Vísbending


Vísbending - 19.11.2004, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.11.2004, Blaðsíða 2
V ISBENDING Að skilja hvert einasta skref Taylorisminn hefur fengið nokkuð síæma útreið í sagnfræðinni og oft á tíðum óréttláta gagnrýni. Lítill vafi leikur hins vegar á að aðferða- fræði Fredericks Taylors breytti því hvernig menn hugsuðu um vinnu og skilvirkni hennar. Stjórnunargúrúinn Peter Drucker hefur haldið því fram að það hafi verið að mikiu leyti aðferða- fræði Taylors að þakka að Bandaríkja- menn gátu framleitt mun meira af stríðs- tólum en aðrar þjóðir, sem gerði þeim kleift að vega þungt í baráttunni. Einnig er athyglivert að sú aðferðafræði sem gengur undir skammstöfuninni NLP (Neuro-Linguistic-Programming) og snýst um að kenna fólki eiginleika snill- inga, sama á hvaða sviði þeir eru, er í sjálfu sér ekki ósvipuð aðferðafræði Taylors. Báðar aðferðirnar snúast um að taka eitt skref í einu og skoða og skilja hvert einasta skref. Einfaldar aðgerðir Aðferðafræði Taylors snerist í fyrstu um hvernig væri hægt að gera einfaldar aðgerðir eins og mokstur með skóflu skilvirkari. Hann lýsti ferlinu hvemig mætti gera vinnu í verksmiðjum skilvirkari í bók sinni Scientific Manage- ment sem kom fyrst út árið 191 i. Skrefin erufimm: Fyrsta skref: Finnið u.þ.b. 10 til 15 ólíka menn (helst frá mismunandi stofnunum og ólíkum stöðum landsins) sem eru sérstaklega færir í að vinna þá vinnu sem á að rannsaka. Annað skref: Rannsakið nákvæmlega röð einfaldra aðgerða og hreyfinga sem hver og einn þessara manna notar við að framkvæma þá vinnu sem er til rann- sóknar og jafnframt þau verkfæri sem hver maður notar. Þriðja skref: Rannsakið með hjálp skeiðklukku hve langan tíma það tekur að framkvæma hverja hinna einföidu aðgerða og veljið svo þá aðferð sem tekur skemmstan tíma í hverju tilviki. Fjórðaskref: Eyðiðöllumröngum, hæg- um og tilgangslausum hreyfingum. Fimmta skref: Eftir að öllum ónauðsyn- legum hreyfingum hefur verið eytt, safnið saman aðgerðunum í röð eftir því hver reynist hraðvirkust og best og veljið jafnframt bestu verkfærin. Þetta er augljós leið til þess að bæta störf. Hugmyndir Taylors, og er hann þá sjálfur ekki alveg saklaus, fóru að miklu leyti að snúast um mjög niður- negldar vinnureglur og færibandavinnu en hugmyndafræðin einskorðast aftur á móti ekki við það. Flestir hefðu gott af því að endurskoða starf sitt með aukna skilvirkni í huga og læra af þeim sem vinna betur en þeir sjálfir. Fæstir gera hins vegar tilraun til þess að brjóta hvert verk niður í smærri verk til þess að skilja í raun í hverju verkið felst og hvar má eyða óþarfa hringsnúningi og flækjum sem sóa tíma viðkomandi og hindra hann í því að gera sem best. Einfaltmál LP-gúrúinn Anthony Robbins sagði einhvem tímann sögu af því þegar hann var fenginn til þess að aðstoða bandaríska hermenn við að setja saman vopn sín á sem stystum tíma. Robbins sagði frá því hvernig hann hefði fundið þann besta í herdeildinni og skráð hjá sér hreyfingar hans og aðgerðir og þegar hann hafði fundið út hvernig hann gat kennt öðrum her- mönnum hvernig sá besti starfaði gat hann aukið árangur herdeildarinnar gíf- urlega. Það er ekki nema rétt rúmlega áratugur síðan Robbins sagði þessa sögu sem dæmi um hugvit sitt og hug- myndafræði. Hann hefur sennilega ekki áttað sig á að áttatíu árum áður hafði Frederick Taylor kennt stjórnendum nákvæmlega sama hlutinn, þ.e. aðferða- fræði til þess að bæta árangur starfs- manna sem vinna svipuð störf með mis- munandi árangri. I seinni tíð hefur oft verið gert grín að því hvernig Taylor notaði orð eins og „vísindalegt’’ til þess að reyna að auka áhrif og athygli á aðferðafræðinni og þess vegna hlýtur að vera áhugavert að sama aðferða- fræðin í meginatriðum sé komin fram á sjónarsviðið á ný, þó með þeim breyt- ingum að reynt er að beita henni á hugvit jafnt sem handverk. Það er þó kannski frekar grátlegt í Ijósi þess að mörgu leyti hefur aðferðafræðin ekki verið nýtt með réttum hætti í marga áratugi nema að mjög litlu leyti. Flestir læra best nýjar aðferðir og störf með því að fylgja rólega einhverj- umsemferígegnumþau skref fy rir skref þar til lærlingurinn hefur náð tökum á þeim hreyfingum sem til þarf. Oft er þó ekki einu sinni boðið upp á slíka kennslu heldur ætlast til að fólk finni upp hjólið á ný þegar einföld leiðsögn hefði getað sparað bæði tíma og fyrirhöfn. Þar sem slík þjálfun fyrirfinnst er þó einungis verið að leita eftir ásættanlegum vinnu- brögðum en ekki skilvirkustu vinnu- brögðum sem þekkjast. Stjórnendur McDonalds beittu slíkri aðferðafræði til að búa til sannkallaðan skyndibita- stað. Slík verkskipulagning er þó einmitt sú sem gerði aðferðafræði Taylors óvin- sæla og jafnvel ómannúðlega. I því felst hugsanlega ástæða þess að stjómendur hafa ekki nýtt sér hugmyndafræði Tayl- ors mjög vel. Flestir trúa því að aðferða- fræði hans eigi einungis við þegar um mjög einfaldar aðgerðir eins og í eldhúsi og afgreiðslu McDonalds-veitinga- staðar eða þegar moka á skurð er að ræða. NLP-þjálfarar hafa hins vegar náð ágætum árangri við að beita svipuðum aðferðum til að kenna fólki að ná meiri árangri í flóknari og margslungnari störf- um. Hringrás endurbóta Mariann Jelinekfjallaði umFrederick Tayior og aðferðafræði hans í bók sinni Institutionalizing Innovation frá 1979 þar sem hún sagði frá því hvernig hann innleiddi skipulag og rútínu í vinnuferlið sem gerði stjórnendum kleift að einbeita sér að „frávikunum” og losna þannig undan hinum daglega rekstri. Það er mikið til í þessu hjá Jelinek en það sem meira er: skilningur á einföldum aðgerðum sem leiðir til aukinnar skil- virkni í starfi þess sem hefur mikið á sinni könnu getur skapað svigrúm fyrir mikilvægustu málin. Þetta er gríðarlega mikilvægt t.d. í starfi stjórnenda sem sumir hverjir virðast endalaust vera að vinna einhver smáverk sem taka allan tímann frá hinum stóru málum sem þyrfti að leggja miklu meiri áherslu á. Það er kannski ekki hægt að nota aðferðafræði Taylors á flókin störf í heild sinni en það er hins vegar hægt að nota hana á ein- staka hluta starfsins og gera þá hluta skilvirkari sem verður svo til þess að meiri tími gefst til mikilvægari þátta sem felast í starfinu. Einnig er mikil vægt að skilja að þetta er hringrás sem gengur út á að um leið og einhver bætir um betur við hina bestu aðferð sem þekktist eiga allir að læra hina nýju tækni til að komast jafnfætis þeim sem bætti um betur. Þannig geta orðið til sífelldar endurbætur í vinnu- ferlinu. Þetta erhins vegarekki það sama og að búa til einhverjar reglur um „bestu framkvæmd” sem vilja úreldast fljótt og voru í upphafi ekki góðurkostur. Jelinek fjallar um vísindalega stjórnun Taylors í bók sinni sem upphaf stefnumótun- arfræðanna og notar hugmyndir hans til að rökstyðja mikilvægi áætlanagerða í fyrirtækjum. Boðskapur hennar og margra annarra hefur jafnframt verið að stefnumótun snerist fyrst og fremst um markmiðssetningu og áætlanagerð. Henry Mintzberg gagnrýndi þetta meistaralega í bók sinni Rise and Fall of Strategic Planning þar sem hann bendir á vegleysur áætlanagerðarinnar sem lykilþátt stefnumótunar. Mintzberg bendir jafnframt á að Jelinek hafi mis- (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.