Vísbending


Vísbending - 28.01.2005, Blaðsíða 4

Vísbending - 28.01.2005, Blaðsíða 4
ISBENDING Fráfall forstjóra Aðrir sálmar Ein af ósmekklegri rannsóknum sem gerðar hafa verið á hlutabréfa- verði er að mæla áhrif skyndilegs dauðsfall stjómenda fyrirtækja á hluta- bréfaverð. Þessar rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að hlutabréfaverð hækkar oft vemlega í kjölfar fráfalls stjómanda. Þettahefur verið túlkað sem svo að þessir stjórnendur hafi haldið fyrirtæki sínu í heljargreipum, ráðið ferðinni en gert lítið til að aukaveg þess. Rannsóknimarhafa einnig verið túlkaðar þannig að stundum sitji stjómenduroflengi við stjómvölinn þegar betra væri fyrir fyrirtækið að þeir færu á eftirlaun. Sigurður og Flugleiðir Hinn 17. janúar síðastliðinn var til- kynnt að Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða um tuttugu ára skeið, myndi láta af störfum í maí næstkom- andi. Tilkynnt var að Hannes Smárason, ingin um afsögn Sigurðar virðist hafa haft mjög lítil áhrif á hlutabréfaverðið. Það hafði farið lækkandi nokkra daga á undan og hélt áfram að lækka daginn eftir. Hækkanir á hlutabréfaverði síðustu daga má einnig rekja til annarra frétta en breytinga á kallinum í brúnni, frétta um aukinn farþegafjölda á síðasta ári og kaup ánýjumflugvélum. Niðurstaðan eraðþað virðist ekki hafa haft nein áhrif á hluta- bréfaverðið að Sigurður Helgason hefur ákveðið að hætta sem forstjóri, hvorki til hækkunar, sem væri eðlilegt ef fjárfestar hefðu metið það sem svo að Sigurðurhafi setið of lengi í stólnum, né til lækkunar, sem gæti verið eðlileg afleiðing þess að missa slíkan reynslubolta úr brúnni. Engin áhrif Nýr kall í brúnni er oft skýrasta rnerki um breyttar áherslur í stefnu fyr- irtækis.DæmiðafSigurðioglauslegathug- Þróun lilutabréfaverðs í Flugleiðuin frá áramótum og timasetningar fréttatilkynninga T- T~ 04 stærsti eigandi í fyrirtækinu, yrði starfandi stjórnarformaður. Um sama leyti urðu gríðarlegar hækkanir á hlutabréfaverði í Flugleiðum, en hluturinn hefur farið úr 9,5 punktum í rúmlega 13 frá áramótum, hækkaðum 35%. Þó verðurað hafa í huga að flotið á bréfum Flugleiða er mjög lítið þar sem einstakir íjárfestar hafa tryggt sér stóra hluti í fyrirtækinu. Freistandi væri að álykta sem svo að afsögn Sigurðar hafi ýtt undir þessar hækkanir. Svo er hins vegar ekki því að þegar breytingar á hlutabréfaverði Flugleiða eru skoðaðar frá áramótum kemur í ljós að mestu hækkanirnar áttu sér stað áður en tilkynnt var um afsögn Sigurðar, nánar tiltekið þann tíunda janúar. Það sem gerðist þann dag var að fregnir bárust af því, með frétt í Financ- ial Times og síðan Morgunblaðinu, að Flugleiðir væru að undirbúa yfirtöku á evrópsku flugfélagi. Þessi frétt virðist Itafa ýtt undir mikla spákaupmennsku og fór hlutabréfaverðið úr 10 punktum í 12,2 á þremur dögum. Það sem er þó merkilegra í þessu sambandi er að tilkynn- un á öðrum forstjóraskiptum í íslenskum fýrirtækjum á síðastliðnum árurn bendir hins vegar til þess að fjárfestar láti sig litluskiptahverstýrirfyrirtækinu. Bráð- kvaddir forstjórar íslenskra fyrirtækja eru þess vegna ekki líklegir til þess að hafa mikil áhrif á hlutabréfaverð, hvorki til lækkunar né hækkunar. Vísbendingin Þaðereins með eignarhaldspýramídana og pýramídana i Egyptalandi að ráðgáturnar verða ekki leystar nerna með því að rannsaka hvernig þeir eru upp byggðirog hvað heldurþeim sarnan. Til þess að svo sé hægt er nauðsynlegt að aukið gagnsæi verði á eignarhaldi fyrirtækja og aðgengi að upplýsingunt auðveldara en nú er, ekki hvað síst hér á landi. Það er hreint með ólíkindum hve erfitt erað fá upplýsingar um eignarhald á íslenskum fyrirtækjum—þaðgildireinn- Jg um skráð fyrirtæki i Kauphöllinni. Ftáður eða ekki? Eittafþví sem margirleggjanúáherslu á er að í öllum stjórnum séu einhverj- ir óháðir stjómarmenn. En hvað þýðir það að vera óháður? Margir hafa skiiið það svo að menn væru háðir félögum ef þeir ættu stóran hlut í þeim. Sam- kvæmt Leióbeiningum um stjórnarhœtti fyrirtækja sem Verslunarráð Islands og fleiri gáfu út er þó fyrst og fremst átt við stjórnarmenn sem þiggja greiðslur frá fyrirtækinu, beint eða óbeint, eða ef þeir tengjast æðstu stjómendum fyrirtækis- ins nánum fjölskylduböndum. Þetta er skiljanlegt. Þar er einnig talað um að æskilegt sé að a.m.k. tveir í fimm manna stjóm séu óháðir hluthöfum sem eiga 10% hlutaíjár eða meira. Hugsunin er að þessir menn gæti þess að hluthöfum sé ekki mismunað. Það er alls ekki víst að þetta ákvæði nái tilgangi sínum. Ekki er ólíklegt að í mörgum fyrirtækjum séu fimm sem eiga nálægt 10% hver en hlutafé dreifist að öðm leyti á allnrarga. Eðlilegt virðist að þessir fimm sitji í stjóm en það gengi ekki samkvæmt reglunum. Þær gætu leitt til þess að annaðhvort yrðu stjómir stærri en þörf væri á eða einhverjir eigendur þyrftu að víkja fyrir öðrum sem væm ótengdir viðskiptunum. Þetta gengur þvert áregluna um að menn gæti eigin fjárbest. Rannsóknir benda ekki til þess að stjómir með óháðum stjómarmönnum standi sig betur en aðrar stjómir. 1 ríkisfyrirtækjum em stjómarmenn ofl al 1 ir óháðir en þau em verst rekin samkvæmt fræðunum. Mestu máli skiptir að í stjóm setjist hæfir menn sem hafa vit og áhuga á rekstri. Reynslan frá síðustu árum sýnir að það sem rniklu máli skiptir er orðstír. Stjómarmenn verða oft að spyrja hvort ákveðnar athafnir séu til þess fallnar að skaða orðspor fyrirtækja. Fyrirtæki eru farin að færast inn á allt önnur svið en áður. En þetta er ekki allt og sumt. Stjómarmenn eiga ekki bara að koma með spurningar, þeir þurfa líka að hafa svör. Þeir eiga að hafa eftirlit og meta áhættu en ekki síður gefa ráð og koma með nýj ar hugmy ndir sem auka verðmæt i fyrirtækisins. - bj V _ ýRitstjóri og ábyrgöarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritiö má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.