Vísbending


Vísbending - 23.03.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 23.03.2005, Blaðsíða 2
ISBENDING Eríiðar breytingar Sum tölfræði hefur eignast sitt eigið líf í viðskiptaheiminum, eins og t.d. hugmyndir manna um hlutfall sameininga sem mistakast vegna þess að þærkosta hluthafameiraen þærafla þeim. Aðrar tölur sem tengjast þessu og sífellt er klifað á er hlutfall þeirra breytinga í fyrirtækjum sem ganga upp, eða ganga öllu heldur ekki upp. Þessi tölfræði er komin frá John P. Kotter annars vegar og Michael Hammer hins vegar og þeir segja einfaldlega að 70% allra breytinga mistakist. Þegar að betur er að gáð sést að takmarkaðar rannsóknir liggja að baki þessum tölum en þær eru engu að síður settar fram eins og um hrein vísindi væri að ræða. Svo er ekki. Engu að síður er ekki svo ólíklegt að þetta hlutfall sé nærri lagi ef hlustað er á frásagnir úr fyrirtækjum af tilraunum til breytinga. Breytingar eru erfiðar og ef ekki er tekið tillit til allra þátta í ferlinu er líklegt að þær að mistakist. Breytingaferlið John Kotter skrifaði grein í Harvard Business Review árið 1995, Why Transformation Efforts Fail, sem hefur síðan verið ákveðinn hornsteinn um- ræðunnar um af hverju breytingar mis- takast eins oft og haldið er fram. I grein- inni talar Kotter um átta þrep sem eru nauðsynleg til þess að koma á breytingum í fyrirtækjum. Þessi átta þrep eru: 1) að skapa áríðandi þörf fyrir breyting- ar; 2) að koma saman hópi af fólki sem getur leitt breytingamar; 3) að skapa skýran tilgang; 4) að miðla tilganginum til allra; 5) að hvetja aðra til að gera tilganginn að veruleika; 6) að skipuleggja og vinna skammtíma- sigra; 7) að nýta ávinninginn til að byggja frekari breytingar á; 8) að gera breytingamar að hluta af fyrir- tækinu. I seinni tíð hefurþessum átta þrepum oft verið fækkað niður í fjögur þrep, þ.e. að skapa áríðandi þörf fyrir breytingar, skýrt sameiginlegt augnamið, hæfni til breytinga og gjörleg fyrstu skref. Hug- myndin er sú að líklegt sé að breytingamar geti heppnast ef allir þessir fjórir þættir eru fyrir hendi en ef einn þeirra vantar í ferlið er líklegra en ella að breytingin misheppnist. Efþörfinfyrirbreytingarer ekki áríðandi komastþæraldrei ádagskrá. Ef augnamiðið er ekki skýrt er líklegt að botninn detti úr breytingaátakinu. Ef hæfnin til breytinga er ekki fyrir hendi er líklegt að breytingamar leiði einungis til gremju og vonbrigða. Ef fyrstu skrefin í breytingunum eru ekki tekin á ákveðinn hátt er hætt við því að breytingamar komi aldrei til framkvæmda. Hugmyndin er að margar tilraunir til breytinga mistakast vegna þess að einn hlekkur í þessu nauðsynlega breytingaferli er veikur eða ekki til staðar. Með því að hafa ferlið á hreinu og fýlgja því aukast líkur á að breytingamar geti orðið að veruleika. Þörf fyrir sigurvegara Flestir hafa tekið eftir því að fólk og jafnframt fyrirtæki geta tekið stakka- skiptum ef breytingar em nægilega brýn- ar, sérstaklega þegar þær em spuming um líf og dauða. Maður sem er búinn að reyna breyta lífsstíl sínum með litlum árangri, þótt einungis sé um smávægi- legar breytingar til lengri tíma að ræða, geturgert stökkbreytingará lífsstíl sínum þegar læknirinn segir honum að hann standi við dauðans dyr. Eins er oft farið með fyrirtæki þó að það sé ekki eins algengt. Þegar fyrirtæki standa frammi fyrir deyjandi markaði eða frammi fyrir gjaldþroti er ofl ótrúlegt hvað hægt er breyta miklu á skömmum tíma. Astæðan er að þá skilja allir að það er engin önnur leið fram veginn, annaðhvort er að gera nauðsynlegar breytingar eða fara beina leið í gröfina. í mörgum tilvikum er þessi áríðandi þörf ekki augljós og þess vegna þarf að skapa skilning á henni. Þetta er sérstaklegavandamál þegarbreytingam- ar virðast kosta meira en ávinningurinn fyrir fólkið í fyrirtækinu. Allar breyting- ar eru líklegar til þess að hafa kosti og galla sem koma misjafnlega niður á fólki Þátttaka og sýnileiki aðila að hreytingarferlinu Níldl Litil Blokkarar Signnegarai' S\efiigenghr Predikarar Lítil Þátttaka Mkil og verið getur að sumir tapi verulega á breytingunum, gjaldi t.d. með starfi sínu. I flestum tilvikum er vandamálið þó frekar fólgið í því að fólk vill ekki breyta frá hefðinni, sérstaklega þegar það skilur ekki tilganginn og markmiðið. Þess vegna er mikilvægt að tilgangurinn og jafnframt markmiðin séu skýr öllum þeim sem breytingin hefúr áhrif á. Þrátt fyrir að þörfin fyrir breytingar, tilgangurinnogmarkmiðiðsé opinbertþá verðaalltafeinhverjirsem eru líklegirtil að standa í vegi fyrirbreytingum. Það er stundum talað um fems konar fólk í sam- bandi við breytingar, þ.e. svefngengla, blokkara, predika og sigurvegara (sjá mynd 2). Blokkaramir hafa mikla orku og standa ótregir í vegi fyrir breytingum en sigurvegararnir hafa mikla orku og eru fylgjandi breytingunum. Það er sérstak- lega mikilvægt að koma auga á hverjir eru í þessurn tveimur hópum og finna leiðir til þess að nýta krafta þeirra eða bregðast við þeim. Oft gengur leikurinn út á að skilj a af hverju blokkaramir standa í vegi fyrir breytingum og reyna að finna lausn til þess að dragaúr áhyggjum þeirra. Stundum er þó lítið annað að gera en að taka þá úr leik strax í upphafi ferlisins. A hinn bóginn er nauðsynlegt að virkja sigurvegarana vegna þess að það eru þeir sem munu koma til með að drífa breytinga- ferlið áfram og taka aðra með sér. Þá hjálpar ef breytingarnar em áríðandi . Omeðvituð kunnátta Þó að áríðandi þörf, skýrt augnamið og þátttaka sigurvegara sé hvað mikilvægust í breytingaferlinu er hinir þættirnir í ferlinu einnig mikilvægir. Sérstaklega er mikilvægt að skapa stað og stund til að fagna áföngum og skamm- tímasigrum. Þaðerhlutiafþvíaðfáfólktil að sjá að breytingamar leiða til jákvæðra niðurstaðna fyrir fyrirtækið og starfs- menn þess. I öllum tilvikum þarf að miðla þessum ávinningi oft og reglulega svo að fólk skilji að átakið og erfiðið hefur raunverulega skipt máli. Stundum ertalað um ómeðvitað kunn- átmleysi sem upphafsstöðu breytingarfer- ils sem breytist í meðvitað kunnáttuleysi þegar málin eru skoðuð betur og rýnt er í vandamálið. Þegar búið er að ná tökum á nýrri hæfni er hægt að tala um meðvitaða kunnáttu. Lokatakmarkið er hins vegar ómeðvituð kunnátta, eins og hæfni fólks til að aka bíl, þá er breytingin virkilega orðin hluti af fýrirtækinu og óskiljanlegt af hverju breytingin virtist vera svona torsótt í upphafi. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.