Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vísbending

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vísbending

						D
ISBENDING
Af hverju eru raunvextir svona lágir?
Ólafur Klemensson
hagfræðingur
Það liggur fyrir að raunvextir á
alþjóðlegum fjármálamarkaði hafa
lækkað verulega á undanförnum
10 árum. Raunvextir á langtímalánum í
sterlingspundum hafa lækkað úr ríflega
6% 1995 í um 3% á seinasta ári. Evru-
landsvextir hafa lækkað á þessu árabili
úr 5% í um 1,7% og raunvextir á lánum í
Bandaríkjadölum úr 4,5% í um 1,2%.
Þróun raunvaxta
Seinustu 20 árin má heita að raunvextir
hafi farið stöðugt lækkandi á helstu
fjármagnsmörkuðum. Leiða má líkur
að því að ástæður þessarar þróunar séu
annarsvegarfrjálsirfjármagnsflutningar
milli landa og tilkoma virkrar peninga-
stefnu með það markmiði að halda
verðbólgu í skefjum. Langalgengast er
að seðlabankar fylgi verðbólgumarkmiði
eða einhvers konar ígildi verðbólgumark-
miðs enda hefur sá árangur náðst að mjög
hefur dregið úr verðbólguþrýstingi um
nær allan heim. Þetta hefur leitt til þess
að ekki erbúist við eins mikilli verðbólgu
og áður var gert og til lækkandi verðbólgu
þannig að eftir á reiknaðir raunvextir
hafa reynst vera lægri en áður hefur sést.
Þó eru nú merki um að vextir fari á ný
hækkandi vegna stífari peningastefnu í
BNA og Bretlandi en áður en raunvextir
þurfa þó alls ekki að hækka, þar sem líkur
eru á aukinni verðbólgu.
Seinustu mánuði hafa raunvextir
í helstu iðnríkjum verið á bilinu 1% í
Japan og upp í rúmlega 3% í Bretlandi.
Líta verður til þess að gangur efna-
c
Mynd 1. Samsetning nafnvaxta og raunvaxta
I)
Uppgefuir nafhvextir				
Raunvextir reiknaöir fvrir frani				
Ja&vægi sraunvextir			Hagsveiflu-jpættir	
Ahærrulausír jafiivægís-raunvextir	Takmarkanir á fjánnagns-uiarkaði	Ahættu-álag	Astand e&ahagslífs, hagsveifla, stýrivextir, peningaste&a	Vænt veröbólga
Heimild: Den Danske Bank.
hagslífsins hefur verið tiltölulega góður
seinustu misseri og því mætti búast við
að raunvextir myndu hækka miðað við
þann efnahagssamdrátt sem einkenndi
alþjóðlegt efnahagslíf 2000-2001. Á
samdráttarskeiðinu lækkuðu seðlabankar
helstu iðnríkja stýrivextina mjög verulega
ogpeningamagníumferðjókst. Seinustu
misserin hefur hins vegar hagvöxtur tekið
mjög við sér, sérstaklega í BNA og í
Asíu. Þáhefurverðbólguþrýstingurfarið
vaxandi og seðlabankar, nema ECB, hafa
víða hækkað stýrivexti. Þetta hefur m.a.
valdið því að algeng spálíkön um vexti
hafa ekki virkað seinustu misseri þar sem
með þeim hefur jafnan verið spáð hærri
vöxtum en reyndin hefur orðið.
Myndun raunvaxta?
Ifræðilegri greiningu eru raunvextir (ex
ante) skilgreindir sem mismunur nafh-
vaxta og væntrar verðbólgu og má þá mæla
þetta sem mismun á vöxtum óverðtryggðra
skuldabréfa (ávöxtunarkröfu) og verð-
tryggðara bréfa. Raunvöxtum má skipta
niður i tvo meginþætti, annars vegar
langtímajafnvægisraunvexti og hag-
sveiflubundna þætti, þ.m.t. stýrivaxtastig
seðlabanka, og hins vegar áhættuálag.
Mynd 2. Raunvextir á 10 ára skuldabréfum í
Bandaríkjunum 1985-2005
Jafnvægisraunvextirerusettirsamanaf
áhættulausri raunávöxtum og áhættuálagi
viðkomandilands.Þettaáhættuálagræðst
m.a. af stærð viðkomandi efnahagskeríís,
kerfislægri áhættu, viðskiptakostnaði og
sögulegri verðbólgureynslu. Þessirþættir
valda þvi að raunvextir eru jafnan hærri
hér á landi en víðast í nágrannalöndum
okkar en ljóst er að raunvextir vestan
hafs og austan eru nú mjög lágir. Ávöxt-
un á 10 ára skuldabréfi í USD er nú um
4,2% en vænt verðbólga er um 2,5%.
Þetta þýðir að raunvextir eru um 1,7-2%
eða verulega lægri en á 10. áratug sein-
ustu aldar. Það er ekkert í forsendum
fyrir áhættuálaginu eða í kerfislægum
takmörkunum í fjármálakerfinu sem
hefur breyst á undanfornum árum sem
skýrt getur þessa umtalsverðu lækkun á
raunvöxtum. Vert er því að huga að því
hvort áhættulausir jafhvægisraunvextir
hafi lækkað eða hvort hagsveiflubundnir
þættir ráði einhverju um þá lágu raunvexti
sem nú eru á alþjóðalánamarkaði.
T
1 fc
jm.85   jjuj.SS   jnn.91   jsn.94   jan.97   ;anX!Q   jhlQj
Útskýringar
lengri tíma litið eru það efna-
hagslegir grunnþættir sem ákveða
jafnvægisraunvexti. Það eru því vænt-
ingar og ákvarðanir um fjárfestingar og
sparnað sem standa að baki myndunar
j afnvægisraunvaxta og þessar væntingar
og ákvarðanir stuðla svo að jafnvægi á
milli eftirspurnar og ffamboðs á langtíma-
fjármagni og fjárfestingum.
Nú er það svo eftirspurn eftir fjár-
magni minnkar með hærri vöxtum en
framboðið eykst. Þá geta auðvitað fram-
boðs- og eftirspurnarlínurnar færst til m.a.
vegna lægri skatta á fjármagnstekjur eða
vegna aukinnar arðsemi af nýfj árfesting-
um. Þegar tölur frá OECD eru skoðaðar
um fj árfestingar og vergan þj óðhagslegan
sparnað kemur í ljós að bæði sparnaður
og fjárfestingar hafa farið lækkandi sem
hlutfall af VÞF. Aukið framboð á lánsfé
(Framhald á siðu 4)
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4