Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vísbending

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vísbending

						D
ISBENDING
Álagning olíufélaganna
Ólafur Klemensson
hagfræðingur
Iþessum pistli verður fjallað um
hvernig álagning olíufélaganna
hefur þróast á seinustu átta árum,
yfirtímabilið allt, milli áraog milli mánaða.
Þá verður leitast við að skýra og skilja
hvaða þættir liggja á bak við verðhegð-
un félaganna og reynt að greina hvort
breyting hafi orðið á verðhegðun þeirra
á seinustu misserum.
Krónutöluálagning
Þegar greining er gerð á brúttóálagn-
ingu olíufélaganna (staðvirtur mis-
munur útsöluverðs og samtölu inn-
kaupsverðs og opinberra gjalda) á
undangengnum átta árum kemur margt
í ljós. Raunálagningin í krónutölu hefur
hækkað verulega eða um fjórðung frá
árinu 1997 til 2004. Hækkunin er þó mun
meiri frá 1997 til 2003 en á þessum 7 árum
hækkaði raunálagningin um þriðjung.
Árleg meðalálagning var tiltölulega
stöðug og jöfn árin 1997-2000 en upp
frá því hækkaði álagningin verulega og
náði hámarki á seinasta ári, 2003. A
tímabilinu 2000-2003 hækkaði raun-
álagningin um 15% á ári. Almennt er
álitið að olíufélögin hafi á undanförnum
árum fyrst og fremst miðað við og stefnt
að ákveðinni krónutöluálagningu (ekki
hlutfallslegri álagningu). Ef þetta hefur
verið stefna félaganna virðist þetta
markmið hafa gengið illa eftir þegar litið
er til þess hvernig álagningin hefur
breyst mánuð frá mánuði. Ar frá ári
breyttist raunálagningin eftir tiltölulega
sterkrileitnilínuátímabilinu 1997-2004.
En það eru verulegar sveiflur milli ára og
innan ára frá þessari leitnilínu. Hér vekur
mikið ris í álagningunni árið 1998 og
Mynd 1. Brúttóálagning
olíufélaganna
mikil lækkun á árinu 1999 sérstaka
athygli. Sveiflan nemur alls um 30% á
tiltölulega fáum mánuðum. Eina hand-
bæra skýringin er að á þessum tíma
lækkaði innkaupsverð og þar með
kostnaðarverð á bensíhi en á sama tíma
er krónutöluálagið hækkað mjög veru-
lega. Svo virðist sem þetta yfirskot á
álagningu hafi síðan verið leiðrétt á árinu
1999. Hér er enn eitt dæmið um mjög
sérkennilega verðhegðun sem vart er
hægt að hugsa sér að eigi sér stað á
venjulegum fákeppnismarkaði, hvað þá
á virkum samkeppnismarkaði. Fyrst
virðist vera verðlagt of hátt en síðan er
það leiðrétt með snarpri verðlækkun.
Slík verðhegðun minnir miklu meira á
verðákvörðun opinberra, hálfopinberra
fyrirtækja eða fyrirtækja í einokunar-
aðstöðu. Einkenni slíkrar verðlagningar
er hátt ferilris verðs og álagningar, til-
tölulega fáar verðbreytingar og þá oft í
stórum stökkum. Svona verðmyndun á
sér alls ekki stað á markaði þar sem virk
samkeppniríkireðaáfákeppnismarkaði.
Annað atriði er einnig athyglisvert.
Bæði krónutöluálagningin og hlutfalls-
leg álagning (brúttóálagning sem hlut-
fall af útsöluverði) breytist með mjög
líkum hætti á árunum 1997-2003 og
reyndar eru leitnilínur þessara tveggja
ferla því nær þær sömu á þessu tímabili
(sjá mynd 2). I sjálfu sér er það ekki
undarlegt því að hækkandi krónutölu-
álagning hlýtur að þýða hækkandi hlut-
fallslega álagningu. Það sem kemur hins
vegar á óvart er hversu líkar leitnilín-
urnar eru (næstum samfallandi).
Þróunarferill álagningar
Aárunum 2000-2003 erþróunarferill
álagningar tiltölulega stöðugur upp
á við. Athyglisvert er að gera samanburð
á þróun álagningar og þróun kostnað-
arverðs (sjá mynd 3). Samfella er milli
þróunarferla álagningar og  kostnað-
Mynd 2. Alagning í krónum og
hlutfallsleg álagning
:n Brúttó álag kr/l
?— Brúttó- álag/útsöluverð
1997   1998  1999  2000  2001   2002   2003
35%
30%
25%j
20%
15%
10%
5%
0%
arverðs frá því á miðju ári 1999 og fram
í ársbyrjun 2002. Eftir það hækkar
álagningarferillinn verulega upp fyrir
kostnaðarverðsferilinn, sem þýðir að
ekki er hægt að skýra þessa hækkun
álagningar með samsvarandi breytingu
á kostnaðarverði. Hækkun brúttóálagn-
ingar milli áranna 1999 og fram á árið
2003 nemurum40%. Ekki verðurkomið
auga á neinar sérstakar skýringar á
þessari miklu hækkun. Þó skal tekið fram
að mikil þensla einkenndi hluta af þessu
tímabili sem hafði lítil áhrif á eftirspurn
eftir bensíni en kann að haf a haft einhver
áhrif á rekstrarkostnað félaganna.1 For-
sendur sem eiga rætur í eftirspurn, inn-
kaupsverði eða öðrum kostnaði geta
vart skýrt þessa miklu hækkun á raun-
virtri álagningu, nema þá að litlu leyti.
Á fyrstu mánuðum 2001 varð snörp
lækkun á álagningu. Skýringin er sú að
þá var í gangi samkomulag milli aðila
vinnumarkaðarins um að halda aftur af
verðlagsbreytingum svo að forsendur
kjarasamninga stæðust („rauða strik-
ið"). Meðan á þessu samkomulagi stóð
virðast olíufélögin hafa haldið í við sig
í álagningu, öll í takt. Hér er enn eitt
dæmið um samstíga verðhegðun.
Árið í ár
Þegar litið er á verðhegðun olíufélag-
anna seinustu þrjú misserin má ljóst
vera að greinileg stefnubreyting hefur
orðið hjá félögunum. Þetta kemur m.a.
fram í því að meðalálagning á þessu ári
(2004) er um 8% lægri en meðalálagning
á seinasta ári. Mikil lækkun á brúttó-
álagningu átti sér stað frá haustmán-
uðum ársins 2003 og fram á vor 2004.
Mest mælist lækkun krónutöluálagn-
ingar vera um 20% milli ára, auk þess
sem veruleg lækkun varð á hlutfallslegri
álagningu, eða allt að 7 prósentum. I
maí, júní og júlí á þessu ári hækkaði hins
(Framhald á síðu 4)
Mynd 3. Brúttóálagning og
kostnaðarverð   1997-2004
-Brúttóálagning
Kostnaðarverð
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4