Vísbending


Vísbending - 13.05.2005, Blaðsíða 1

Vísbending - 13.05.2005, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 13. maí 2005 19. tölublað 23. árgangur Fæðingartíðnin fellur Ein afþversögnum samtímans er að um leið og fólksfjöldi í heiminum eykst gríðarlega hratt þá fækkar fólki víðast hvar á Vesturlöndum þar sem ríkidæmið er hvað mest. Barneignir eru færri í ríkari löndum þó að fólk ætti að öllu jöfnu að vera betur statt tii þess að ala upp böm og búa í haginn fyrir þau. Um aldamótin voru íbúar jarðarinnar um 6 millj arðar enlíklegteraðþessitala verði komin upp í 9 milljarða um miðja þessa öld. Þessi fólksfjölgun á sér hins vegar ekki stað á Vesturlöndum þar sem fólki fjölgar einungis, og þá aðeins lítillega, í Bandaríkjunum, á íslandi og Nýja-Sjá- landi af öllum OECD-ríkjum, þ.e. hver kona á meira en tvö börn að meðaltali (sjá mynd 1). Þó hefur lengi verið vitað að fæðingartíðni minnkaraðjafnaði eftir því sem þjóðir verða ríkari. ísland er gott dæmi um þetta. íslensk frjósemi Igögnum Hagstofúnnar er að finna tölur um fæðingartíðni íslendinga allt aftur til 1855 í einni runu. Eins og sjá má á með- fylgjandi mynd hefur fæddum börnum á hverja konu stöðugt fækkað ef frá ertalin „bamasprengjan" á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hæst hefur fæðing- artíðnin farið í 5,7 börn árið 1858 á þessu Mynd 1. Fœóingartiðni í nokkrum OECD-ríkjuin árið 2000 tímabili en lægst hefur hún farið í 1,9 árið 2002. Munurinn er næstum fjögur böm á hverja konu. Tvö börn á hverja konu gera ekki meira en nægja til þess að viðhalda fjölda landsmanna, minni fæðingartíðni þýðir fólksfækkun (ef fækkunin er ekki bætt upp með innflytjendum). Ef dregin er lína sem sýnir leitni fæðingartíðninnar á þessu tímabili, með hápunkt í 4,8 og lágpunkt í 2,2, kemur í ljós að með sama fallhraða munu íslenskar konur ekki eiga nein böm í byrjun næstu aldar. Á síðasta ári fæddust 4.234 böm á Islandi. Það er meira og minna sami fjöldi bama og hefur fæðst síðan eftir stríð en meðaltalið frá 1951 til 2004 er 4.386 böm á ári. Islendingum fjölgaði einnig mest á sjötta áratuginum þegar rúmlega þrjú þúsund vom fæddir umfram dána á ári. Þessi tala hefur verið um 2.500 á ári að meðaltali frá 1924 til 2004 en Islendingum tók fýrst að fjölga verulega í byrjun tuttugustu aldarinnar. Nú virðist hins vegar svo komið að lítið annað sé í spilunum en fækkun ef frjósemin eykst ekki á ný á næstu ámm. Vandamálið Fæðingartíðni skiptir talsverðu fyrir hagvöxt og útskýrir það af hverju hagvaxtarþróun á mann á I slandi lítur ekki eins glæsilega út og hagvaxtarþróunin þegar á heildina er litið. Vandamálin á Vesturlöndum hvað varðarfæðingartíðni snúast þó að miklu leyti um hlutfall yngri borgara á við eldri borgara, þ.e. byrði þeirra yngri til að halda uppi hinu félags- lega kerfi sem hinir eldri njóta verður sífellt meiri. Þetta vandamál er sérstak- lega mikið í löndum í Suður-Evrópu, eins og á Italíu, Spáni og í Grikklandi, þar sem fæðingartíðnin er um 1,3 böm á hverja konu. Ymsar skýringar virðast vera á þessu. Konur byija t.d. að eignast böm seinna á (Framhald á síðu 4) Mynd 2. Fjöldi iifandi fœddra harna á hverja konu á Islandi frá 1855 til 2004 I n 11111111111111111111111' t f HTTrrn 111111111 m 111111111111111111111 mrr mmTrTmTrrTM tf>T-t>-coo>in*-Þ'»ooa)tf5;'-f^c2a>in^r^coo> coeoS>S>5>a>o>Sja>c£ 1 Konur eignast færri börn nú en áður og er svo komið að fækkun á sér stað á nær öllum Vesturlöndum. 2 Hin kínverska bardagalist Sun Tzu er enn í fullu gildi og felur í sér gullkorn fyrir stefnumótun Guðmundur Magnússon prófessor fjallar um nýskip- an trygginga og fjárafla með hliðsjón af nýlegri bók 4 Roberts J. Shillers Thenew financial order. Heimur fjámiálanna á enn eftir að breytast mikið. %

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.