Vísbending


Vísbending - 21.01.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.01.2005, Blaðsíða 2
ÍSBENDING Talsmaður djöfulsins að er sífellt að koma betur í ljós að þeir sem tóku ákvarðanir um innrás í Irak og þeir sem tóku ákvarðanir um þjóðarstuðning við innrásina í Irak tóku ekki einungis vanhugsaðar ákvarð- anir heldur voru einangraðir þegar þeir tóku þær. Einangrun getur verið fólgin í því að aðeins fáeinir koma að umræðum um ákveðna ákvörðun. Einangrunin getur einnig verið fólgin í því að allir þeir sem koma að umræðunum láta eins og þeir séu á hallelúja-samkomu þannig að í raun á ekki nein umræða sér stað heldur gengur leikurinn út á að tromma fram stemmn- ingu fyrir ákvörðuninni. Sumir segja að í því felistflokkspólitíkin. Stundum væri betra að hafa talsmann djöfulsins með í ráðum. Trúin á mótrök aþólskakirkjan innleiddi hugmynd- ina um talsmann djöfulsins (á latínu Advocatus Diaboli). Tilgangurtalsmanns djöfulsins var að færa rök gegn því að valdir kandídatar yrðu gerðir að dýrling- um í augum kirkjunnareðaað ákveðnum atburðum yrði lýst sem kraftaverki. Sá er mæltimeðþvíað þeiryrðugerðirheilagir og sum verk að kraftaverkum var kallaður talsmaðurguðs. Talsmaðurdjöfulsins var hins vegar, eins og talsmaður guðs, lærður kirkjunnar maður. Þetta var hlutverk sem hann tók sér og til þess gert að koma í veg fyrir að kirkjan tæki hvem sem er í dýrlingatölu eða gerði hvaða atburð sem er að kraftaverki. Nú hefur kaþólska kirkjan ekki þótt mjög framfarasinnuð í gegnum tíðina og þetta var hugsanlega aðferð til þess að stíga varlega til jarðar en að þessu leyti var hún framarflestum fyrirtækjum og stjómmála- flokkum í dag. En þar virðist stundum engin tilraun gerð til þess að skoða mikilvæg mál frá fleiru en einu sjónarhomi. Þessi tækni, að færa rök fyrir málstað sem maður trúir ekki endilega á, er Islend- ingum þó ekki ókunn. Islensk ungmenni hafa ámm og áratugum saman staðið í pontu og rökrætt með og á móti ákveðnum málefnum í ræðukeppnum í framhalds- og grunnskólum landsins. Þannig hafa ungmennin í raun lært að hugsa eins og talsmaður djöfulsins, að færa rök fyrir málefnum sem þau trúa ekki endilega á en gera það í nafni leiksins. Gámngar hafa reyndar haldið því fram að einum allra snjal lasta rökræðumeistara sem kom fram í ræðukeppnum framhaldsskólanna og varð síðar þingmaður hafi aldrei tek- ist að losa sig úr hlutverkinu, hafi verið talsmaður djöfulsins allar götur síðan. Já-mennirnir Vandinn við að skapa andrúmsloft þar sem mál em rædd út frá öllum hliðum er oft fólginn í því að fáir vilja stíga út á þá hálu braut að andmæla því sem foringinn hefur sagt. Einnig er til í dæminu að þeir sem taka þátt í umræðunum séu einfald- lega allir sama sinnis. Þess vegna vill oft verða til kúltúr já-manna í fyrirtækjum og stjórnmálaflokkum. Þversögnin er oft sú að þó að stjóm- andinn segi að hann vilji rökræður, að málin séu rædd út frá öllum hliðum og að hans eigin skoðanir séu gengumlýstar, þá tekur hann því persónulega þegar á hólminn er komið. Fólk á framabraut hefur því fyrir margt löngu áttað sig á að skynsamlegasta leiðin upp á toppinn er að hafa það sem reglu númer eitt að „foringinn hafi alltaf rétt fyrir sér“. For- inginn hefur oft frama þeirra í höndum sér svo að það er betra að eiga hann að sem vin en andstæðing. Þessi einróma stuðningur verður einnig til þess að for- inginn fær falska öryggiskennd og trúir því að allt það sem hann segir og gerir sé ákaflega vel úthugsað og yfirgagnrýni hafið. Honum vex þess vegna ásmegin og gerist jafnvel enn digurbarkalegri í ákvörðunum sínum. En þetta fyrirkomulag plagar hins vegarflest fyrirtæki og stjómmálaflokka. Einhliða rökræður, eða öllu heldur ein- ræður, koma að takmörkuðu gagni ef ætlunineraðreynaaðtakaskynsamlegar ákvarðanir. Akvarðanir sem em þannig teknar inni á einhvers konar hallelúja- samkomu, þar sem allir vilja trúa því sama af því að hið gagnstæða er óhugs- anlegt og án þess að fjallað sé um þær á gagnrýninn hátt, eru oft dæmdar til þess að verða vondar ákvarðanir. Kirkjunn- ar menn voru hins vegar búnir að finna lausn á þessu vandamáli og kölluðu eftir talsmanni djöfulsins. Hlutverkið alsmaður djöfulsins er bráðsniðug aðferð vegna þess að það er hlutverk sem menn taka sér. Þar af leiðandi er erfiðarafyrirþá semtalamáliákveðinnar tillögu að taka það persónulega þegar tillaga þeirra er gagnrýnd. Ef gagnrýnand- inn biður um að fá að taka að sér hlutverk talsmanns djöfulsins áður en hann fer út í gagnrýnina sjálfa er líklegt að and- rúmsloftið verði jákvæðara en ef hann skellir sér beint í gagnrýnina. Aðrir átta sig þá á að gagnrýnin þarf ekki endilega að vera skoðun viðkomandi heldur er hann að reyna að skoða málið frá öllum hliðum. Hugsanlegt er að menn bjóði sig fram til að leika talsmann djöfúlsins en einnig væri einfaldlega hægt að skipa menn í það hlutverk. Hlutverk talsmanns djöfulsins er að draga fram hina gagnstæðu mynd, sýna fram á veikleika og villur eða að spyrja spurninga sem enginn annar þorir að spyrj a. Hann á að vekja menn til umhugs- unar um hvort trúin sem liggur að baki ákvörðun sé á rökum reist eða byggð á réttmætum forsendum. Hlutverkið má þó ekki leiðast út í einhvers konar ræðu- keppnisform þar sem rökræðan hættir að snúast um málefnið en fer að snúast um að sigra í rökræðunum. Það er stór munur á talsmanni djöf- ulsins og því að formaðurinn spyrji um ókosti ákveðinnar tillögu. Slík aðferða- fræði er ekki líkleg til að skapa nema mjög yfirborðslegar umræður í flokki já-manna. Sá fókus sem talsmaður djöf- ulsins á að hafa á hina hlið málsins gerir það að verkum að hann er líklegri til að koma fram með skarpari gagnrýni og sjónarhom sem enginn hefði þorað að koma fram með nema af því að hann var í ákveðnu hlutverki. Ef lærðir menn kaþólsku kirkjunnar þoldu að kalla sig talsmenn djöfúlsins og mæla gegn tals- manni guðs ætti fólk í viðskiptalífinu og stjómmálum að geta tekið upp sama hlutverk án þess að verða meint af. Við stjórnarborðið Meira hefur verið rætt um hlutverk og starfsemi stjórna fyrirtækja á síðustu misserum en oft áður, bæði hér á landi og um heim allan, ekki síst fyrir tilstilli þeirra hneykslismála sem komu upp þegar Enron og WorldCom spilaborg- irnar hrundu. Rannsóknirástjórnumfyrirtækjaalll fram á tíunda áratuginn sýndu að stjórnir gerðu lítið sem ekkert, voru einungis „skraut á jólatré fyrirtækisins“ eins og einn ágætur fræðimaður orðaði það. Þetta hefur hins vegar breyst á síðastliðnum áratug og stjómarmenn taka meiri ábyrgð nú en áður og reyna að hafa eftirlit með því sem erað gerast í fyrirtækinu. Enguað síðurgeturskapastandrúmsloftjá-manna hvort sem er með tilliti ti 1 ráðandi hluthafa eða stjómenda fyrirtækisins. Oft er það einhvers konar viðskiptapólitík sem gerir það að verkum að stjórnarmenn spyrja ekki réttu spuminganna eða gagnrýna. Einnig er til í dæminu að stjómarmenn vilji ekki látavanþekkingu sínaí ljósmeð (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.