Vísbending


Vísbending - 28.10.2005, Blaðsíða 4

Vísbending - 28.10.2005, Blaðsíða 4
ISBENDING Enginn heimsendir Ilok tíunda áratugarins var stundum gantast með það að Alan Greenspan, í sæti seðlabankastjóra, myndi verða einn afminnisvörðum Bandaríkjanna, rétt eins og Lincoln memorial og Washington monument. Greenspan virtist um tíma vera ódauðlegur í embættinu og engin leið að skipta honum út án þess að allt færi á annan endann áfjármálamörkuðum heimsins. Goðsögnin var orðin slík að það voru einungis guð og Bono sem komu nálægt honum hvað varðar völd og áhrif. Flestum var hins vegar ljóst að það var ekki endalaust hægt að treysta á að hann myndi vera nægilega sprækur til að bjarga heiminum. Greenspan verður áttræður á næsta ári og hefur setið í 18 ár sem seðlabankastjóri. Hins vegar var óvissan um h ver myndi taka við af Green- span farin að vera til vandræða og þess vegna var eins og þungum áhyggjum væri létt af fjármálamarkaðinum þegar loks var ákveðið að eftinnaðurinn yrði Ben Bemanke. Rétt eins og þegar klukkan hringdi inn árið 2000 varð heldur enginn heimsendir á þessum tímamótum. Krísustjórnun egar Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, bauö Greenspan starfseðla- bankastjóra Bandaríkjanna (e. chairman of the Federal Reserve) árið 1987 var Greenspan 61 árs gamall. BenBemanke er tíu árum yngri núna en Greenspan var þá. Sem nýbakaður seðlabankastjóri sagði Greenspan að honum liði eins og hann væri myndbandstæki á hraðspóli áfram til þess að ná tökum á starfinu og að hann myndi sennilega ljúka ijögurra ára tímabili á „einu ári, átta mánuðum og fjörutíu og sjö mínútum.“ baö liðu einungis tveir mánuðir frá því að hann tók við starfinu þann 11. ágúst árið 1987 þar til hann varð að bretta upp ermarnar. Bandaríski hluta- bréfamarkaðurinn upplifði nokkra svört- ustu daga sína í október það ár. Vikan lfá mánudeginum 12. október „kostaði" bandaríska hlutabréfamarkaðinn 300 milljarðaBandaríkjadala, eða235 punkta lækkun. Svarti mánudagurinn í sögu hlutabréfamarkaðarins varhins vegar 19. október þegar hlutabréfaverð lækkaði meira en það hafði gert alla vikuna á und- an, eða um 508 punkta. Fall markaðarins í einni lotu nam 22,6%, sem var mesta samfellda lækkun í sögu markaðarins. Greenspan og félagar í seðlabankanum vissu hins vegar mætavel að þó að þetta væri krísa væri aðalatriðið að koma í veg fyrirsamamynsturogíkrísunniárið 1929. Þá hækkaði seðlabankinn vexti og það leiddi til slæmrar kreppu í Bandaríkjun- um. I þetta sinn var því mikilvægast að verja lánamarkaðinn og að koma í veg fy rir að bankar myndu draga úr útlánum. Skilaboðin voru skýr, íjármagnsflæöið átti að auka verulega, þrýst var á banka til að auka útlán og lögð var áhersla á aukið aðhald í ríkisrekstri. Greenspan tókst að stjóma krísunni og tveimur vikum eftir svarta mánu- daginn hafði markaðurinn róast á ný. Þetta var eldskírn Greenspans og hún varð meðal þess sem lagði grunninn að goðsögninni. Hann átti hins vegar eftir að takast á við enn stærri hlutabréfakrísu árið 2000, lánakrísu, Asíukrísuna árið 1997, „heimsendinn“ árið 2000 og afleiðingar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. í öllum tilvikum hefúr krísustjórnunin reynst árangursrík þó að Greenspan hafi oft verið sakaður um að hafa tekið þátt í að skapa sumar af þessurn krisum með því að búa til nýjar bólur til að taka við af gömlum. Eldskírnin Bernanke tekur við seðlabankastóln- um þegar Greenspan víkur í lok janúar á næsta ári. Margir eru á þeirri skoðun að eldskírn hans gæti komið snemma á ferli hans, rétt eins og í til- viki Greenspans. Undirliggjandi hættur á fasteignamarkaðinum og gríðarlegur viðskiptahal li eru viðvörunarbjöl lur sem vara við nýjum krísum. Hinir sömu, meðal annars Paul Krugman, dálkahöf- undur New York Times, kenna Greenspan um að hafa skapað þessarhættur frekar en að hafa komið i veg fyrir þær. Sumir eru þó að gæla við að lítið verði úr þessum áhættuþáttum. Það er þó eins og einn ágætur hagfræðingur sagðú' krísurnar koma alltaf á óvart — annars væru þær ekki krísur. ( Vísbendingin ) O tjórnmálaspekingar segja að Ben U Bernanke hafi verið tilnefiidur í stöðu seðlabankastjóra til að koma í veg lýrir nýtt Harriet Miers-mál. Því máli lauk með því að Miers hætti við að taka tilnefning- untti. TilnefningBemanke hefur hins veg- ar verið vel tekið og gefúr vonir um að hann geti verið enn sjálfstæðari og óháðari en Greenspan var en demókratar voru aldrei sáttir við stuðning Greenspans við skaltalækkanir Bush. Þá má einnig vona að nýr íslenskur seðlabankastjóri verði ^óháður pólítiskum hagsmunum._ Aðrir sálmar s_______________________________ ^ f \ Hver er mesti vandinn? egar ríkisstjómin stóð frammi fyrir því að ákveða hvernig skipta ætti peningunum af símasölunni var henni vandi á höndum. Hún var með happ- drættisvinning í höndunum. Sögur herma að Lottóið bjóði folki sem lendir í slíkum aðstæðum upp á áfallahjálp og fjármálaráðgjöf. Líklega hefúr stjórnin fremur talið sig þurfa á því fyrra að halda eftir útboðið 2001, en ekki skorti fjármálaráðgjöfina.Flestirhlutlausirvoru á þeirri skoðun að skynsamlegast væri að greiða upp sem mest af lánum ríkisins, en niðurstaðan var samt sú nýta aðeins um helming af andvirðinu til greiðslu skulda og því sem eftir var til ýmissa þarfra verkefna. Það er auðvitað lrekar fúlt að missa allan peninginn í greiða upp lán. Þáereinsogmennhafialdreieignast neitt. Líklega hafa fáir dagar verið gleði- legri í lífi stjómmálamannanna en þegar þeir gátu dreift símapeningunum. Satt að segja hafa fáir orðið til þess að gagnrýna skiptinguna því að engir vilja verða til þess að líta út eins og fylupúkar sem eru á móti sjúkrahúsum eða vegagerð. En einn málafiokkurfékkþó ekki sinnskerf. Málefni aldraðra. Satt að segja kernur það á óvart því að þeir hafa veriö háværir að undanlomu. Mest hefur þó heyrst af bágum lífeyriskjörum þeirra og þeir sem kvarta hæst eru yfirleitt við sæmilega heilsu. Einn mesti vandi þeirra sem lifa lengi er að fá dvalarstað við hæfi. Sumir geta verið í sinni gömlu íbúð fram áefstu ár, aðrir viljaflytja í þjónustuíðbúðir, enn aðrirviljaveraáelliheimilumoglokseru þeir sem þurfa stöðuga umönnun. Mesti vandinn er að finna húsnæði við hæfi. B iðraðir eru langar og það breytir I i tlu þó menn geti greilt fyrir dýra þjónustu. Þess vegna hefði verið mjög vel við hæfi að láta hluta af sítnapeningunum til þess að byggja slíkaþjónustu upp hraðar en gert hefúr verið. A tyllidögum tala stjórnmála- menn um að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Það er eflaust útlokað að ná slíku markmiði en með því að byggja upp slíka þjónustu þannig að biðraðir hverli fækkareinuáhyggjuefninu.Aldraðireiga það inni hjá þjóðinni. - bj V J f Ritstjóri og ábyrgðarmaður: A Eyþór Ivar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.___________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.