Vísbending


Vísbending - 28.10.2005, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.10.2005, Blaðsíða 3
ISBENDING Einkenni mannauðsstjómunar Vigdís Jónsdóttir J' viðskiptafræðingur r undanförnum áratugum hafa áherslur og aðferðir við stjómun starfsmannamála breyst mikið og þróast í takt við breyttar áherslur og þarf- ir atvinnulífsins. Mikilvægi mannlegra samskipta fór að hafa meiri áhrifá stj ómun- arfræðin upp úr 1930 nreð mönnum eins og Elton Mayo, Mawthome og Maslow. heir vöktu athygli á mikilvægi félagslegra þátta og því að það er ekki alltaf beint sambandámilli launaog tiltekinnarhegð- unar. Starfsmenn hafa ólíkar þarfir og það er mögulegt að nota mismunandi leiðir til að hvetj a og þróa starfsmenn áfram í starfi. Á þessum tíma var starfsmannastjórinn oft í hlutverki sáttasemj ara eða samninga- manns innan fyrirtækisins -þ.e. aðila sem stóð á rnilli starfsnranna og stjómenda og var kallaður til að leysa deilur og aðkall- andi vandamál. Gengið var út ítá því að hagsmunir starfsmanna og stjómenda/eig- enda væm mismunandi og því var lögð mikil áhersla á að setja fram vinnulýsing- ar, reglur og leiðbeiningar til að koma í veg fyrir vandamál og leysa deilur sem óhjákvæmilega sköpuðust vegna ólíkra hagsmuna. Alleiðing þessa var hins veg- ar sú að starfsmannastjórinn varð oft einangraður frá öðrum stjómendum og tók ekki þátt í mikilvægum ákvörðunum varðandi stefnu og framtíð fyrirtækisins. Á síðustu áratugum hefur þróunin orðið sú að fyrirtæki búa við sífellt flóknara umhverfi. Meiri áhersla á þjónustu og hátækni gerir kröfur til mikillar sérhæf- ingar og þekkingar. Fleiri fyrirtæki en áður byggja tilveru sínu eingöngu á þekkingu og fæmi tiltekinna lykilstarfsmanna. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að byggja upp sérstakt samband milli starfsmanns og fyrirtækis sein kallar á aðra og nýja nálgun við starfsmannastjómun. Breyttir tímar Hugmyndafræði mannauðsstjórnunar tekur m.a. mið af þessum breyttu aðstæðum. Þessi hugmyndafræði þróast á síðari hluta 20. aldarinnar og tekur til nýrrar nálgunar og nýrra aðferða við stj óm- un og þróun starfsmanna. Það sem helst er talið einkenna mannauðsstjómun eru eftirfarandi þættir: 1. Starfsmenn eni skilgreindir sem auðlind — ekki eingöngu sem framleiðslu- eða kostnaðarþáttur Þetta þýðir að lögð er meiri áhersla á að hvetja og varðveita þessa auðlind til að skapa þá tryggð og þann eldmóð sem þarf svo að unnt sé að hámarka afrakstur hennar. Sambandið milli starfsmanns og fyrirtækis á þannig ekki að einkennast af kröfu, skuldbindingu eða hlýðni heldur að snúast um traust, gagnkvæma ábyrgð og ávinning. 2. Yfirmaður starfsmannamálatekurvirk- an þátt í stefnumótun fyrirtœkisins Nauðsynlegt er að æðstu yfirmenn starfs- mannamála taki þátt í almennri stel'nu- mótun fyrirtækisins. Mannauðsstefna og aðgerðir í mannauðsstjómun þurfa síðan að taka mið af stefnu og mark- miðum fyrirtækisins. Aðeins á þann hátt er hægt að tryggja nægjanlega sam- svörun mi 1 li stefhu fyrirtækisins, aðgerða í starfsmannamálum og vinnu starfsmanna. Starfsmannastjóri gegnir þannig stóru hlutverki við að móta stefhu í samvinnu við aðra stjómendur og tryggir auk þess að stefna og aðgerðir í mannauðsmálum styðji við og raungeri viðskiptastefnu fyrirtækisins á hverjum tíma. 3. A llir stjórnendur bera ábyrgð á stjórn- un mannauðs Allir stjómendur bera ábyrgð á stjómun mannauðs í sinni einingu. Stjómendur em því ekki einungis faglegir stjórnendur heldur bera þeir einnig ábyrgð á þróun starfsmanna sinna. Sérstök áhersla er lögð á hlutverk millistjómenda í mann- auðsstjórnun þar sem þeir standa yfirleitt mjög nálægt starfsmönnum sínum og hafa þannig bestu yfirsýnina yfir stöðu og möguleika einstakra starfsmanna. 4. Ahersla er lögð á fyrirtækjamenn- ingu Mikilvægt er að menning vinnustaðarins tryggi samstöðu, sveigjanleika og tryggð starfsmanna. Menning vinnustaðar sam- anstendur af mörgum þáltum, bæði skrifuðum og óskrifuðum reglum, sam- skiptamynstri ogríkjandi gildum. Það er almennt viðurkennt að menning á vinnu- stað hefur mikil áhrif á franunistöðu og breytni starfsmanna. Með uppbyggilegri og sterkri fyrirtækjamenningu er unnt að koma í veg fyrir deilur og tryggja sam- eiginlega stefnu og viðniið sem styðja við markmið og framtíðarsýn fýrirtækisins. J. Sérstök áhersla er lögð á einstaklinginn og tiyggð hans við fyrirtækið Lykilstarfsmenn geta í krafti þekkingar sinnar og reynslu haft einstaka stöðu innan fyrirtækis. I ljósi þessa er nauðsynlegt að hlúa sérstaklega að þessum einstaklingum og tryggja tryggð þeirra við fyrirtækið. Hér þurfa að koma til aðgerðir sem taka mið af aðstæðum hvers og eins. 6. Sífelldar breytingar ogmikilvœgi dreif- stýringar Fyrirtæki þurfa að vera i stakk búin til að aðlaga sig sífellt breyttu umhverfi og taka mið af breytilegum þörfum viðskiptavina frá einum degi til annars. Þeir starfsmenn sem eru í mestum tengslum við viðskipta- vini gera sér best grein fyrir breytilegum þörfum þeirra. Þessir starfsmenn þurfa þvi að fá að taka nauðsynlegar ákvarðanir og hafa umboð til athafha til að tryggja þróun í takt við kröfur umhverfisins. Hér er einn- ig nauðsynlegt að umhverfi starfsmanna hvetji til sveigjanleika og frumkvæðis. 7. Breytt hlutverk starfsmannahalds Hefðbundið hlutverk starfsmannahalds breytist frá því að vera þjónustuaðili á sviði sainninga og ýmiss konar skrán- inga og gagnaöflunar í að gegna meira stefnumótandi hlutverki. Meginhlutverk starfsmannastjórans og starfsmannahalds verður á sviði stefnumótunar, samhæfing- ar, skipulagningar, ráðgjafarogbreytinga- stjómunar. Nýju fötin Gagnrýnendur hugmyndafræði mann- auðsstjómunar hafa auk þessa líkt henni við „nýju fötin keisarans“-eitthvað sem hljómar fallega og allir þykjast sjá og heyra en er ekki i takt við raunveru- leikann. Þeir benda á að í dag verði hópur launamanna ekki var við þá þungu áherslu sem lögð er á tryggð og starfsþróun og fyrir þeim sé þetta orðagjálfur með litla raunvemlega innstæðu. Á móti þessu má hins vegar benda á að mannauðsstj ómun hefur eðl i lega þróast í takt við breyttar þarfir og áherslur atvinnu- lífsins þar sem stór hluti starfsmanna er mjög sérhæfður á sinu sviði og aukin þörf er fyrir nána tengingu milli þessara starfsmanna og viðkomandi fyrirtækis. Að sjálfsögðu er þörf á mismunandi nálgun og aðferðafræði eítir aðstæðum á hverjum tíma. Áherslan verður alltaf að vera á árangur og framleiðni en við emm alltaf að stýra og hafa áhrif á fólk með mismunandi eiginleika og bakgrunn og stjómunaraðferðir verða að taka mið af því. Hugmyndalræði mannauðsstjómun- ar snýst hins vegar fyrst og fremst um að vekja athygli á mikilvægi mannauðs í verðmætasköpun iýrirtækj a, tryggja sam- hæfingu við viðskiptastefnu fyrirtækisins og benda sífellt á nýjar aðferðir til að ná meiri árangri viðaðvirkjaólíkaeinstakl- inga til dáða. Mannauðsstjómun snýst þannig um að efla bæði starfsmanninn og fyrirtækið - báðum til heilla. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.