Vísbending


Vísbending - 17.06.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 17.06.2005, Blaðsíða 2
Er tekjubilið að breikka? ISBENDING 3 C Tafla 1. Tilfcerslur á willi tekjuhópa 1988-2000 80-100 60-80 40-60 20-40 0-20 Alls 80-100 58% 24% 10% 5% 3% 100% 60-80 24% 34% 25% 11% 6% 100% 40-60 12% 21% 29% 25% 13% 100% 20-40 7% 12% 20% 32% 29% 100% 0-20 7% 10% 15% 28% 40% 100% í línunum sést hve stór hluti þeirra sem var í ákveðnum tckjuhópi árið 1988 var í honum í lok tímabiisins árið 2000. 80 - 100 stendur fyrir þau 20% sem hæstar tekjur hafa o. s. frv. Heimild: Hagfræðistofnun. að er viðtekin venja að tala um að bilið milli ríkra og fátækra sé að breikka hér á landi. Kenningu sem þessa er reyndar hægt að styðja rökum eða vefengja með því að setja fram tölur. En eins og svo oft áður eru tölur ekki algildur mælikvarði, þannig að hætt er við að þær geti gefið villandi mynd. Eitt af því sem ákveða þarf áður en spumingunni er svarað er hvort átt er við að bilið milli ríkasta og fátækasta einstaklingsins sé að breikka, eða hvort átt er við að almennt sé launa- munur að aukast. Hér munum við reyndar ekki meta eignir manna heldur munum við skoða tekjur eins og þær koma fram í skattframtölum.Miklartekjurþýðaauðvit- að ekki að menn verði þar með ríkir. Þar skiptirmálihvemigfariðermeðfé.Margir ríkireinstaklingarhafa líka litlar tekjur, en hafa eignast peninga með erfðum eða með öðrum hætti. N okkrir mæl ikvarðar eru til á tekjudreifinguna. Einnþeirraersvonefiidur Gini-mælikvarði þar sem ójöfnuðurinn er reiknaður samkvæmt ákveðinni fonnúlu. Útkoman er svo tala á milli 0 og 1 þar sem jöfnuðurinn er því meiri sem talan er nær núllinu. Þessi tala hefur verið reiknuð fyrir Island ámm saman. í skýrslu Hagfræðistofnun- ar Tekjuskiptmg á Íslandi frá árinu 2001 kemur fram að tekjujöftiuður minnkaði á árunum 1988 til 2000. Samkvæmt skýrsl- unni er jöfhuðurinn meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar. Nákvæmur samanburður milli landa er þó erfiður því að ekki ergott að henda reiðurá því hvemig hin ýmsu lönd reikna Gini-stuðul sinn. Ríkisskattstjóri gefúr út upplýsingar um tekjur einstaklinga og fjölskyldna sam- kvæmt skattframtölum. Með því að skoða töflur hans má gera sér grein fyrir því hvernig tekjuskipting hefúr þróast á allra síðustu árum. Með því að nota árið 1999 sem gmnnár sést að tekjur í hinum ýmsu tekjubilum hafa aukist tiltölulega jafnt undanfarin ár. Tekjur allra hópa hafa auk- ist á bilinu 48 til 52%. Langflestir hafa hækkað um 49%, en tekjuhæstu fimm prósentin hafa hækkað mest eða um 52% og allir hópar í tekjulægstu þrjátíu og fimmprósentunum hafa hækkað um 50 til 51%. Samkvæmt þessu breikkaði tekjubilið því ekki sem neinu nemur á þessum árum. Þetta útilokar náttúrlega ekki að ein- hverjir af þeim tekjuhæstu hafi hækkað mjög mikið, en hér eru ekki að myndast stórir hópar tekjuhárra einstaklinga sem sigla hratt fram úr hinum. Mesópótamíu-hlutfallið helst lgengur mælikvarði á tekjudreifingu erhlutfallið á milli launa tveggja fjöl- skyldna, annars vegar fjölskyldu sem hefúr lægri laun en 10% allra fj ölsky ldna og hærri en 90% og hins vegar fjölskyldu sem hefúr hærri laun en 10% allra 1] ölskyldna og lægri en 90%. Þróun þessahlutfallsersýntámynd 1, sem einnig sýnir sambærilegt hlutfall fyrir 80 og 20%. A myndinni kemur ffam að hlutfallið jókst á fyrri hluta tímabilsins en lækkar heldur síðan. Fyrir um 20 árum vöktu tveir ungir hagfræðingar, Vilhjálmur Egilsson og Bjöm Bjömsson athygli þegar þeir töluðu um Mesópótamíu-hlutfallið á milli launa þeirra sem mest og minnst hefðu. Þetta hlutfall hefði verið um það bil 3 ffá aldaöðli og svo væri enn í dag. Myndin bendir til þess að enn þann dag í dag sé þetta ekki fjarri lagi. Ekki má gleyma því að margt hefur áhrif á tekjudreifinguna. Hún er mun jafnari hjá fjölskyldum en einstaklingum, meðal annars vegnaþess að i hópi einstaklinga em tiltölulega fleiri námsmenn sem em tekju- lágir um sinn. Skattar hafa líka mjög mikil áhriftiljöfnunar. I fyrmefhdri könnun Hag- ffæðistofiiunarminnkaðiójölhuðurtilmuna þegar búið var að taka tillit til skatta. Komast menn á milli tekjuflokka? Eitt afþví sem menn velta fyrir sér þegar jöfnuður er ræddur er hvort hægt sé að komast á milli flokka. Er hér á landi (Framhald á síðu 4) Mynd 1: Hlutfallið á milli laiina þeirra sem hafa hœst laun og lœgst. Efri lína: 90%/l0%, neðri lína 80%/20%. Tölur: Rikisskattstjóri, útreikningur Vísbendingar 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.