Vísbending


Vísbending - 29.07.2005, Blaðsíða 3

Vísbending - 29.07.2005, Blaðsíða 3
ISBENDING Afram sveigjanlegur vinnumarkaður? Samltengi hagvaxtar og fjölda starfa. Fjölgun starfa i % þegar landsfrantleiðsla eykst unt 1 % V__________________________________________________________________________J m r gætlega hefur tekist að ráða við þensluna á vinnumarkaði hér á landi undanfarin ár. Vinnandi mönnum fjölgaði mikið á hagvaxtar- skeiðinu á seinni hluta tíunda áratugarins. Ekki síst jókst atvinnuþátttaka fólks á skólaaldri. Frá aldamótum hefur atvinnu- þátttaka dalað aðeins aftur, þrátt fyrir að eftirspum eftir vinnuafl i sé mikil. Straum- ur erlends vinnuafls hefur átt mikinn þátt í því að viðhalda stöðugleikanum á þessum tíma. En öll þensluskeið taka enda og ýmislegt bendirtil þess að vinnu- markaðurinn muni eiga erfiðara með að ráða við samdráttinn sem eftir kemur. Líklegt er að atvinnuleysi verði þá mikið meðal erlends verkafólks. Einfold sambönd bregða oft skýrara ljósi á hagrænt samhengi en flókin líkön. Hér á eftir er horft á Okun-jöfnurnar svonefndu, en þær sýna samhengi hags- veiflna og kaupmáttar, atvinnuleysis og fjölda starfa. Þáttaskil 1990 ækkun verðbólgu í kringum árið 1990 markaði þáttaskil á íslenskum vinnumarkaði. Fram aðþví höfðu miklar sveiflur í kaupmætti launa verið fylgi- fiskar hagsveiflna hér á landi. Kaupmátt- arsveiflurnar voru mun meiri en í flestum nálægum löndum. Á árunum 1981 til 1989 mátti búast við að 1% aukningu landsframleiðslu fylgdi 2,5-3% kaup- máttaraukning (kaupmátturinn lækkaði að sama skapi þegar landsframleiðsla dróst saman). Mælingin nær að vísu yfir fá ár og þar á meðal kaupmáttar- skerðinguna miklu á árunum 1982 til 1983, sem gerð var með lagaboði og var engan veginn dæmigerð. En hvað sem því líður er óhætt að fullyrða að kaupmátt- ur er yfirleitt miklu sveigjanlegri þegar verðbólga er mikil en þegar hún er lítil eða engin. Áratuginn eftir að verðbólgan hjaðnaði, 1990 til 2000, fylgdi l%vexti landsframleiðslu að jafnaði nálægt 14% hækkun kaupmáttar. Samband þessara tveggja stærða var með öðrum orðum sáralítið hjáþví semáðurvar. Þegartengsl hags veiflna og kaupmáttar m i nnka er hætt við að áhrif hagsveiflunnar brjótist frarn annars staðar. Liklegt er að efnahagssam- dráttur hafi atvinnuleysi í for með sér. Samdráttur í landsframleiðslu verður til þess að eftirspum eftir vinnuafli minnkar. Ef kaup lækkar ekki að raungildi eru líkur á að fólki verði sagt upp. Störfúm fækkar og atvinnuleysi eykst. En svo und- arlega vill til að samband hagvaxtar og atvinnuleysis hefúr áfram haldist sáralítið á íslandi eftir að verðbólgan hjaðnaði. Sveiflur í atvinnuleysi em miklu minni en í öðrum vestrænum löndum. Atvinnu- leysi varað vísu miklu minna hérá landi en víðast hvar annars staðar á fyrri hluta tíunda áratugarins. Það gat því ekki dregist saman um mörg prósent í þensl- unni sem hófst 1996. Þá er mælingin á atvinnuleysinu sem hér er notuð ekki sambærileg við þá sem notuð er annars staðar. Þegar atvinnuleysi er mælt á sama hátt og tíðkast í öðmm löndum hækkar atvinnuleysistalan nokkuð, en hún er samt miklu lægri en gengur og gerist á Vesturlöndum. Þriðja samhengið rná sjá á myndinni sem hér fýlgir. Hún sýnir hvað störfum fjölgar um mörg prósent þegar lands- framleiðsla eykst um eitt prósent-og hvað þeim fækkarmikið þegarhún dregst sam- an. Myndin sýnirað samband hagvaxtar og fjölda starfa var heldur veikara fyrsta áratuginn eftir að verðbólgan dróst saman en áratuginn á undan. Þetta kernur á óvart. Kaupmáttur sveiflaðist minna en áðurog þess vegna heföi mátt búast við að ijöldi starfa breyttist meira en áður. Jafnframt sýnir myndin að samband hagvaxtar og starfafjölda er svipað því sem gerist í Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum (og önnur lönd eru reyndar ekki mjög fjarri). í stuttu máli má draga af þessu þrjár ályktanir um samhengi hagvaxtarog ann- arra hagstærða eftir að dró úr verðbólgu hér á landi: § Samhengi hagsveiflna og kaupmáttar hefur minnkað frá því sem áður var á íslandi. Það er nú svipað og í öðrum löndum. § Samhengi hagsveiflnaog atvinnuleysis er lítið hér á landi. Atvinnuleysi sveifl- ast enn sem komið er mun minna en gerist annars staðar á Vesturlöndum. § Samhengi hagsveiflna og fjölda starfa er sambærilegt við það sem var áður en verðbólgaminnkaði.Þaðerekki ósvip- að því sem gerist i öðrum löndum. Sveigjanleiki í þenslu Af því sem hér hefur komið fram virðist mega draga þá ályktun að ljöldi starfa geti breyst töluvert hér á landi án þess að það komi fram í sveiflum í atvinnuleysi. Margt stuðlar að þessu. Atvinnuleysisbætur eru lágar. Þær eru ekki tengdar fyrri launum, heldur fá all- ir atvinnuleysingjar sörnu fjárhæð. Þær freistaþvíeinkum láglaunafólks. Þeirsem eru á hærri launum hverfa margir al veg út afvinnumarkaði þegar þeir missa vinnuna (og halda til dæmis í nám) og skrá sig ekki atvinnulausa. Þegar umsvif aukast á vinnumarkaði fer síðan út á hann fólk sem ekki hefúrtalið sig atvinnulaust áður. Á þensluárunum 1997-2000jókst einkum atvinnuþátttaka ungs fólks. Sérstaklega margar ungar konur hófu störf á þessum árum. Þetta var fólk sem hefði að öllum líkindum ella gengið í skóla. Líklega var nokkuð um það að ungmenni frestuðu námi á þessum tíma, meðan búist var við mestu uppgripunum á vinnumarkaði. N úna verður líklega ekki sótt öllu rneira í hóp þeirra sem ekki eru á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka ermjögmikil hérálandi (Framhald á síðu 4) Sigurður Jóhannesson hagfræðingur 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.