Vísbending


Vísbending - 15.10.2004, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.10.2004, Blaðsíða 3
ÍSBENDING Áhættustýring í ólgusjó heimsviðskiptanna Guðmundur Magnússon hagfræðingur Segjum að við heyrum í morgun- fréttunum að fiskverð í Banda- ríkjunum hafa lækkað um 25% vegna þess að hættuleg efni hafi fundist í fiskafurðum eða fólk sé farið að borða eggjahvítu úr jurtaríkinu. Hvaða áhrif hefur þetta á íslensk fyrirtæki í sjávar- útvegi og öðrum greinum? Hvernig ætla þau að bregðast við? Hver eru heildar- áhrifin á þjóðarbúskapinn og hvernig kemur þetta út fyrir ríki og sveitarfélög? Er ástæða til þess að ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafi áhrif á atburðarásina þegar áhrifunum skolar hér á land? Til hvers og hvernig? S Ahættustýring fyrirtækja Takið eftir því að ég byrja á atferli fyrirtækjanna en ekki aðgerðum ríkisins. Þau starfa í síbreytilegumheimi þar sem helstu áhrifavaldar afkomu þeirra breytast iðulega á markaði dag- lega eða jafnvel í sífellu. Þau þurfa að hafa viðbúnað til þess að stýra þeirri áhættu sem felst í sviptingum á gengi, vöxtum, verðlagi og aðfanga- og afurða- verði. Til þess þarf bæði að þekkja rekst- urinn, beita aðferðum til þess að meta samband áhættuþátta og áhrif þeirra á afkomuna og færa sér í nyt áhættuvarnir, eftir því sem hagkvæmt þykir. Þau fyrir- tæki sem þetta gera eru auðvitað betur í stakk búin en önnur til þess að takast á við snarpar breytingar á markaðsverði. Þau þurfa vitaskuld einnig að takast á við keppinauta sína og stjórnmála- áhættu, sérstaklega ef þau stunda viðskipti í þróunarlöndum. Síðustu árin hafa sprottið upp ráð- gjafarfyrirtæki til þess að gefa holl ráð um gengisvarnir, lánastýringu og eignavörslu. Bankar og sparisjóðir bjóða einnig upp á slíka þjónustu sem fyrirtæki hagnýta sér í vaxandi mæli. Stærstu fyrirtækin reka sínar eigin áhættustýringardeildir. Það eru ekki eingöngu útflytjendur og innflytjendur sem þurfa að hafa stjórn á áhættunni. Fyrirtæki sent ein- göngu selur vöru sína á innlendum markaði keppir við innflutning. I reynd er styttra milli eindar og heildar á Islandi en í flestum öðrum löndum. Þess vegna fylgjast fyrirtæki og einstaklingar á ís- landi vel með breytingum á gengi krón- unnar. í Bandaríkjunum ber þorri rnanna lítið skynbragð á gengismál. Það er þó helst á austur- og vesturströndinni en í miðríkjunum hafa fæstir heyrt urn fyrirbærið. Reyndarerþartalað um fersk- vatnshagfræðinga og saltvatnshag- fræðinga, eftir því hvort þeir búa inni í landi eða við ströndina. Hver á að dreifa áhættu? engi vel hefur verið nokkur munur á Evrópu og Bandaríkjunum eftir því hvort það eru fyrirtækin sem sjá um að dreifa áhættunni eða eigendurnir með hlutabréfakaupum. Þar vestra er fjármagnsmarkaðurinn skilvirkari og eignadreifing er aðallega í höndum fjárfesta. Fyrirtæki í Evrópu hafa hins vegar dreift áhættu sjálf með því að kaupa hluti í öðrum félögum, oft með aðstoð viðskiptabanka og fjárfest- ingarfélaga. Þetta er þó óðum að færast í markaðshorfið, m.a. hér á landi. Skemmst er að minnast uppstokkunar á rekstri Eimskipafélags Islands þar sem flutningastarfsemi var skilin frá eigna- vörslu. í þessum efnum eins og öðrum hafa gengið yfir tískubylgjur og búast má við að menn prófi sitt á hvað að sérhæfa reksturinn og renna undir hann fleiri stoðum. Afkoma og dugnaður s Ymsum aðferðum er beitt til þess að mæla árangur fyrirtækja og dugnað stjórnenda. Sígilt er að mæla hlutfall markaðsvirðis og hagnaðar fyrirtækis, svonefnt V/H-hlutfall. Á síðustu árum hefur komist í tísku að meta verðmæti sem fyrirtækið skilar eigendum. Oft er leitað að staðalviðmiðun með því að bera árangur eins fyrirtækis sam- an við árangur annarra. Stjórnendur fá svo stundum kaupauka og kaupréttar- samninga þar sem mið er takið af árangri. Það dugir sem sagt ekki lengur að ein- blína á bókhaldsáhættu, þ.e. breytingu eigna og skulda þegar gengið fellur eða vextir hækka. Það verður jafnframt að skoða næmi tekjustreymis og hagnaðar fyrir breytingum hagstærða. Einnig er nú hægt að gera kröfu til þess að fyrirtæki kaupi áhættuvarnir eftir því sem hag- kvæmt þykir. Hluthafareiga ekki lengur að sætta sig við að fá þá skýringu þegar vel gengur að allt sé forstjóranum að þakka en ríkisstjórninni að kenna þegar illa gengur. s Arsskýrslur að sem gerir viðmið um afkomu erfið er að yfirleitt er ekki stuðst við kjör- árangur og varanlegan kjarnaágóða fyrirtækis, heldur mat markaðarins eða frammistöðu annarra fyrirtækja. I árs- skýrslu fyrirtækis, jafnvel skráðs fyrir- tækis á markaði, er yfirleitt lítið að finna um helstu áhættuþætti þess, hvað þá upplýsingar um hversu hagnaður eða greiðslustreymi viðskipta er næmt fyrir mjsmunandi áhættu. Þetta er auðvitað gott fyrir þá sérfræðinga sem kunna að rýna í ársreikninga og reikna áhrif mikilvægra hagstærða á reksturinn. Þess vegna hefur fjöldi manns atvinnu af því að finna út úr því sem ekki stendur í ársskýrslununt en upplýsingaskort- urinn er bagalegur fyrir hinn almenna fjárfesti. Von er þó til þess að bætt verði úr þessu innan tíðar því að sífellt meiri kröfur eru gerðar til reikningsskila og upplýsingagjafar um áhættu í ársskýrsl- um. Enn skortir þó mikið á en ég spái því að fyrirtæki verði að taka sig á í þessum efnum innan nokkurra ára. Nefnamáfrægdæmiúrfjármálaheim- inum þar sem fyrirtæki hafa komist upp með að þegja um flest varðandi rekstur- inn. Heimsbanki sem hrundi fyrirröskum áratug birti ársskýrslu sína á úrdú, ind- versku máli sem fáir í hinum vestræna heimi skilja. Skömmu síðarvarðfasteign- arisinn Olympia & York, sem var með höfuðstöðvar í Torontó og var í eigu Reichman-bræðra, gjaldþrota vegna taps á Canary Warf í London. Fyrirtæk- inu hafði tekist að slá 25 milljarða dollara lán án þess að opna bækur sínar. A.P. Möller, stærsta fyrirtæki Danmerkur, þrjóskaðist lengi vel við að sýna afkomu- tölur og eignamat. Flestir bankar keppt- ust þó við að lána því en sumir neituðu því þó á þeim forsendum að upplýsingar skorti um reksturinn. Samspil áhættuþátta að er ekki nóg að skoða einhliða breytingar á gengi, vöxtum eða verði. Yfirleitt eru þessar breytur innbyrðis háðar og þess vegna verður að skoða áhrif þeirra allra samtímis á reksturinn. Gott dæmi um þetta er fjármálakreppan upp úr 1990áNorðurlöndum. Bankarnir lánuðu fé í gríð og ergju út á veð í fasteignum. Þegar vextir hækkuðu urðu skuldir fasteignafélaga þungbærari. Jafnframt minnkaði eftirspurn eftir hús- næði, ekki síst ef reynt var að-hækka leiguna. Annað dæmi má nefna um tryggingafélögin eftir árásirnar á turn- ana í New York 11. september 2001. I kjölfar beggja þessara atburða stór- hækkuðu bótagreiðslur tryggingafélag- anna og hlutabréf í þeirn lækkuðu gríð- arlega í verði. Ekki bætti úr skák að sum þeirra höfðu keypt hlutabréf í öðrum tryggingafél- ögum og skyldum rekstri frekar en að (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.