Vísbending


Vísbending - 18.02.2005, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.02.2005, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 18. febrúar 2005 7. tölublað 23. árgangur Fallvalt stórveldi Tuttugasta öldin var öld Bandaríkj- anna sem stórveldis heimsins, sér- staklegasíðarihlutaaldarinnar,þeg- ar smám saman kom i ljós að grundvöllur Sovétríkjanna var ekki eins traustur og leit út fyrir. Bandaríkin báru höfuð og herðar yfirönnurríki miðað viðríkidæmi hagkerf- isins. Síðasta áratuginn hafa Bandaríkin verið eina stórveldi heimsins. Og það er erfitt að ímynda sér heiminn öðruvísi en með Bandaríkin sem leiðandi stórveldi. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að stórveldikomaogfara. Lítill vafi leikurá að það fjarar undan Bandaríkjunum sem hinu eina sanna stórveldi heimsins og er það kannski tímanna tákn að Bandaríkja- dollarinn heldur áfram að falla, nokkuð sem hefði þótt óhugsandi einungis fyrir fáeinum misserum. Stórveldi fyrr og nú Síðustu tuttugu aldirnar hafa stórveldi komiðogfarið. Rómverskastórveld- ið var og hét á fyrstu öldunum en þegar komið var fram á tíundu öldina voru það ríki Asíu, Kína og Indland, sem voru stórveldi síns tíma. Samkvæmt Angus Maddison (The WorldEconomy—A Mill- ennial Perspective) þá var hlutur Asíu í heimsframleiðslunni árið 1000 um 76% en á sama tíma stóðu Vesturlönd fyrir um 11% af heimsframleiðslunni. Þegar komið var fram á íjórtándu öld höfðu hins vegar mörg vestræn ríki farið fram úr Kína, sem var stórveldi Asíu, miðað við landsframleiðslu á mann (sjá mynd 1). Þó var það ekki fyrr en komið var á tuttugustu öld sem hlutur Bandaríkjanna í heimsframleiðslunni varð stærri en hlutur Kína (sjá mynd 2). Landsframleiðsla á mann er ágætur mælikvarði á það hvernig ríki hafa risið og fallið frá sextándu öld en talnagögn Maddisons eru ónákvæm fyrirþann tíma. Þá hafði Feneyjaveldið náð hápunkti sín- um sem viðskiptaveldi Evrópu en þrátt fyrir stöðnun voru Feneyjar þó ríkasti hluti Evrópu allt þartil hollenska undrið náði að slá um sig á sautjándu og átjándu öld. Portúgal og Spánn höfðu einnig lifað sín gullaldartímabil en þegar kornið var fram á sextándu öld var Spánn eiginlega orðinn gjaldþrota. A nítjándu öld varþað breska heimsveldið sem réð lögum og lofum og var efnahagsveldi heimsins. Loks þegar komið var fram á tuttugustu öldina voru það Bandaríkin sem tóku við sem efnahagsveldi heimsins. Reyndar einskorðast efnahagsfram- farir í heiminum meira og minna við tuttugustu öldinaþarsem fyrirþann tíma voru einungis smávægilegar framfarir hvað varðar landframleiðslu á mann eins og sjá má á mynd 1. Það sem er áhuga- vert er að eftir þúsund ára efnahagslegan blund er gamla stórveldið Kína að færast í vöxt á ný eins og sjá má þegar hlutur einstakra landa í heimsframleiðslunni er skoðaður. Hlutur Bandaríkjanna var mestur um miðja tuttugustu öldina en hlutur Asíuþjóða náði þá einnig lágmarki og var innan við 20% af heimsframleiðsl- unni. í lok tuttugustu aldar var þó ljóst að Bandaríkin voru óskorað heimsveldi, bæði þegar horft er til landsframleiðslu á mann (sjá mynd 1) og hlut þeirra í heimsframleiðslunni (22% - sjá mynd 2). Það er þó ýmislegt sem bendir til þess að Bandaríkin muni falla í sömu gildrur og fyrri stórveldi þessa heims. Að verða af aurum api Ef sagan kennir okkur eitthvað um heimsveldi sögunnar þá er það að auðsældin hefur oft orðið þeim að falli. í bók sinni The Wealth andPoverty ofNat- ions orðaði David Landes þetta eitthvað á þá leið að auðveldir peningar væru vondir og að skannntímaávinningur gæti leitt til afbökunar og langtímaeftirsjár. Stundum er þessi klaufalega meðferð á auðlindum og ríkidæmi kölluð hollenska veikin. Þjóðlönd þurfa ekki að vera stórveldi til þess að falla í þá gildru að verða auðsæld- inni að bráð, eyða um efni fram og sóa fjár- munum og auðlindum. Saga stórveldanna ætti að vera víti til varnaðar. Mynd 1. Verg lundsframleiðsla á mann í nokkrum stórveldum á mismunandi tímapunktum J c Mynd 2. Hlutur einstakra ríkja í heimsfram- leiðslunni á mismunandi tímapunktum 1500 1600 1700 1820 1870 1913 1950 1973 1998 Heimild: Angus Maddison J J J lö flffíl [ ÍJr [kí m 1500 1600 1700 1820 1870 1913 1950 1973 1998 ■ italio □ Holland □ Spánn □Bretland ■ Sovétrikin □ Bandorlkin □Kína Alan Greenspan virðist'' stundum líkjast meira trúarleiðtoga en banka- manni eða hagfræðingi. 1 Flest bendir til þess að Bandaríkinhafiþegarupp- lifað hápunkt sinn sem efnahagslegt stórveldi. 2 Tilgátan um brotnar rúður sem var leiðarljós í hreins- unNewYorkborgarereinn- ig nothæf i fyrirtæ Styrkleikar og veikleikar Islands gefa vísbendingar um að halda þurfi vel á .óKASATisiíjkmuin á næstunni. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.