Vísbending


Vísbending - 04.03.2005, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.03.2005, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 4. mars 2005 9. tölublað 23. árgangur Auður og atgervi Islendingar er rík þjóð, forrík þjóð, en hversu rík hún er nákvæmlega er ekki auðvelt að meta. Tilraunir til þess að safna saman öllum eignum þjóðarinnar, þá ekki sístnáttúruauðlindum, getaeinungis tal i st gróf nálgun. Þá er líka horft fram hj á þeim auði sem falinn er í fólkinu og hvemig auðlindir og eignir eru notaðar. Eign sem aflar einskis er augljóslega minna virði en sama eign ef hún aflar mikilla tekna. Auðlindir Danmerkur og Singapúr em miklu minni en olíuríkjanna í Mið-Aust- urlöndum en þessarþjóðireru miklu betri í að skapa mikið úr litlu. Mælikvarðinn sem yfirleitt er notaður er verg landsfram- leiðsla (á kaupmáttarkvarða) sem mælir þau verðmæti sem hver þjóð skapar með þeim auði sem hún býr yfir. Islendingar eru nokkuð góðir í þeirri auðsældarsköpun. Verðmætasköpun Sagan segirað skipulagðartilraunirtil að mæla vergra landsframleiðslu í Bret- landi og þó víðar væri leitað, hafi ekki byrj að fyrren i seinni heimsstyrjöldinni. Ástæðan var að Bretar áttuðu sig á að þeir þurftu að fá góðayfirdráttarheimild hjá vinum sínum í Bandaríkjunum ef þeir ættu ekki að fara á hausinn í stríðsrekstrinum. Utreikningur á landframleiðslu var því tilraun til að sýna nákvæmlega hvað breska hagkerfið skapaði afverðmætum í einskonarviðskiptaáætlun Breta sem gerð var fyrir Bandaríkjamenn. Allar götur síðan hefur oft orðið tii mis- skilningur um hvað landsframleiðsla snýst og hvað hún mælir og oft dregnar full djúpar ályktanir þegar mælikvarðinn er notaður til þess að þera saman auðsæld þjóða. Verg landsframleiðsla mælir ekki auð eða umsvif í hagkerfinu heldur getu þjóðar til að skapa verðmæti. Ein leið til að lýsa þess- ari verðmætasköpun er að leggja saman hagnað og launagreiðslur í hagkerfinu. Ástæðan fyrir því að Islendingar geta nartað í hælana á Dönum hvað varðar verga framleiðslu á rnann (VLF í bandaríkj adollur- um var29,2þúsund á manní Danmörku sam- anburði við 28,4 þúsund á mann á íslandi árið 2003) er að Islendingar vinna miklu meira en Danir en á móti kemur er að það er hugsanlega betri nýting á auðlindum þó að frítíminn skerðist fyrir vikið og hugsanlega lífsgæðin. Einnig væri hægt að auka verga landsíf amleiðslu talsvert ef öll vinna væri talin ffarn eins og að halda heimili og ala upp böm (þama myndu íslendingar græða þarsemþeireignasthlutfallslegafleiriböm en aðrar Evrópuþjóðir). Þar sem VLF er mælikvarði á verðmætasköpun sem mæld er í peningum þá hefúr það áhrif hveijum er greitt (þ.e. ef húsmæðmm væri einnig greitt myndi það auka VLF) og hversu mikið. Aðrir þættir sem hafa áhrif á verga landsframleiðslu em peningamagn í umferð og umsvif í hagkerfinu (umræða sem býður betri tíma). Aðalatriðið er að landsffam- leiðslan mælir ekki auð þjóðarinnar heldur hæfni hennar til að skapa verðmæti úr því sem hún hefur. Samkeppnishæfni Sumir hagífæðingar nota landsfram- leiðslu til þess að meta þróunarstig hagkerfa, hvorí að þau séu búin að ná ffarn fúllum þroska í efnahagslegum skilningi eður ei. Vesturlönd em þróuðu ríkin og ýmis fátæk Affíkuríki eru kölluð þróun- arlönd. Vandamálið er oft ekki að þessar þjóðir em fátækar í þeim skilningi að þau skorti auð, því að mörg þessara landa búa yfir auðlindum eins og gulli og grænum skógum sem Islendingargetaeinungis látið sig dreyma um. Vandamálið er hins vegar að þessar þjóðir hafa ekki lært að skapa verðmæti með þeim auðlindum sem þau þó hafa eða að þau hafa einblínt um of á þessar auðlindir ogþannig drepið niður frumkvæði í öðmm greinum eins og virðist hafa gerst í olíuríkjum Mið-Austurlanda. Islendingar eiga hins vegar aðrar auðlindir þó að þeir eigi ekki gull og græna skóga og urðu ekki ríkir fyrr en þeir fóm í auknum mæli að nýta sér sj ávarauðlindina. Sj ávarauðlindin er að mörgu leyti fullnýtt sem hefúr ýtt íslend- ingum út í að nýta aðrar auðlindir eins og orkuvinnslu ffá fallvötnum og jarðvarma. Hin miklu umsvif í hagkerfinu, sem er ekki síður fólgið í útþenslu bankakerfisins, hefur þannig hjálpað til við að ýta upp lands- framleiðslunni. Út ffá samanburði á landsffamleiðslu á milli landa er ljóst að íslenska hagkerfið er orðið mjög þróað og jafnast á við önnur Vesturlönd hvað varðar hæfni til þess að skapa verðmæti. Sjávarútvegurinn er enn homsteinninn en stóriðja, þjónusta ýmiss konar og þekkingariðnaður vega sífellt meira í hagkerfinu. Ef samkeppnishæfni þjóða snýst fyrst og ffemst að byggja á þeim styrkleika sem þær hafaþá ættu Islend- ingar að vera á góðri braut. Engu að síður leynist engum að það er ekki hægt að vona að sjávarútvegur og stóriðja varði veginn til ffambúðar. Sjávarútvegurinn er undir gífúrlegum þrýstingi ffá ódýmm eldisfiski ffá Kína og náttúmunnendur munu ekki endalausttapabaráttunni við stóriðjusinna. Þekkingariðnaðurinn á í samkeppni við ódýrara og menntaðra vinnuafl hinum megin á hnettinum og þj ónustan takmarkast við fámenni þjóðarinnar þó að ferðamenn geti leikið vaxandi hlutverk. Atgervi Þegar horfl er ti 1 samkeppn ishæfhi þj óða, auðsældar og verðmætasköpunar er yfirleitt horft á auðlindir, atvinnugreinar og vömr, sjaldnast er horft á fólkið sem myndar þjóðina. Ef eitthvað verður sagt um Islendinga þá hafa þeir einstaka hæfileika í að sigrast á erfiðum aðstæðum. Eflirbaráttu kynslóðanna allt ffá landnámstímum við móðir náttúm er þessi sjálfbjargarviðleitni sennilega innrituð í genin. Þjóð sem kippir sér ekki upp við þó að það sé sól og blíða fyrir hádegi, stormur eftir hádegi og kaf- snjór þegar líður að kveldi og þjóð sern upplifir myrkur annan hluta ársins og Ijós hinnhluta þess hlýtur að vera betri en flestar þjóðir í að laga sig að aðstæðum. Áræði nokkurra Islendinga í viðskiptum á erlendri gmndu síðustu misserin sýnirað ekki skortir Islendinga áræðið. Hlutfall þeirra af þjóð- inni er það stórt að þetta er engin tilviljun. lslendingarhafa lært að búa til peninga. Það em slikir eiginleikar sem em gmndvöllur samkeppnishæfui þjóðarinnar. 1 íslenska þjóðin býr yfir samkeppnishæfni sem er ekki al I tafaugljóst en á eftir að verða mikilvægari. 2 Leiðtoginn er sífellt meira í sviðsljósinu en spuming er hvort búið sé að finna leyndarmál hans. 3 Gylfi Magnússon tjallar um uppboðskerfið hjá eBay og traust í viðskiptum. Hann bendir á að einkunnarkerfi 4 í líkingu við það sem eBay notar gæti einnig verið áhugaverður kostur íýrir önnur fyrirtæki.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.