif á mann- kynssöguna og gegnumsýrt hug- myndafræði nítjándu og tuttugustu aldarinnar. Áhrifin er einnig að finna í kenningum um hagfræði og viðskipti og villir mönnum enn sýn. Margir virð- ast á þeirri skoðun að „hinir sterkustu sigri“ á markaðinum og halda þá um leið í þá trú að markaðinum sé hægt að skipta upp í æðri og óæðri einingar. Kenning Schumpeters um „skapandi eyðilegg- ingu“ dregur hins vegar upp mynd af því hvernig ný og frumleg fyrirtæki geta gert stór og sterk fyrirtæki úrelt. Til eru óteljandi dæmi í viðskiptasögunni um það hvernig þau fyrirtæki sem virðast hæfust með tillili til styrks og stærðar hafa orðið að risaeðlum sögunnar. Eins vantar ekki dæmin í hagsögunni þar sem lönd eins og Island hafa risið upp úr moldarflaginu til auðsældar, ekki vegna styrks og stærðar heldur rniklu frekar aðlögunarhæfni — á sama tíma og mörg stórveldi fyrri tíma hafa leiðst til fátæktar að miklu leyti vegna getu- leysis til þess aðlagast breyttum að- stæðum. Framfarir Ekki er ósennilegt að betri skilningur l'áist á framþróun fyrirtækja og jafn- vel heilu hagkerfannaef betur væri farið með kenningar Darwins. Það er fyrir margt löngu búið að henda félagsfræði- armi Darwinismans í ruslakistu sögunnar enda í sjálfu sér lítið annað en heimsku- legt kynþáttahatur. Engu að síður hefur frjálsleg túlkun kenninga Darwins feng- ið sumpart að lifa í, og hin upprunalega kenning tapast í, þýðingum eins og „hinir sterkustu sigra“. Það yrði í sjálfu sér mikilvægt framfaraskref ef menn myndu átta sig á að þá er ekki verið að vitna í þróunarkenningu Darwins. 1 Þeir sterkustu eru ekki líklegastir til þess að lifa af heldurþeirsem lagasig að aðstæðum. 2 Stundum getur breyskleik- inn borgað sig þó að flestir reyni að breiða yfir hann eftir bestu getu. 3 Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur fjallar í þriðju og síðustu grein sinni um upphaf kauphall- 4 arreksturs á íslandi, um tilgang og hlutverk við- skiptaþingsins á fyrsta áratug rekstrarins. okaVa ri .St)1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.