Vísbending


Vísbending - 29.04.2005, Blaðsíða 1

Vísbending - 29.04.2005, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 29. apríl 2005 17. tölublað 23. árgangur Á hnífsoddi hagsældar Þj óðarbúskapur 1] ármálaráðuneytis- ins kom út þann 27. apríl síðast- 1 iðinn—í framsóknarlitunum. Aðal- fréttimar eru að spáð er 6% hagvexti í ár og á næsta ári en að hagvöxtur verði að jafnaði um 2,7% frá 2007 til 2010, sem eru í sjálfu sér ekki nýjar fréttir. Það er blússandi gangur í íslensku efnahagslífi. Aðallega tvennt kemur til, annars vegar stóriðjuframkvæmdir og hins vegar gríðar- leg aukningpeningamagns í umferð. Hvort tveggja eru tímabundnirþættir. Ef skrúfað verður fyrir frekari stóriðjuframkvæmdir og dregið úr peningaflæðinu er hætt við að útlitið verði ekki jafnbjart og nú. Gamall róni sem sat undir Ingólfi Amarsyni á Amarhóli og horfði skáeygður til Seðla- bankans sagði: „Það er verst af öllu að þurfa að hætta að drekka og takast á við timburmennina.“ Hagvaxtartímabil Island er í annarri hagsældarsveiflunni á stuttum tíma. Byrjun tíunda áratug- arins var tími lítils vaxtar þar sem aukning vergrar landsffamleiðslu hélst í kringum núllpunktinn, með tveimur frávikum: 3,3%samdrætti árið 1992 og4% hagvexti árið 1994. Árið 1996 hófst aftur á móti góðæri sem stóð fram til 2001-2002 þar sem meðalhagvöxtur var um 5,12% um fimm ára skeið. Toppinum var náð árið 2000. Hagvöxturinn dróst svo saman árið 2001, en þá var engu að síðurgóður vöxtur, 2,6%. Árið 2002 varð svo samdráttur um 2,1%, eða með öðmm orðurn kreppa. Seinna góðærið hófst árið 2003 og stendurennyfir. Fjármálaráðuneytið spáir því að toppinum verði náð í ár og á næsta ári sem þýðiraðþettaseinnagóðæri kemur til með að standa í fjögur ár og hagvöxtur mun að jafnaði verða 5,25%, rniðað við hagvaxtarspáfjármálaráðuneytisins.Tíma- bilið frá 1996 til 2006 er þar af leiðandi einstaklega gróskusamt tímabil í sögu íslenska hagkerfisins. Meðalhagvöxtur á þessum ellefú ámm verður um 4,27% ef spá fjármálaráðuneytisins gengur eftir. Hið gríðargóða hagvaxtartímabil er þó ekki einsdæmi í Islandssögunni. Frá byrjun tuttugustu aldarinnar til loka níunda áratugarins má telja upp átta góð hagvaxtartímabil sem stóðu í 4 til 6 ár og voru betri en þau tvö síðustu. Þeirra allra best var sex ára tímabil frá árun- um 1939 til 1944, þ.e. á tímurn seinni heimsstyrjaldarinnar, þar sem hagvöxtur var að meðaltali um 11 %. Á milli þessara góðærisskeiða hafa svo komið alvarlegar kreppur með tilheyrandi boðaföllum fyrir íslenska hagkerfið. Engu að síður má finna tímabil samfellds hagvaxtar frá 1969 til 1982, eða í fjórtán ár. Hægt er að skoða sérstaklega tólf ára tímabilið frá 1970 til 1981, þ.e. fyrsta og síðasta árið Breyting vergrar landsfrainleiðslu frá byrjun tuttugustu aldar til 2010 (in.v. spá fjúrmálaráðuneytisins) r~ .-Urn œ b £■ tt k co m co oi q 22—22—22—22——02— 1962-66 1970-74 1976-81 1984-87 4 ár 9,2% 5 ár 8,9% 5 ár 7,7% 6 ár 6% 4 ár 5,6% 1996-00 2003-06 5 ár 5,1% er klippt af því sem hér að framan er lýst, til samanburðar við núverandi hagvaxtar- tímabil. Hagvöxturáþessum tólfárum var 6,29% að jafnaði eða allnokkru meiri en á núverandi tímabili. Engu að síður leikur enginn vafi á að núverandi tímabil er mjög gott í sögulegu samhengi og merkilegur tími í hagsögu Islands. Hallar undan fæti Viðskiptahallinn verður um 12% á þessu ári samkvæmt spá fjármála- ráðuneytisins, sem er methalli. Af fyrri reynslu hefúr mikill halli verið merki um að það hallarundan fæti og sígurá ógæfuhlið krónunnar. Fjármálaráðuneytið gerði sér- stakan fyrirvara um að sveiflur krónunnar gætu sett strik í útreikninga ráðuneytisins. Engu að síður verður að teljast að lending hagkerfisins sem leiðirtil 2,7% hagvaxtar að jafnaði frá 2007 til 2010 sé heppileg. Nýjum stoðum hefúr verið skotið undir hagkerfið sem gerir framtíðina traustari en ella, og má þá sérstaklega nefna öflugt íjármálakerfi ogaukin afköststóriðju. Fátt bendir aftur á móti ti 1 að þróun hagkerfisins og hegðun Islendinga almennt hafi breyst og sveiflur, þar sem skammt er stórra högga á milli, græðgi og grátstafa, hafi vikið fyrir stóískri skynsemi og stöðugleika. Góðærið hefur náð toppnum og nú hallar undan fæti á ný. Spumingin er einungis hversu hratt það gerist og hversu alvarlegur skellurinn verður. Lítið þarf til þess að glaðlyndir timbur- menn fjármálaráðuneytisins verði að afeitrunarskjálfta. Lykillinn er fjármálakerfið. Seðlabankinn sagði í nýlegri fjánnálastöðugleikaskýrslu sinni að bönkunum stafaði aðallega hætta af auknu útlánatapi, sérstak- lega vegna náins sambands við umfangsmikla viðskiptamenn sem stafaði m.a. hætta af gengisáhættu. Fjármálaráðuneytið og Seðla- bankinn keppast hins vegar við að vera jákvæð í kappi við bankana. Líklegra er að hagkerfið sé á hnífs- oddi hagsældar. 4 ár 5,3% 1 Tvö góð hagvaxtartíma- bi 1 hafa verið frá byrjun tí- undaáratugarins. Þaðlíður að lokum þess síðara. 2 Hiðljúfalífvirðistoílljúfara í löndum Suður-Evrópu þó að ríkidæmið eigi að vera meira í norðrinu. 3 Roger Martin-Fagg, hag- ffæðingur við Henley Man- agementCollege, fjallarum peningaflæðið á Islandi. 4 Framhald al' grein á síðu' tvö um samanburð á ljúfa lífinu í Norður- og Suður- Evrópu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.