Vísbending


Vísbending - 26.11.2004, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.11.2004, Blaðsíða 2
V ISBENDING Akvörðun um ákvörðun egar forsætisráðherra stendur íbygginn og skipar að nú skuli lög sett á kennara, að lækka eigi skatta eða að ísland verði að segja írak stríð á hendur og jafnvel þegar dekkjabóndi lætur himinháa hauga safnast upp sem eldsmat framtíðarinnar þá hefur ákvörð- un verið tekin. Þetta þarf ekki endilega að vera góð ákvörðun eða að skynsam- lega sé að þeirri ákvörðun staðið en ákvörðun er það engu að síður, hvort sem hún er meðvituð eða ómeðvituð. Hvemig fólk tekur ákvarðanir er merki- legt umhugsunarefni enda flækist það fyrir sumum. Ákvörðunartaka s Akvarðanir eru teknar með ýmsum hætti. Lengi hefur loðað við ákvarð- anir að þær séu byggðar á innsæi og huglægu vali. Einhver hélt því fram að ákvarðanir íslendinga væru meira byggðar á blindri þörf og þá ekki endi- lega þörf fyrir fæði og klæði heldur þörf fyrir stórmennsku og frægð. Akvarðanir eru eitt af hugðarefnum Peters Druckers, stjórnunargúrúsins, sem í nóvember síðastliðnum hélt upp á 95. aldursárið. Drucker hefur greint á milli tvenns konar ákvarðana, annars vegar almennra ákvarðana sem eru í raun forrituð svör við rótgróinni stefnumörkum innan ákveðinnar stofnunar og hins vegar stefnumarkandi ákvarðana sem eru ólíkar almennum ákvörðunum að því leyti að þær eru svör við einstökum at- burðum þar sem engar formlegar reglur eða stefna eru fyrir hendi. Langflestar ákvarðanir eru almenn- ar forritaðar ákvarðanir en það er varla hægt að tala um ákvörðun í því sambandi þar sem þær eru eðlilegur hluti tiltekins ferils. Hugsanlega er það þess vegna sem flokksbundnirstjómmálamenn hafa ekki tekið ákvörðun svo lengi sem elstu menn muna. A hinn bóginn er stefnu- markandi ákvarðanataka óviðeigandi þegar um er að ræða einhvers konar rútínuákvörðun en að sama skapi er for- rituð ákvörðunartaka röng nálgun þegar þörf er fyrir stefnumarkandi ákvörð- unartöku. Margir eiga erfitt með að gera greinarmun þama á milli, hvenær þörf er fyrir forritaða ákvörðunartöku og hvenær ekki. Þegar íslensk stjórnvöld eyrnamerktu Island sem eina af hinum útvöldu þjóðum sem studdu innrás Bandaríkjanna í írak hefur hugsanlega verið um forritaða ákvörðunartöku að ræða þegar taka barstefnumarkandi ákvörðun. Að minnsta kosti virðist vandræðagangurinn yfir því hvernig komist var að þessari niðurstöðu vera með eindæmum. Ekki ákvarðanir eter Dracker hefur í áranna rás fj allað um ákvarðanatöku og skilgreindi hana sem feril sem felur í sér áhættu, virðismat og dómgreind, það að greina á milli óvissuþátta, koma auga á kostina, setja saman framkvæmdaráætlun, taka tillit til siðferðilegra spurninga, finna leið til að mæla árangurinn og meta hvort og hvernig er hægt að breyta ákvörð- uninni. A sinn skemmtilega hátt hefur Drucker einnig vakið athygli á mýtum sem snúast um hvað væru ekki ákvarð- anir. Hér á eftir eru sýndar tilraunir hans til að kveða nokkrar þeirra niður: Mýtan um hina einangruðu ákvörðun. Hin einangraða ákvörðun segir svipaða sögu og sandkorn í eyði- mörk, sagði Drucker eitt sinn. Akvarð- anir hafa í raun ekkert upphaf eða endi heldur eru hluti af endalausu ferli, hver einasta ákvörðun hefur áhrif á aðrar ákvarðanir. Drucker líkti ákvarðanatöku við taflmennsku þar sem hver leikur er ákvörðun sem hefur breytt stöðunni á borðinu og möguleikum á framhaldinu. Raunveruleikinn er hins vegar ekki svona vel skilgreindur, vettvangurinn og mennirnir jafnaugljósir eða hags- munaaðilar jafnfáir að tölu. En hugmynd- in er hin sama, hver leikur hefur áhrif á aðra leiki í framtíðinni. Mýtan um rútínuákvörðunina. I huga Druckers eru rútínuákvarðanir í raun ekki ákvarðanir. Hugsanlega var tekin ákvörðun í upphafi sem mótaði stefnuna sem rútínuákvarðanir eru for- ritaðar til að svara í samræmi við. Það þarf lítinn heila til þess að fylgja línunni, það er miklu frekar spuming um venju. Þegar regluveldið var sem öflugast í fyrirtækjarekstri var ekki nein þörf fyrir aðframkvæmdastjórartækjuákvarðanir. Sennilega hefur það líka orðið til þess að fyrirtækjum sem festust í reglufarg- aninu vegnaði illa enda varð rútínan smám saman að sínum eigin veruleika þar sem stefnumarkandi ákvarðanir voru ekki til. Mýtan um vísindalega lausn vandamála. Drucker hefur bent á þá þversögn í vísindalegri hugmyndafræði þegar leysa á vandamál að hið þekkta hefur miklu meira vægi en hið óþekkta. Til þess að eyða óvissu og auka töl- fræðilega marktækni var stundum horft fram hjá hinu óþekkta. Jafnframt var lagt af stað með þá tilgátu að það væri til rétt svar sem gerði það að verkum að allt snerist um að leita að svarinu en spurn- ingin og ákvörðunin gleymdist eða rétt svar var fundið við rangri spurningu. Drucker benti einnig á að ef til væri „rétt” svar þá væri engin þörf fyrir ákvörðun. Mýtan um stöðuvaldið. Þegar horft er á skipurit fyrirtækja má oftast finna framkvæmdastjórann og stjórn fyrir- tækisins efst í pýramída, eins og þeirra sé að taka ákvarðanirnar. Dracker hefur bent á að þó að æðstu stjórnendur velji vandamálið finni þeir einhverja undir- menn til þess að stúdera það. Þegar hið valda vandamál kemur loks til baka til stjórnandans þá er yfirleitt búið að finna bestu lausnina og þá er hlutverk stjóm- andans einungis að samþykkja hana. Þar af leiðandi er vafamál að telja að ákvörðunin sé í raun alltaf tekin á toppi fyrirtækisins. Þetta er kannski mest áberandi þegar fylgst er með stjórnum fyrirtækja en samkvæmt þessu taka þær sjaldan eða aldrei ákvarðanir en hafa þó hið mikilvæga neitunarvald. Drucker hefur einnig tínt til fleiri mýtur eins og hvað trúin á spár og áætl- anir leiðir menn í einhverja óæskilega rútínu og hvernig aðgerð verður að felast í ákvörðun en hugmyndir og ætl- anir eru í sjálfu sér ekki ákvarðanir. Læknirinn in af skemmtilegri aðferðum Druck- ers til þess að varpa nýju ljósi á gamlar hugmyndir í stjórnun og stefnu- mótun er að skoða hvernig ýmsar starfs- stéttir nálgast svipuð úrlausnarefni. Hann hefur hrifist mjög af því hvemig læknastéttin nálgast ákvörðunarferlið þó að það sé sjálfsagt misjafnt þar eins og annars staðar en nálgunin segir áhugaverða sögu. Drucker hefur til- greint fimm atriði úr heimi læknastétt- arinnar sem geta aukið skilning stjórn- enda á ákvarðanaferlinu: 1) sjúkdóms- greining, 2) endurgjöf, 3) samspil ein- kenna og þekkingar, 4) samband þekk- ingar og fáfræði og 5) tilvist hinnar siðferðilegu víddar. Það er engin leið að taka skynsam- lega ákvörðun án þess að gera einhvers konar rannsókn á aðstæðum og við- fangsefni. Það verður að reyna að skil- greina vandamálið áður en farið er í að leysa það. Yfirborðslegt mat sem ýtir mönnum til að taka ótímabærar ákvarð- anir geta verið hættulegar. Að ganga út frá einhverjum „staðreyndum” áður en tilgáta hefur verið sett fram getur dregið athyglina frá því sem menn vita ekki. Þess vegna er mikilvægt að skoða hvað til þarf til þess að prófa gildi tilgátunnar frekar en að æða áfram með „staðreynd- irnar” á hreinu. Endurgjöfin er mikilvæg þar sem prófa þarf þær tilgátur sem menn hafa um vandann og lausnir hans og finna út hverjar niðurstöður þeirra prófana (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.