Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vísbending

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vísbending

						D
ISBENDING
Erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi
Islenskur sjávarútvegur býr við tak-
markaðan aðgang að erlendu
áhættufjármagni. Þannig er erlend-
um fjárfestum ekki heimilt, samkvæmt
gildandi lögum, að fjárfesta beint í fyrir-
tækjum 1 greininni. Að baki liggur ótti
við að útlendingar næðu yfirráðum yfir
auðlindinni ef frelsi ríkti í þessum efnum.
Þessi tilhögun skerðir á ýmsan hátt
stöðu og sóknarfæri sjávarútvegsfyrir-
tækja. Færa má fyrir því veigamikil rök
að gildandi lög séu óþarflega takmark-
andi til að tryggja þau markmið sem þeim
er ætlað miðað við þær aðstæður sem
nú eru í hagkerfinu. Fyrir vikið er ástæða
til að endurskoða lögin með það fyrir
augum að rýmka aðgang að erlendu
fjármagni án þess að tefla í tvísýnu þeím
hagsmunum sem þar eru taldir í húfi.
Hér á eftir verður stuttlega reifað
hvernig sjávarútvegsfyrirtækjum hefur
vegnað á hlutabréfamarkaði. I framhaldi
verða tekin dæmi um hvernig skráð
fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum hafa
nýtt sér skráningu í Kauphöllinni til efl-
ingar og útrásar. Loks verður fjallað um
þá spurningu hvort tímabært sé að draga
úr takmörkunum á erlendum fjárfesting-
um í innlendum sjávarútvegi og hvaða
kostir blasa helst við í þeim efnum.
Stærð og verðmæti
Skemmst er frá því að segja að sjáv-
arútvegsfyrirtæki hafa átt undir högg
að sækja á hlutabréfamarkaði. Þetta sést
vel þegar þróun þeirra er borin saman
við önnur fyrirtæki í Kauphöllinni. Til
marks um það hefur Úrvalsvísitalan
(ICEX-15)hækkaðmiklumeiraen vísitala
sjávarútvegsfyrirtækja eins og mynd 1
sýnir. Þetta er sérstaklega áberandi á
síðustu tveimur árum þótt einnig sé
nokkur munur allar götur frá árinu 1999.
Aðrir mælikvarðar segja sömu sögu. Á
mynd 2 er hlutfallslegt verðmæti sjávar-
útvegsfyrirtækja sýnt annars vegar og
meðalstærð fyrirtækja hins vegar. Þann-
ighefurhlutfallskráðrasjávarfyrirtækja,
eins og Kauphöllin skilgreinir þau,
lækkað úr um 40% þegar það var hæst
árið 1997 í um 6% áþessu ári. Meðalstærð
sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur einnig
aukist lítið í samanburði við meðaltal
allra fyrirtækja í Kauphöllinni.
Skilgreining Kauphallarinnar er
reyndar aðeins víðari en umrædd lög
segja til um því að hún nær meðal annars
til sölufyrirtækjanna en það breytir þó
ekki að marki þeirri mynd sem hér hefur
verið dregin upp. I því sambandi má
nefna að hefðbundnum sjávarútvegs-
fyrirtækjum með veiðiheimíldir hefur
fækkað úr 17 í 7 fráárinu 2000 og hlutfalls-
legt verðmæti þeirra hefur lækkað úr
15% í 4% af heildarverðmæti skráðra
fyrirtækja á sama tíma.
Það sem einkum vekur athygli við
þessa þróun er að uppgangurinn á hluta-
bréfamarkaði undanfarin ár hefur hrein-
legaekki náð til sjávarútvegsins. Astæð-
urnar fyrir þessu eru sjálfsagt marg-
þættar. Rekstrarumhverfi sjávarútvegs-
ins er í mörgum atriðum frábrugðið því
sem við á um aðrar greinar. I því sam-
bandi skiptir mestu máli að stjórnvöld
og pólitík leika mun stærra hlutverk á
þessu sviði en öðrum. Er þá meðal annars
vísað til stjórnkerfis fiskveiða, úthlut-
unar aflaheimilda, hafta á viðskiptum
með þær og til þess að heimildir til ráð-
stöfunar hjá hverju fyrirtæki eru bundn-
arhámarki.Ennfremurerubyggðamálin
viðkvæm.Lokseruerlendarfjárfestingar
í greininni háðar takmörkunum eins og
lýst hefur verið hér á undan og hér er
fjallað sérstaklega um. Líklegt er að
þessir þættir geri fyrirtækjunum erfitt
fyrir á hlutabréfamarkaði.
Að öllu samanlögðu geta stærstu
fyrirtækin ekki stækkað meira innan-
lands (vegna kvótaþaks) og pólitík setur
mark sitt á starfsumhverfi þeirra. Er að
vonum að fjárfestar séu á varðbergi og
horfi frekar í aðrar áttir.
Markaðsskráning og útrás
Ein leið til vaxtar er hins vegar með
útrás, með fjárfestingum í sjávar-
útvegi og tengdum greinum erlendis,
eins og reyndar töluvert hefur verið um
á undanförnum árum. Utrás þessara
fyrirtækja hefur hins vegar ekki verið
jafnárangursrík og í ýmsum öðrum
greinum. Þannig hefur til að mynda
verðmæti KB-banka, Actavis og Bakka-
varar margfaldast í KauphöIIinní á
nokkrum árum. Össur og Marel hafa
vaxið hægar á síðustu árum en engu að
síður umtalsvert. Samanlagt verðmæti
þessara fyrirtækja er nú um 450 milljörð-
um króna meira en það var fyrir fjórum
árum. Þessi verðmætisauki samsvarar
um 50% af landsframleiðslu þjóðarinnar.
Fleiri fyrirtæki hafa náð ágætum árangri
í útrás sinni. Enginn vafi er á því að
hlutabréfamarkaðurinn hefur leikið
mikilvægt hlutverk í útrás umræddra
fyrirtækja.
Anægjulegt væri að sjá sjávarút-
veginn sigla í kjölfar þessara fyrirtækja,
að sjá innlendan sjávarútveg ná veru-
legum árangri á erlendum vettvangi. Eitt
af því sem gæti stuðlað að slíkri þróun
er rýmri aðgangur að erlendu áhættu-
fjármagni. Þá gætu sjávarútvegsfyrir-
tækin meðal annars nýtt sér hlutabréfin
(Framhald á síðu 4)
Mynd 1. Þróun Úrvalsvísitölunnar og vísitölu
sjávarútvegs frá 1992 fram í október 2004
Mynd 2. Hlutfallslegt verðmœti sjávarútvegsfyrirtœkja
og meðalstœrð þeirra m.v. meðaltal markaðarins
5.000
i    i Sjávarútvegsfyrirtæki
^^B Allur markaðurinn
— Hutf. sjávarútv.l. al heild (h-ás) .
da.cQ.d
rl.fÍ.H.fl.l
45%
40%
§,-    OJ    co
8  8  8
CJ     C\J     CJ     OJ
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4