Vísbending


Vísbending - 26.08.2005, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.08.2005, Blaðsíða 3
V ISBENDING Að velja góðan stjómanda Eitt af aðalverkeftium stjórna fyr- irtækja er að ráða framkvæmda- stjóra. Það er vandasamt verk enda erþá yfirleitt verið að ráða þann mann sem á að móta stefnu fyrirtækis og framkvæma hana til lengri tíma. Þeir sem valið stendur um eru yfirleitt eins mismunandi og þeir eru margir og stjórnarmenn eiga það til að nota misgáfulegar þumalfingursreglur til þess að leggja mat á hæfni þeirra. Þetta er hins vegar ekki létt verk og góðar viðmiðunarreglureru stundum ekki fyrir hendi. Tvær áhugaverðar rannsóknir á árangursríkum fyrirtækjum gætu gefið stjómum gagnlegar vísbendingar. Þeir sem skara fram úr im Collins hefur gert athygliverðar rannsóknirá fyrirtækjum sem hafa náð mj ög góðum árangri og þær hann birti í bók- um sínum, Buill to last og Good to great. í síðari bókinni fjallar Collins talsvert um það sem kalla mætti „fimmta stigs leiðtoga- hæfni“. Þessi kenning Collins er byggð á þeim 11 íyrirtækjum af 1.435 fyrirtækjum sem stóðust öll próf um „framúrskarandi" fyrirtæki. Upphaflega var ekki ætlunin að fjalla sérstaklega um stjómendur þessara fyrirtækja en niðurstaða rannsóknarinn- ar leiddi í ljós að ákveðinn samnefnari var fyrir alla stjórnendur þessara ellefu fyrirtækja. Ólíkt því sem ætla mætti, þegar viðskiptapressan er skoðuð, vom það ekki hinir týpísku forstjóratöffarar sem em hrókar alls fagnaðar, hafa meira sjálfsálit en góðu hófi gegnir og ganga fyrir framvirkum samningum. Collins lýsir stjómendum þessara fyrirtækja sem hógværum en einörðum, feimnum en óhræddum, en það er ekki sú lýsing sem fyrst kemur upp í hugann þegar forstjórar eru annars vegar. Lýsing Collins á auðmýkt þessara for- stjóra er: þeir em einstaklega hógværir og aldrei stórkallalegir; þeir vinna af rólegri og yfirvegaðri ákveðni og leggja áherslu á staðla frekar en persónuleika til hvatning- ar; þeir skapa metnað í fyrirtækinu, ekki í sjálfinu og tryggja að eftinnaðurinn sé betri en þeir sjálfir; þeir taka sjálfir ábyrgðina á mistökum frekar en að kenna einhverjum öðrum eða utanaðkomandi þáttum um þau. Um hinn einarða forstjóra segir Collins: hann skapar stórkostlegan ávinning og er vendipunkturfrágóðu fyrirtæki til framúr- skarandi fyrirtækis; þessir forstjórar sýna ósérhlífni þegarþeirskapafyrirtækinu sem bestan langtímaárangur, sama hversu erfitt það er; þeir setja viðmið um hvað þarf til að fyrirtæki verði framúrskarandi ti 1 lengri tíma og sætta sig ekki við neitt minna; þeir þakka öðmm árangurinn — fólki, utankomandi þáttum og heppni — frekar en að eigna sér hann sjálfir. Orðalagið „fimmta stigs leiðtoga- hæfni“ gefúr til kynna að það séu fjögur stig á undan. Fyrsta stigið er „mjög hæf- ur einstaklingur" sem skilar góðu verki með hæfileikum, þekkingu og góðum vinnuvenjum. Annað stigið er „þátt- takandi hópmeðlimur“ sem leggur sitt á vogarskálamar sem einstaklingur og vinnur á skilvirkan hátt með öðmm til þess að hópurinn geti náð markmiðum sínum. Þriðja stigið er „hæfileikaríkur stjórnandi" sem skipuleggur og stjórnar fólki og auðlindum með markvissum og skilvirkum aðferðum til að ná fyrir- ffamákveðnum markmiðum. Fjórða stigið er„markviss leiðtogi“ sem vekuráhuga og vilja hjá fólki til þess að berjast fyrir skýrri og sannfærandi framtíðarsýn sem ýtir und- ir árangursrík vinnubrögð. Fimmta stigið er svo „ffamkvæmdastjórinn" sem byggir upp árangursríkt fyrirtæki til lengri tíma af auðmýkt en ákveðni. Hulduhetjumar Onnur áhugaverð rannsókn sem gerð var á árangursríkum fyrirtækjum er rannsókn Hennanns Simons sem greint er frá í bók hans Hidden Champions. Rannsóknin snerist um markaðsleiðtoga á tiltölulega litlum og afmörkuðum mörkuðum, en þessi fyrirtæki voru jafn- ffamt fyrirtæki sem fáirþekktu. Um fimm- hundruð fyrirtæki frá 14 löndum voru til skoðunar en rannsóknin byggist þó mikið til á könnun sem 122 fyrirtæki tóku þátt í, ásamt viðtölum við stjómendur þeirra. Niðurstaða Simons erað stjórnendurþess- ara fyrirtækja hafa fimm eiginleika sem gera þá einstaka. Þetta em: sameining persónu og tilgangs , fókus á eitt verkefni, hræðsluleysi, þrautseigja og innblástur. Simons fann hve það var áberandi að stjómendumir virtust vera hluti af fyr- irtækjunum og fyrirtækin hluti af þeim. Peningamir skipta ekki öllu máli heldur árangurinn semþeirogfyrirtækið ná. Þann- ig eru hulduhetjurnar hans Simons að mörgu leyti líkar hinum framúrskarandi stjómendum Collins þar sem hógværðin í orðum og atgervi einkennir þá frekar en flottræfilshátturinn. Einnig má segja að það að þessir stj ómendur beina sj ónum sín- um að einu verkefni í einu sé mjög svipað í eðli sínu og sú ákveðni sem Collins fann að einkenndi stjórnendur fyrirtækjanna „framúrskarandi". Þetta em menn með „köllun“ sem þeir vinna að án þess að nokkuð geti komið í veg fyrir árangur. Að sama skapi einkennir hræðsluleysið báðar rannsóknimar og það ýtir undir einurð þessara stjómenda og ákveðni til þess að ná ákveðnum markmiðum og árangri. Þeir em tilbúnir að leggja út í óvissuna og taka óvinsælar ákvarðanir ef það er það sem þarf til. Þrautseigjan gæti einnig verið eiginleiki sem hægt er að finna í rannsókn Collins þó að hann nefni það ekki sér- staklega. Þetta er orkan, þolinmæðin og úrræðin sem til þarftil þess að halda áffam baráttunni þó að á móti blási. Jafnvel um- ræða Simons um innblásturhljómarmjög svipað því sem kemur fram í bók Collins, það er ekki persónuleikinn sem veitir inn- blásturinn heldur fyrir hvað fyrirtækið stendur og hvert það stefnir og ábyrgð og áhugi starfsmanna. Simons bendir einn- ig á að það að stjómandinn samsamar sig fyrirtækinu sé öðmm starfsmönnum fyrirmynd og innblástur í starfi. Simons sýnir fram á að hulduhetjurnar hafa mjög einkennandi stjómunarstíl sem gengur út á að þeir eru mjög ákveðnir varðandi gildi, viðmið og prinsipp en em mjög sveigjanlegir hvað varðar daglegan rekstur að öðru leyti. Þetta er áhugavert vegna þess að þetta vill oft verða öfugt í fyrirtækjum, sem sé að stjómendur leggja alla áherslu á að daglegur rekstur sé eftir þeirra höfði en hafa á sama tíma óljós gildi, viðmið og prinsipp. Að velja rétt aðermjögáhugaverthve 1 íkirstjómend- umir eru í þessum tveimur rannsókn- um. Þetta er sérstaklega áhugavert vegna þess að þetta eru með bestu rannsóknum á langlífum fyrirtækjum sem gerðar hafa verið. Þessir stjómendur em hins vegar ekki þeir sem em hvað mest áberandi, eins og stjórnendur vilja oft vera. Satt að segja er það sameiginlegt í þessunt rannsókn- um að þessir stjómendur eru óþekktir, hugsanlega vegna þess að þeir forðast sviðsljósið og eru ekki yfirlýsingaglaðir. En ekki er þar rneð sagt að slíkir menn séu á hverju strái. Vandamálið virðist þó vera að þetta em ekki framkvæmdastjóramir sem stjómir fyrirtækja leita eftir, þessir þættir eru ekki ofarlega á þumalfingrin- um. Stjóm fyrirtækis er miklu líklegri til þess að velja einhvem sem getur heillað hana með góðum talanda og er í takt við nýjustu tískubylgjuna í stjómunarfræðun- um. Stundum virðist valið þó snúast meira um vinargreiða en nokkuð annað eða þá sem hafa hrópað hæst í j á-kómum. Það eru hins vegarekki stjómendursemeru líkleg- ir til þess að leiða fyrirtækið til árangurs þegar til lengri tíma er litið. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.