Vísbending


Vísbending - 03.12.2004, Blaðsíða 2

Vísbending - 03.12.2004, Blaðsíða 2
ISBENDING Alþjóðlegir starfaflutningar Alþjóðavæðingin hefurbarið á dyr á Islandi. íslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli leitað á erlendar slóðir og fjárfest í nágrannalöndunum. Erlendar tjárfestingar á Islandi hafa einnig aukist. Árið 1998 var bein erlend fjármunaeign á Islandi rúmir 32 milljarðar en voru um 72 milljarðar í lok árs 2003. Erlendu vinnuafli hefur einnig fjölgað og er nú víða um land og allt er á kafi í erlendu lánsfjármagni. Þetta eru nýir tímar. Soghljóðið Hagfræðingar hafa að undanförnu mikið velt vöngum yfir ágæti kenn- inga um alþjóðaviðskipti. Ástæðan er að uppgangur í Kína og á Indlandi síð- ustu árin er farinn að vekja óhug Banda- ríkjamanna. „Soghljóðið" sem Ross Perot, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, heyrði áður frá landamærum Mexíkó heyra menn nú frá Austurlöndum. Hinir risavöxnu tígrar eru mun „hættulegri“ en hinir smáu tígrar tíunda áratugarins. Ástæðan er sennilega að umfangið er miklu meira. Það sem hefuryfirleitt vald- ið mönnum áhyggjum í alþjóðavæð- ingunni eru töpuð störf í heimalandinu. Sagan er hin sama nú, þó með örlitlum en mikil vægum breytingum. Það eru ekki einungis láglaunastörfin sem tapast heldur hefur mikill fjöldi velmenntaðra indverskra tölvufræðinga verið að tína til sín æ fleiri störf frá Bandaríkjunum, jafnvel svo að Sflikondalurinn er ein- ungis svipur hjá sjón. Það sem er að velkjast í huga hagfræðinga er að þetta er ekki alveg eftir bókinni. Allt frá því að Bretinn David Ricardo setti fram kenninguna um hlutfallslega yfirburði þjóða í alþjóðaviðskiptum í byrjun nítjándu aldar hefur verið tiltölulega rakið mál að færa rök fyrir ágæti alþjóðaviðskipta. Tvær þjóðir græða á því að skipta með sér verkum eins og Ricardo sýndi fram á með dæmi um vínframleiðslu Portúgals og tau- framleiðslu Breta. Frekari útfærsla Svíanna Elis F. Heckshers og Bertels Olins á kenningum Ricardos sýndi enn frekar hvernig ríkar og fátækar þjóðir gætu hvorar tveggja grætt á viðskiptum sín í milli. Galdurinn liggurþóí hlutfalls- legum yfirburðum þjóða. Þess vegna var eðlilegt að þjóð eins og Bandaríkin tapaði störfum í vinnuaflsfrekum iðnaði en græddi í staðinn störf í fjármagns- frekari greinum og í greinum þar sem meiri hæfni væri krafist. Það sem hefur hins vegar gerst fyrir tilstilli tæknifram- fara í samskiptum er að það skiptir litlu máli hvort þekkingarstarfið er unnið í Bangladess eða Los Angeles og þekk- ingin er mun ódýrari í Austurlöndum en á Vesturlöndum. Það er þess vegna ekki skrítið að soghljóðið að austan fari ekki eins og vindur um eyru Bandaríkja- manna. Að tapa og skapa Hingað til hefur ísland ekki tapað mörgum störfum til útlanda vegna útrásar íslenskra fyrirtækja enda hafa hin íslensku fyrirtæki keypt upp starfsemi erlendis en ekki flutt sína starf- semi nema að litlu leyti til útlanda. Þó eru dæmi um það í hugbúnaðargeiranum og bankamir em í auknum mæli famir að flytja hina alþjóðlegu þjónustu til út- landa. ísland er ekki hrjáð af atvinnuleysi svo að hér á landi er ekki sama pólitíska hitamálið og víða erlendis að missa störf úr landi. Engu að síður er ljóst að samn- ingaviðræður um herstöðina í Keflavík snúast að nokkru leyti um störf og byggð á Suðurlandi. Álþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja hefur þvert á móti skapað störf fyrir íslenska starfsmenn en Islendingum líkar oft best að hópa sig saman þegar þeir eru komnir til útlanda. Þannig hafa margir íslendingar fengið spennandi störf erlendis í hinum vaxandi útrásar- fyrirtækjum. Erlend fjárfesting á íslandi hefur einnig skapað störf hér heima og er nú t.d. orðin til ný byggð við Kára- hnjúka. Það sem hefur valdið mörgum íslendingum áhyggjum er aukið flæði af erlendu vinnuafli til Islands. Mikið af þessu vinnuafli er einfaldlega til komið vegna þess að eftirspurnin eftir vinnuafli er meiri en innlent vinnuafl getur sinnt. Einnig er þetta fólgið í því að launum er haldið niðri og íslendingar vilja þá ekki vinna fyrir þau laun sem eru í boði. Þannig virðist hið sama gerast þegar starfsemi er flutt til fátækari landa og þegar ódýrari erlendir starfsmenn eru Bein fjármunaeign útlendinga á j íslandi frá 1998 til 2003 1998 1999 2000 2001 2002 2003 fluttir til landsins. Erlent vinnuafl vinnur hin einfaldari störf og það heldur launum niðri og þar af leiðandi ýtir það undir að Islendingar finni sér önnur og betur launuð störf. Vandinn er fólginn í því að menn sem eru sérþjálfaðir í þeim störfum sem eru í auknum mæli í höndum útlendinga eiga ekki alltaf auðvelt með að finna önnur og betur launuð störf. Það er hugsanlega enn verra fyrir fólk að sjá starf sitt hverfaí hendur útlendinga við hliðina á sér en að sjá það hverfa yfir hafið. Á móti kemur að þetta hefur góð áhrif á hagkerfið í heild sinni þar sem innlend þjónusta og vörur verða ódýrari og neysla eykst með auknum fólksfjölda og heildardæmið verður þar af leiðandi þjóðhagslega hagkvæmt. Engu að síður er það ekki mikil huggun harmi gegn fyrir þá sem standa verr en áður. Lærdómskúrfan Alþjóðavæðingin snýst ekki ein- ungis um störf heldur öllu frekar um velferð þjóða. Ávinningur alþjóða- viðskipta er líka fólginn í því að vörur og þjónusta lækka í verði þegar vinnuaflið verður ódýrara eða framleiðslan hag- kvæmari vegna þess að aðrar aðstæður eru einnig betri til ákveðinnar fram- leiðslu í sumum löndum en öðrum. Þannig græða þeir sem eiga fyrirtækin og neytendurnir sem kaupa þessar vörur og þjónustu. Ein hugmynd bandarískra hagfræðinga er að lægri kostnaðurþekk- ingariðnaðar, og þá ekki hvað sfst hug- búnaðar, geti leitt af sér gríðarmiklafram- leiðniaukningu. Það verður hægt að gera meira með minni tilkostnaði og færri störfum. Og jafnvel þó að Bandaríkin tapi hefðbundnum forritarastörfum til Indlands þá skapar breytingin nýja möguleika og ný störf. Þörfin er þá t.d. meiri fyrir hugmyndir og rannsóknir ýmiss konar. Bandaríkjamenn telja sig enn hafa yfirburði t.d. í lyfjaframleiðslu og -rannsóknum. En jafnvel þeir yfir- burðir geta verið skammlífir þar sem Austurlandabúar eru óðum að komast yfir þessa þekkingu með því að senda stúdenta til Bandaríkjanna eða með því að bjóða fyrirtækjum góðar aðstæður til þess að gera rannsóknir. Kínverjar hafa tekið á móti útlendingum fagnandi svo framarlega sem þeir gætu lært eitthvað af þeim. Síðan hafa Kínverjar nýtt sér þekkinguna og farið sjálfir í reksturinn. Þetta hefur gert það að verkum að lær- dómskúrfan er miklu styttri en áður var ætlað. Hinar fátæku þjóðir hafa komist að því að það er miklu árangursríkara að byggja upp tæknistig þjóðar og þekk- ingu heldur en að láta sér nægja að bjóða (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.