Vísbending


Vísbending - 01.10.2004, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.10.2004, Blaðsíða 3
ISBENDING Allar gáttir opnast Guðmundur Magnússon hagfræðingur Þegar Islendingar fengu heirna- stjóm fyrir 100 ámm var viðskipta- frelsi í heiminum síst minna en nú er þótt umfang viðskiptanna hafi verið minna. Fjármagn flæddi óheft milli landa, fólksflutningar voru nær óheftir og víða þurfti ekki vegabréf til þess að ferðast milli landa. Þetta breytist allt eftir 1914 og síðan hafa skipst á haftatímabil og frelsisskeið. Síðasta áratuginn hefur heimurinn opnast á ný, bæði með samn- ingum um afnám viðskiptahindrana og með tilkomu fjarskiptatækninnar. A ráðstefnu sem haldin var nýlega um atvinnuhætti á íslandi kom glöggt fram að frjáls viðskipti hafa verið for- senda bæði fyrir sjálfræði og hagsæld þjóðarinnar. Hættulegtefni Fyrir 25 árum bað Félag íslenskra stór- kaupmanna mig að flytja nokkur erindi í útvarpið þar sem fjallað yrði um frelsi í viðskiptum og breytta viðskipta- hætti á íslandi. Margar verslanir sem stóðu á gömlum merg voru að hverfa af sjónarsviðinu, innlend framleiðsla átli í vök að verjast gagnvart innflutningi, sérhæfing í verslun hélt innreið sína og kynslóðaskipti áttu sér stað í eignar- haldi. Enn þá ríkti verðlagseftirlit, hand- stýring gengis og vaxta, skömmtun fjár- magns, útdeiling innflutningsleyfa og ferðamannagjaldeyris. Ti I flutnings erindisins kom þó aldrei en efnið birtist þess í stað í nokkrum pistlum í Morgunblaðinu. Þegar á reyndi krafðist útvarpsráð þess að fá að sjá erindin áður en þau yrðu flutt. Við þetta gat ég ekki sætt mig og því fór sem fór. Það skal reyndar sagt útvarpsráði til varnar að á þessum tíma litu sumir á heildsala, fasteignasala og viðskipta- fræðinga nánast sem hættulega menn. Verslun og viðskipti hafa tekið enn meiri stakkaskiptum síðustu 25 árin á Islandi en nokkurn gat órað fyrir. Sam- bandið hefur lagt upp laupana, kaup- maðurinn á horninu er nær horfinn, skömmtunarskrifstofum fyrir verð og magn hefur verið lokað, frjálst er að flytja inn nánast hvað sem er, frjálsir vextir og frjáls álagning hefur verið tekin upp, viðskipti eru stunduð á Netinu innan- lands sem utan, frjálsir fjármagnsflutn- ingar eru leyfðir og óskammtaður gjald- eyrir er nú fyrir hendi. Utvistun, stöðlun, sjálfvirkni, sjálfs- afgreiðsla og netsala eru orðin daglegt brauð. Óhætt er að fullyrða að aðildin að EFTA og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi skipt sköpum um að íslendingar tileinkuðu sér viðskipta- hætti annarra þjóða og tóku upp alþjóð- legar samkeppnisreglur. Fjórfrelsið svo- nefnda fól í sér óheft flæði vöru og þjón- ustu, frjálsa fjármagnsflutninga og frjálsa för vinnufólks. Allur heimurinn undir Nú er svo komið að hreyfingar á fjár- málamörkuðum í fjarska hafa snar- lega áhrif á starfsemi fyrirtækja og hag einstaklinga á Islandi. Lífeyrissjóðir, verðbréfafyrirtæki og einstaklingar eiga hlut í erlendum sjóðum sem dreifa hluta- fjárkaupum sínum um allan heim. Að morgni dags, 8. desember 1997, var flestöllum fjármálafyrirtækjum í Tælandi lokað þegar gjaldmiðill lands- ins, baht, snarféll í verði.1 Fyrirtækin höfðu tekið dollaralán í ríkum mæli og endurlánað í innlendri mynt í trausti þess að yfirlýst stefna stjórnvalda um stöð- ugt gengi myndi haldast. Reyndin varð önnur og gjaldmiðillinn féll um 30%. I kjölfarið fylgdu gengisfellingar í fleiri Asíulöndum, í Suður-Kóreu og Malasíu og á Filippseyjum. Erlendir fjárfestar reyndu að endurheimta skuldir sínar og erlend fjárfesting hvarf eins og dögg fyrir sólu. Eftirspurn eftir ýmsum hrá- efnum minnkaði, svo sem kopar og áli og einnig olíu. Þetta koma illa við olíu- ríki eins og Rússland. Þar með varð skortur á gjaldeyri í Rússlandi og 17. ágúst hrundi spilaborgin. Rússar gátu ekki staðið í skilum með greiðslur af erlendum lánurn. Lánveitendur Rússa á Vesturlöndum töpuðu stórfé og reiðu- fjárskortur gerði vart við sig hjá þeim. Þeir reyndu þá að bjarga eigin skinni með því að selja verðbréfaeignir sínar í Brasilíu, Egyptalandi, Israel, Mexíkó og fleiri löndurn með afföllum. Hlutafjárins settu þeir í bandarísk ríkisskuldabréf. Gengishækkun varð á bréfunum og vextir lækkuðu. Flestir höfðu veðjað á vaxtahækkun og LTCM-sjóðurinn í Bandaríkjunum hafði tekið gríðarlegar fúlgur að láni til þess að græða á því. Það fór ekki betur en svo að bandaríski seðlabankinn varð að hlaupa undir bagga með sjóðnum, reyndar í því skyni að afstýra hruni fjármálamarkaðarins. Frá 2000-2003 lækkaði hlutabréfa- verð stórum á flestum mörkuðum heims. Niðurleiðinni má skipta í þrjá áfanga. I mars árið 2000 hrundi verðið á fjarskipta- fyrirtækjum — hin svonefnda netsápu- kúla sprakk — en mörgum hafði tekist að selja „væntingar“ urn himinháan hagnað sent lét á sér standa. Snemma árs 2001 varð afturkippur í heimsbú- skapnum sem hryðjuverkin 1 I. septem- ber það ár snerptu á. Þriðja lækkunin komíkjölfarviðskiptahneykslaíBanda- ríkjunum snemma árs 2003. Síðan hefur (Framhald á síðu 4) Mynd 2. Ferðalag íslensku krónunnar m.v. evru frá 2000 til 2002 2000 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.