Vísbending


Vísbending - 20.05.2005, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.05.2005, Blaðsíða 3
ISBENDING Evran og íslensk utanríkisviðskipti Þórarinn G. Pétursson hagfræðingur Miðað við mannfjölda er ísland minnsta land í heimi með frjálst fljótandi gjaldmiðil. Þau lönd sem eru fámennari en hafa eigin gjaldmiðil eru hollensku Antilles-eyjar, Vanúatú, Samóa, Seychelles-eyjar,Tonga og Saó Tóme en gjaldmiðlar þessara landa eru allir fastir við aðra stærri gjaldmiðla með einum eða öðrum hætti. Því virðist blasa við að spyrja þurfi hvort Island sé í raun of litið land til að standa undir sjálfstæðum gjaldmiðli. Sá möguleiki sem er þá helst talinn koma til greina er að ganga í myntbandalag Evrópu (EMU), sem líklega krefðist jafnframt aóildar að Evrópusambandinu (ESB). F ram til þessa hefur umræðan um kosti og galla slíkrar aðildar að langmestu leyti snúist um hvað það þýddi fyrir íslenskan sjávarútveg, um hvort ísland fengi meiri styrki frá ESB en það greiddi til sambandsins og um veikt samband innlendrar hagsveiflu við þá evrópsku. Ólíkt umræðunni í öðrum löndum sem íhuga inngöngu í myntbandalagið hefur hins vegar minna borið á umræðu um áhrif EMU-aðildar á utanríkisviðskipti landsins, sem eru ekki síður mikilvæg en ofangreind atriði.1 Aukin utanríkisviðskipti Ahrif EMU-aðildar á utanríkisvið- skipti hafa verið viðfangsefni fjölda rannsókna fráþví að Andrew Rose, prófess- or við Berkley-háskóla, birti fræga grein sína One money, one market: The effect of common currencies on trade árið 2000. Niðurstöður hans benda til þess að innganga í myntbandalag geti aukið utan- ríkisviðskipti við önnur lönd bandalagsins um allt að 100-300% og það gæti j afnframt haft veruleg áhrif á tekjur og hagvöxt í bandalagslöndunum. Þessar tölur þóttu ótrúlega háar og er erfitt að hugsa sér ein- hverja aðra stjórnvaldsaðgerð sem gæti bætt hag almennings svo mikið. Nýrri rannsóknir, þar sem notast er við hópa landa sem líkjast meira husanlegum EMU- aðildarþjóðum en gert var í rannsókn Rose, gefa til kynna að þessi áhrif séu líklega mun minni en hann telur en þau eru þó samt sem áður tölfræðilega marktæk og efnahagslega mikilvæg. Þessarrannsóknir benda jafiiframt til þess að aukin viðskipti innan myntbandalagsins séu ekki á kostnað viðskipta við lönd utan bandalagsins. Ástæðumar Fræðilegarástæðurþess að innganga í myntbandalag auki utanríkisviðskipti viðkomandi landserufjölmargar. I fyrsta lagi hverfanafngengissveiflurmilli gjald- miðla aðildarríkja myntbandalagsins og það ætti að draga úr óvissu og áhættu í utanríkisviðskiptum. 1 öðru lagi fylg- ir einnig kostnaður og óhagræði því að stunda viðskipti í mismunandi gjald- miðlum og var t.d. beinn kostnaður við það að þurfa að skipta á milli gjaldmiðla í Evrópu metinn allt að 1% af landsfram- leiðslu fyrir smærri Evrópulöndin áður en myntbandalagið varð að veruleika. Að sama skapi eykur sameiginleg mynt gagnsæi í viðskiptum og upplýsingargildi alþjóðlegrar verðþróunar, sem aftur stuðlar að aukinni alþjóðlegri sérhæf- ingu og samkeppni. Að lokum verður innlendur fjármálamarkaður hluti af stærri og dýpri markaði sem auðveldar aðgang innlendra fyrirtækja að fleiri og ódýrari fjármálaafurðum og í kjölfarið verðaalþjóðaviðskipti auðveldari en áður, einnig við lönd utan bandalagsins. EMU-áhrifin Til að meta möguleg áhrif ESB- og EMU-aðildar fyrir íslensk utanríkis- viðskipti notuðum við 17 landa gagnasafn sem inniheldur ellefu EMU-lönd og sex Evrópulönd utan EMU og skoðuðum þróun viðskiptamilli þessara landa á tíma- bilinu 1978:1 til 2002:1.2 Þaðsamsvarar því yfir 13 þúsund mælingum á tvíhliða viðskiptum 136 landapara þar sem um 40% eiga sér stað með evrunni. Rannsókn- in gengur út á að skoða hvort upptaka evrunnar árið 1999 hafi aukið viðskipti milli þeirra landa sem tóku hana upp meira en þeirra landa sem tóku hana ekki upp, að teknu tilliti til þeirra efnahagslegu, landfr æðilegu og menningarlegu þátta sem almennt eru taldir ráða miklu um tvíhliða viðskipti.3 Einnig er lagt mat á áhrifnafn- gengissveiflna á umfang viðskiptanna og tekið tillit til þess hvort löndin eru aðilar að fríverslunarbandalagi (þ.e. ESB, EES og EFTA). í stuttu máli gefa niðurstöðurnar til kynna að innganga í EMU auki viðskipti við bandalagsríkin að jafnaði og mælast áhrifin tölfræðilega marktæk og efna- hagslega mikilvæg þótt vissulega séu þau mun minni en niðurstöður Rose (2000) gáfú til kynna. Þannig benda niðurstöður- nar til að viðskiptin við önnur banda- lagsríki gætu að jafnaði aukist um 30%, samanborið við allt að 300% hjá Rose. Það að eyða nafngengissveiflum stuðlar einnig að auknum alþjóðaviðskiptum og benda niðurstöðumartil þess að viðskipti íslands við EMU-ríkin gætu aukist um u.þ.b. 2% til viðbótar ef gengissveiflur krónunnar gagnvart evru hyrfu. Heildaráhrifin Enn fremur benda niðurstöðumar til þess að innganga íslands í ESB gæti aukið viðskipti íslands við EMU-ríkin um tæplega 30% til viðbótar þrátt fyrir að við séum nú þegar aðilar að EES-sam- starfinu. Reyndarbyggistþessi niðurstaða á heldur veikari gmnni en gengis- og EMU-áhrifin því að hún byggist í raun á viðskiptamynstri eins lands sem stendur utan bæði ESB og EES (Sviss). Séu þessar niðurstöður teknar trúanlegar má búast við því að viðskipti lslands við önnurbandalagsríki gætuauk- ist um allt að 60% til langs tíma (líklega á tveimurtil þremur áratugum). Jafnframt gefa niðurstöðumar til kynna að þetta yrði ekki á kostnað viðskipta við lönd utan bandalagsins. Þetta yrði þvi hrein viðbót við núverandi umfang utanríkisviðskipta. Þar sem um 40% vömskipta okkar (inn- og útflutningur) eru við EMU-ríkin og hlutfall inn- og útflutnings af landsfram- leiðslu er um 70% (opnanleiki hagkerf- isins) — sem er tiltölulega lítið miðað við smæð landsins og opnanleika annarra lítilla Evrópuríkja—ætti inngangaíESB og myntbandalagið að auka opnanleika hagkerfisins um 12 prósent, sem sam- svarar auknum viðskiptum fyrir u.þ.b. 1 milljarð Bandaríkjadalaáhverjuári. Þessi áhrifværu augljóslegameiri efESB-ríkin þrjú sem enn standa utan EMU (Bretland, Danmörk og S víþjóð) gengj u í myntbanda- lagið. I því tilviki gæti hlutfall utanríkis- viðskipta af landsframleiðslu aukist um 18 prósent og um 20 prósent ef Noregur gengi einnig í myntbandalagið. Opið hagkerfi Aukinn opnanleiki hagkerfisins í kjöl- far inngöngu í ES B og EM U gæti j afn- framt aukið ráðstöfúnartekjur íslendinga — enda er almennt talið að náið samband sé inilli umfangs utanríkisviðskipta og almennrar efnahagslegrar velferðar (t.d. vegna aukinna möguleika til sérhæfing- ar í þeirri framleiðslu sem hlutfallslegir yfirburðir liggja í). Þannig kemst breska fjánnálaráöuneytið að því í yfirgripsmiklu yfirliti á rannsóknum á áhrifúm aukinna alþjóðaviðskipta á ráðstöfúnartekjur ffá (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.