Vísbending


Vísbending - 02.09.2005, Blaðsíða 1

Vísbending - 02.09.2005, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 2. september 2005 35. tölublað 23. árgangur Á milli bross og társ Ein af „hetjum“ djassins lýsti sjöundarhljómnum á þá leið að fyrstu þrjár nóturnar sem tilheyra dúr-skalanum væru eins og bros en teygjan í sjöundina sem tilheyrir moll- skalanum kallaði fram tár; þess vegna væri hljómurinn eins og á milli bross og társ. Þegar væntingarvísitala Gall- ups er skoðuð kemur þessi líking upp í hugann. íslendingar hafa aldrci verið eins jákvæðir og nú gagnvart ríkjandi ástandi en á sama tíma eru þeir ekki rnjög jákvæðir varðandi horfur til næstu sex mánaða. Brosandi horfir landinn tárvotur til framtíðarinnar! Nú er gaman! Væntingarvísitala Gallups er mæli- kvarði á þjóðarpúlsinn varðandi viðhorf til efnahagsástandsins. Annars vegar er spurt um mat á núverandi ástandi og hins vegar væntingar til næstu sex mánaða. Tölugildið 100 merkir hvorki jákvætt né neikvætt viðhorf, tölugildi yfir 100 lýsir jákvæðni en tölugildi fyrir neðan lOOlýsirneikvæðni. Frábyrjunárs 2002 hefur mat á ríkjandi ástandi farið úr heljarinnar svartsýni yfir í himneska jákvæðni á þessu ári, úr rétt rúmlega 50 stigum í 160 stig í júlí síðastliðnum. Þetta er vísbending um að sjaldan hefur landinn verið sælli en einmitt nú. Hvað ræður mestu um viðhorf fólks til efnahagsástandsins crekki alltafauðveltað mcta en því hefur verið haldið fram að það séuþættir sem standa fólki næst sem skipta mestu máli, eins og atvinnuhorfur, hvað er í buddunni og hver auðsældartilfinningin er. Hagfræðingar hafa til dæmis verið að reyna að átta sig á því af hverju almenn- ingur í Bandaríkjunum er ekki jákvæðari en raun ber vitni í hagvaxtarskeiðinu þar í landi. Paul Krugman, hagfræðingur og dálkahöfundur New York Times, kom með þá skýringu fyrir skömmu að það væru atvinnuhorfur sem skiptu fólk meira máli en hagnaður fyrirtækja. Krugman telur það ekki merki um eðlilegt atvinnuástand þegar 11.000 manns sækja um 400 störf hjá Wal Mart. Hérálandi eratvinnuleysi ekki vanda- mál. Mælt atvinnuleysi erum 2% og hefur ekki verið minna síðan í upphafi áratug- arins og um 1.600 störf voru í boði hjá vinnumiðlunum í júlí í ár í samanburði við 200 í byrjun árs 2002. Laun hafa einnig farið hækkandi, vísitala launa opinberra starfsmanna og bankamanna fór úr 140 stigum í 170 frá byrjun árs 2002 fram í júlí á þessu ári og vísitala á almennum vinnumarkaði úr 125 stigum í 150 stig. Kaupmáttur launahefurhækkað aðjafnaði um 2% á ári undanfarin ár. Almenningur hefur jafhframt getað bætt lausaijárstöðu sína með bctri lánamöguleikum en áður en skuldir heimilanna við lánastofnanir hafa farið úr tæplcga 600 milljörðum í byrjun árs 2002 í tæplega 900 milljarða á þcssu ári. Aukinn kaupmáttur og aukin skuld- setning heimilanna hefur skapað bílaæði, tólfmánaða aukning innfiutnings var um 120% í byrjun ársins. Veltan í dagvöru- verslun hefur einnig verið að aukast hratt á síðustumánuðum,varum 1 OOstigáfyrstu mánuðum ársins 2002 en var kornin yfir 130 stig í j úlí á þessu ári. A sama tíma hef- ur fasteignaverð hækkað hratt og örugg- lega cn vísitalaraunverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur farið úr 15 5 stigum í rúmlega 282 stig frá byrjun árs 2002. Hlutabréfamarkaðurinnhefureinn- ig skákað þyngdarlögmálinu og hefur úrvalsvísitalan farið úr 1.200 stigum í 4.500 stig frá byrjun árs 2002. Hagvaxt- arspá Seðlabankans upp á 6,6% á þessu ári og 6,2% á því næsta er líka skýrt merki um að nú er gaman á Islandi. Bráðum kemur ekki... Athygliverð þróun hefur átt sér stað á væntingarvísitölunni á síðustu mánuðum. Allt frá byrjun árs 2002 hefur mat á ríkjandi ástandi verið mun neikvæðara en væntingar til næstu sex mánaða. Bilið hefur þó verið jafnt og þétt að minnka og um mitt síðasta ár stóðu vísitölurnar hlið við hlið. Hugsan- leg túlkun á þessu er að fólk hafi verið j afiijákvætt til samtímans og fr amtíðarinn- ar. Frá byrjun þessa árs hefur hins vegar jákvæðni í garð ríkjandi ástands auk- ist hratt á sarna tíma dregið hefur úr jákvæðni gagnvart væntingum til næstu sex mánaða. Hugsanleg túlkun á þessu er að fólk finni hversu gott ástandið er en hugsi senr svo að „bráðum kemur ekki betri tíð“ - eins og Stuðmenn orðuðu það. Ymislegt getur hafa gefið almenn- ingi þessa tilfinningu: verðbólgan hefur verið að læðast að okkur; útlit er fyrir enn frekari vaxtahækkanir; fasteignaverð hefur líklega náð öldutoppinum; skuld (Framhald á síðu 4) Vœntingarvísitala Gallups frá byrjun árs 2002 til júií 2005 Visitala 2002 i i i i 1 íslendingar hafa sjaldan verið eins jákvæðir varð- andi mat á núverandi efna- hagsástandi. 2 Stjórnendur geta notað nokkrarþttmalfingursreglur til þcss að skrifa skýrari skilaboð. 3 Fyrirtæki þurfa að byggja á styrkleikum sínum en ckki stöðugt að reyna að bæta fyrir veikleika sína. 4 Uppkaup verða að vera vcf' íhuguð en ekki einungis stunduð vegna þess að það er leiðinlegt í vinnunni.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.